Saltaði hálfan hest ofan í tunnu í dag. Svo vorum við með hakkabuff eins og mamma gerði alltaf þegar hesti var slátrað. Ég er svo mikill sveitakall inn við beinið að mér finnst gott að eiga mikinn mat fyrir mitt fólk. Og ég virkilega kann að meta saltað hrossakjöt, fátt betra. Hesturinn var feitur, svo ég á von á gæða saltkjöti upp úr tunnunni í næstu viku.
Síðasti dagur ársins á morgun, hreint magnað, svo stutt frá síðustu áramótum. Áramótin verða góð ef að líkum lætur. Við verðum saman hér í húsinu við ána, allur minn ættleggur, að fagna nýju ári. Ekki nóg með það, hér mun allur ættleggurinn gista.
Íris er hér ásamt sínum börnum að lesa undir próf, Arna er hér líka og Thea. Mér sýnist húsið við ána toga í fleiri en okkur Erluna, er reyndar ekkert hissa á því.
Við ætlum að hafa jólaboð hér, eins og í fyrra, fyrir afkomendur pabba og mömmu. Það verður frá klukkan 15:00 á laugardaginn, eins lengi og hver nennir. Í fyrra var þetta mjög notalegt og gefandi samfélag.
Á von á því sama nú og hlakka til.
.....Smá eftirmál. Þegar ég las þetta yfir sá ég að ég hafði verið ofan í tunnu að salta hálfan hest........!
Það var sem sagt ekki þannig, ég saxaði niður hálfan hest og saltaði bútana ofan í tunnu :-)
þriðjudagur, desember 30, 2008
sunnudagur, desember 28, 2008
Vorlegt
Það er engu líkara en að vorið sé komið. 8 stiga hiti og hæglætisveður. Svona tíð kallar á mann út í náttúruna. Það verður ekki komist hjá því að fara í göngutúr á eftir, upp með á eða kannski niður í bæ og skoða mannlífið. Við eigum von á gestum á eftir, allir í jólafríi ennþá og því um að gera að hitta mann og annan enda snýst lífið fyrst og fremst um samfélag.
Áin er róleg núna eftir skot í henni um jólin. Asahláka eins og gerði í jólabyrjun þýðir flóð hér. Áin er fljót að taka við sér, hvort sem hún vill stækka eða minnka, aldrei eins, síbreytileg eins og íslenska veðrið. Við verðum í fríi að mestu milli jóla og nýárs svo makindin hér halda áfram og við að njóta þeirra.
Hér var líf og fjör í gær. Íris kom með ungana sína. Hún fékk að lesa hér í rómantíkinni undir próf meðan við litum eftir börnunum.
Við fengum líka góðan gest, Gunnhildur Haraldsdóttir kíkti hér við. Hún var eitt sinn gift Danna bróður og er móðir frænku minnar Hafdísar Daníelsdóttur. Það var gaman að spjalla við hana um heima og geima.
Jólin hafa annars verið afar góð, þau hafa liðið hratt eins og gjarnan er með gæðatíma. Ég er að klára Myrká eftir Arnald, ágætis bók, en skilur ekki mikið eftir sig. Innihaldsríkari bækur höfða meira til mín. Arnaldur er samt góð afreying.
Arna skilaði dætrunum til pabba síns í gær svo nú er bærinn barnlaus. Einhversstaðar segir að slíkur bær sé daufur. Það er kannski daufara yfirbragð, en samt - hér er svo gott að vera.
Áramótin framundan. Kalkúni verður á matseðlinum í fyrsta skipti í mörg ár. Sjáum til hvort tekst að gera hann bærilegan. Vantar uppskrift að góðri fyllingu, ef einhver lúrir á slíku er það vel þegið.
Áin er róleg núna eftir skot í henni um jólin. Asahláka eins og gerði í jólabyrjun þýðir flóð hér. Áin er fljót að taka við sér, hvort sem hún vill stækka eða minnka, aldrei eins, síbreytileg eins og íslenska veðrið. Við verðum í fríi að mestu milli jóla og nýárs svo makindin hér halda áfram og við að njóta þeirra.
Hér var líf og fjör í gær. Íris kom með ungana sína. Hún fékk að lesa hér í rómantíkinni undir próf meðan við litum eftir börnunum.
Við fengum líka góðan gest, Gunnhildur Haraldsdóttir kíkti hér við. Hún var eitt sinn gift Danna bróður og er móðir frænku minnar Hafdísar Daníelsdóttur. Það var gaman að spjalla við hana um heima og geima.
Jólin hafa annars verið afar góð, þau hafa liðið hratt eins og gjarnan er með gæðatíma. Ég er að klára Myrká eftir Arnald, ágætis bók, en skilur ekki mikið eftir sig. Innihaldsríkari bækur höfða meira til mín. Arnaldur er samt góð afreying.
Arna skilaði dætrunum til pabba síns í gær svo nú er bærinn barnlaus. Einhversstaðar segir að slíkur bær sé daufur. Það er kannski daufara yfirbragð, en samt - hér er svo gott að vera.
Áramótin framundan. Kalkúni verður á matseðlinum í fyrsta skipti í mörg ár. Sjáum til hvort tekst að gera hann bærilegan. Vantar uppskrift að góðri fyllingu, ef einhver lúrir á slíku er það vel þegið.
miðvikudagur, desember 24, 2008
Aðfangadagur
Fallegur dagur, fullur af minningum og tilfinningum sem tengjast hátíðarskapi og frið. Á jólum kemst sagan um frelsara fæddan næst manni, rifjast upp, lifnar við og verður svo raunveruleg. Jólahátíðin er hátíð ljóss og friðar. Jólaljósin lýsa upp þennan dimmasta tíma ársins og minna á litla Jesúbarnið í jötu. Ljós heimsins sem fæddist, ekki inn í ríkidæmi eins og þætti sjálfsagt í dag, heldur í gripahúsi á Betlehemsvöllum. Táknrænt, fer ekki í manngreinarálit, ríkir og fátækir jafnir fyrir honum.
Hér í húsinu við ána ríkir eftirvænting, sérstaklega í hugum litlu barnabarnanna, Örnudætrum, sem skreyta daginn ríkulega með einlægri tilhlökkun til kvöldsins. Við áttum notalegan matartíma í hádeginu að vanda, en vaninn er að baka smábrauð og bera fram, ásamt rúgbrauði með ýmsu góðgæti, laxi, kæfu, síld, eggjum, ostum og fleira í hádeginu á aðfangadag.
Núna er matseldin í gangi undir jólalögum. Hamborgarhryggurinn var að fara upp úr pottinum. Erlan er að sjóða grautinn og ég er að fara að gera sírópið fyrir karamellusósuna út á grautinn. Allt eftir gömlum hefðum sem má ekki brjóta. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þessi gæði sem við búum við að geta haldið jól með þessum hætti. Margt af þessu er erft úr foreldrahúsum okkar Erlu. Það er svo ómetanlegt að sjá sama braginn erfast til okkar eigin barna.
"Sjá ég boða yður mikinn fögnuð.... Yður er í dag frelsari fæddur" sögðu englarnir forðum. Munum tilgang jólanna. Ég óska lesendum mínum gleðilegar hátíðar og friðar.
Hér í húsinu við ána ríkir eftirvænting, sérstaklega í hugum litlu barnabarnanna, Örnudætrum, sem skreyta daginn ríkulega með einlægri tilhlökkun til kvöldsins. Við áttum notalegan matartíma í hádeginu að vanda, en vaninn er að baka smábrauð og bera fram, ásamt rúgbrauði með ýmsu góðgæti, laxi, kæfu, síld, eggjum, ostum og fleira í hádeginu á aðfangadag.
Núna er matseldin í gangi undir jólalögum. Hamborgarhryggurinn var að fara upp úr pottinum. Erlan er að sjóða grautinn og ég er að fara að gera sírópið fyrir karamellusósuna út á grautinn. Allt eftir gömlum hefðum sem má ekki brjóta. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þessi gæði sem við búum við að geta haldið jól með þessum hætti. Margt af þessu er erft úr foreldrahúsum okkar Erlu. Það er svo ómetanlegt að sjá sama braginn erfast til okkar eigin barna.
"Sjá ég boða yður mikinn fögnuð.... Yður er í dag frelsari fæddur" sögðu englarnir forðum. Munum tilgang jólanna. Ég óska lesendum mínum gleðilegar hátíðar og friðar.
þriðjudagur, desember 23, 2008
Skatan
Undarleg árátta að borða skemmdan mat.....segja sumir. Við hinir sem höfum smekk fyrir rammíslenskum gæðamat eins og kæstri skötu, teljum hana aftur á móti hið mesta hnossgæti.
Við Hlynur bróðir höfum farið til nokkurra ára í Gallerý fisk í skötuveislu. Að þessu sinni var hún alveg passleg og vestfirski hnoðmörinn sérlega góður. Ég var með einhverja magalumbru þegar ég mætti á staðinn, en eftir skötuna var öll lumbra farin veg allrar veraldar, allra meina bót skatan. Svo sótti ég youngsterinn minn til vinkonu sinnar, við skruppum svo saman í smá innanbæjarleiðangur, þann síðasta fyrir jólin.
Erum nú komin heim í sveitina okkar. Mikið af snjónum farið og gatan hér næstum auð. Arna kemur í kvöld með restina af skvísunum sínum. Danía Rut fékk smá forskot og fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina í gær. Hún nýtur sín hér, enda dekruð eins og prinsessa af ömmu sinni.
Komið að Bónusinnkaupum fyrir morgundaginn. Ýmislegt sem vantar til að viðhalda jólahefðunum sem hér ríkja. Við látum okkur hafa að fara í Bónus í Hveragerði, búðin þar er mun betri en hér.
Við Hlynur bróðir höfum farið til nokkurra ára í Gallerý fisk í skötuveislu. Að þessu sinni var hún alveg passleg og vestfirski hnoðmörinn sérlega góður. Ég var með einhverja magalumbru þegar ég mætti á staðinn, en eftir skötuna var öll lumbra farin veg allrar veraldar, allra meina bót skatan. Svo sótti ég youngsterinn minn til vinkonu sinnar, við skruppum svo saman í smá innanbæjarleiðangur, þann síðasta fyrir jólin.
Erum nú komin heim í sveitina okkar. Mikið af snjónum farið og gatan hér næstum auð. Arna kemur í kvöld með restina af skvísunum sínum. Danía Rut fékk smá forskot og fékk að fara með afa sínum og ömmu í sveitina í gær. Hún nýtur sín hér, enda dekruð eins og prinsessa af ömmu sinni.
Komið að Bónusinnkaupum fyrir morgundaginn. Ýmislegt sem vantar til að viðhalda jólahefðunum sem hér ríkja. Við látum okkur hafa að fara í Bónus í Hveragerði, búðin þar er mun betri en hér.
sunnudagur, desember 21, 2008
Nína eða Geiri....?
Í fyrradag tók ég eftir að hrafninn var að hópast um eitthvað á ísspöng upp með á. Ég brá fyrir mig kíkinum og sá að þar var álft sem virtist föst í ísnum. Hrafnarnir sem eru auðvitað svangir og kaldir í snjónum, hugsuðu sér gott til glóðarinnar og voru byrjaðir að narta í hana, einum of fljótir á sér, því álftin var greinilega ósammála því að hún væri matur fyrir þá. Hún beit þá á hægri og vinstri. Ég skrapp upp eftir og það var rétt, hún var frosin föst á ísnum. Fullorðin álft....hugsanlega annar hvor nágranna okkar, Nína eða Geiri.
Ég hringdi í lögregluna, þurfti reyndar að hringja tvisvar áður en þeir komu. "Er þetta ekki gott tækifæri fyrir björgunarsveitina að ná henni lausri?" spurði ég löggustrákinn sem kom. "Ef ekki, verðið þið að skjóta hana, það er ekki hægt að horfa upp á hrafninn éta hana lifandi". Hann samsinnti því og lofaði að þeir gerðu eitthvað.
Við svo búið fórum við Erlan til Reykjavíkur. Þegar heim kom keyrðum við upp eftir. Hvít þúst sem hreyfðist ekki. Álftin dauð, núna tilbúin á veisluborð hrafnsins.
Þeir hafa ekki yfirgefið veisluborðið síðan. Margra daga birgðir af fínasta kjöti.
Núna er allt á kafi í snjó. Gatan okkar ófær í morgun og Hellisheiðin lokuð. Einhver bankaði hér upp á áðan og spurði hvort ég gæti dregið bílinn þeirra úr skafli hér fyrir neðan. Ég fór auðvitað og kippti honum lausum. Gat samt ekki annað en brosað að ofurtrú mannsins á litlu bílpúddunni sinni. Hann hafði ætlað að keyra upp í skógrækt hér upp með á. Eins kolófært og hugsast getur, varla jeppafært. Trúin flytur fjöll stendur skrifað.... en ekki smábíla fasta í snjó.
Ég gaf smáfuglunum í morgun. Þeir eru seinir að fatta litlu skinnin. Bara nokkrir sem hafa litið við. Þeir verða samt fegnir að fá bita þegar fattarinn þeirra hrekkur í gang.
Við fórum á jólatónleika Sinfóníunnar í gærkvöldi. Það var virkilega gaman eins og von er. Jólasyrpur og hnetubrjóturinn, flottur flutningur enda einvalalið.
Við gerðum enn víðreist. Skruppum á Skagann eftir tónleikana í útskriftarveislu. Marianne, Sigga og Barbroar var að útskrifast sem stúdent. Dúxaði stelpan, flott hjá henni. Veisluföng eins og búast mátti við hjá þeim, flott og gott.
Í dag er bara afslöppun hér í húsinu við ána. Erla og Hrund báðar að dunda jóla-eitthvað með jólalög undir geislanum. Ekki erfitt í þessu umhverfi hér sem umvefur okkur af fádæma rausnarskap.
fimmtudagur, desember 18, 2008
Heima
Við erum heima í dag, bæði. Ekki mikið að gera hjá mér í vinnunni og þannig er líka með Erluna. Jólabréfið tilbúið og fer í póst í dag. Síðustu bréfin að renna út úr prentaranum í þessum pikkuðu orðum.
Hér er búið að snjóa mikið og jafnfallinn snjór líklega orðinn um 25 sm. Miklar snjóhengjur á trjánum svo það er jólalegt um að litast. Ég tók göngutúr upp með á í morgun og smellti nokkrum myndum. Umhverfið var dulúðugt í birtingunni, frostþoka og sérstök birta. Ég er samt að vona að ekki sé komin snjóatíð eins og í fyrra. Þá snjóaði að manni fannst endalaust í marga mánuði og færðin eftir því. Dagurinn verður notaður í að klára gestaherbergið og fleira smálegt sem hefur beðið.
Í kvöld er svo árlegt kaffihús í höfuðborginni. Við höfum farið í nokkur ár saman á kaffihús á aðventunni, ég og dæturnar, og fengið okkur heitt kakó og kaffi og eitthvað jólalegt með. Kakóið er vinsælla hjá kvenþjóðinni en ég er allur í kaffinu. Ég hlakka til samfélagsins með þeim.
Njótið dagsins.
Hér er búið að snjóa mikið og jafnfallinn snjór líklega orðinn um 25 sm. Miklar snjóhengjur á trjánum svo það er jólalegt um að litast. Ég tók göngutúr upp með á í morgun og smellti nokkrum myndum. Umhverfið var dulúðugt í birtingunni, frostþoka og sérstök birta. Ég er samt að vona að ekki sé komin snjóatíð eins og í fyrra. Þá snjóaði að manni fannst endalaust í marga mánuði og færðin eftir því. Dagurinn verður notaður í að klára gestaherbergið og fleira smálegt sem hefur beðið.
Í kvöld er svo árlegt kaffihús í höfuðborginni. Við höfum farið í nokkur ár saman á kaffihús á aðventunni, ég og dæturnar, og fengið okkur heitt kakó og kaffi og eitthvað jólalegt með. Kakóið er vinsælla hjá kvenþjóðinni en ég er allur í kaffinu. Ég hlakka til samfélagsins með þeim.
Njótið dagsins.
þriðjudagur, desember 16, 2008
Matarboð
Við Erlan áttum notalega kvöldverðarstund með Eygló og Bjössa. Þau buðu okkur til hryggjarveislu. Lambahryggur er með því betra sem matargötin fá svo þetta var bragðlaukakitlandi fyrir okkur. Bragðið var af...bragð, jafnvel þó þetta væri fraumraun þeirra í eldun lambahryggjar...Þau fá h...rós í hnappagatið!
Takk fyrir okkur.....!
Takk fyrir okkur.....!
miðvikudagur, desember 10, 2008
Toppurinn á tilverunni?
Við vorum í “Danmerkurferð” um helgina, fórum á föstudags eftirmiðdag af stað og komum í gærkvöldi. Ég kalla hana danmerkurferð því þannig hljómaði planið.
Til stóð að fara jólaferð til Köben eins og við höfum gert undanfarin ár. Núna var það vinnustaðaferð með vinnufélögum Erlu.
En í veðrasömum ólgusjó íslensku krónunnar, ákváðum við að það væri ekki með nokkru móti verjandi að vera þarna úti með dönsku krónuna í 25 kalli......! Svo við breyttum danmerkurferðinni sem átti að vera til Köben í “danmerkurferð”, á jólahlaðborð í Hótel Örk í Hveragerði með vinnufélögunum og svo við tvö á Föðurland í Fljótshlíð. Þar vorum við svo þá daga sem ferðin út hefði tekið. Það má fullyrða að þetta var hagstæðasta danmerkurferð sem við höfum farið. Enginn visa reikningur, engar búðir og enginn hreimur til að jafna sig á.
Hinsvegar komum við afslöppuð til baka eftir frábæran tíma. Alger slökun, lestur bóka við arineld, matseld (gourmet) í rólegheitum, gestir litu við og svo til að kóróna aðventustemninguna, kyngdi niður jólasnjó sem hékk á greinunum. Það var því engu minni vandi að komast í jólastemningu þarna í sveitarómantíkinni en í jólatívolíinu í Kaupmannahöfn. Ég notaði tímann og skrifaði jólabréfið okkar fjölskyldunnar við notalegan yl kamínunnar, undir áhrifum kyrrðar og notalegs tifsins í gömlu klukkunni okkar - jú það er alveg satt, hún hægir á tímanum, hún telur svo hægt.
Þarna í Fljótshlíðinni tel ég eins og “Gunnar frændi” á Hlíðarenda, toppinn á tilverunni. Þar var maður á ferð sem kunni að meta landið af gæðum þess og tók afleiðingunum.
Fljótshlíðin er falleg, hvort sem hún er í vetrar- eða sumarbúningi, um það þarf ekki að fjölyrða. Það er því gott að þurfa ekki að standa frammi fyrir sama vali og Gunnar kallinn þurfti forðum.
Það er jú fjármálakreppa en hverju fáum við breytt í því? Látum ekki áhyggjur af því sem við getum ekki breytt, skemma dagana.
Verum jákvæð og njótum aðventunnar.
Til stóð að fara jólaferð til Köben eins og við höfum gert undanfarin ár. Núna var það vinnustaðaferð með vinnufélögum Erlu.
En í veðrasömum ólgusjó íslensku krónunnar, ákváðum við að það væri ekki með nokkru móti verjandi að vera þarna úti með dönsku krónuna í 25 kalli......! Svo við breyttum danmerkurferðinni sem átti að vera til Köben í “danmerkurferð”, á jólahlaðborð í Hótel Örk í Hveragerði með vinnufélögunum og svo við tvö á Föðurland í Fljótshlíð. Þar vorum við svo þá daga sem ferðin út hefði tekið. Það má fullyrða að þetta var hagstæðasta danmerkurferð sem við höfum farið. Enginn visa reikningur, engar búðir og enginn hreimur til að jafna sig á.
Hinsvegar komum við afslöppuð til baka eftir frábæran tíma. Alger slökun, lestur bóka við arineld, matseld (gourmet) í rólegheitum, gestir litu við og svo til að kóróna aðventustemninguna, kyngdi niður jólasnjó sem hékk á greinunum. Það var því engu minni vandi að komast í jólastemningu þarna í sveitarómantíkinni en í jólatívolíinu í Kaupmannahöfn. Ég notaði tímann og skrifaði jólabréfið okkar fjölskyldunnar við notalegan yl kamínunnar, undir áhrifum kyrrðar og notalegs tifsins í gömlu klukkunni okkar - jú það er alveg satt, hún hægir á tímanum, hún telur svo hægt.
Þarna í Fljótshlíðinni tel ég eins og “Gunnar frændi” á Hlíðarenda, toppinn á tilverunni. Þar var maður á ferð sem kunni að meta landið af gæðum þess og tók afleiðingunum.
Fljótshlíðin er falleg, hvort sem hún er í vetrar- eða sumarbúningi, um það þarf ekki að fjölyrða. Það er því gott að þurfa ekki að standa frammi fyrir sama vali og Gunnar kallinn þurfti forðum.
Það er jú fjármálakreppa en hverju fáum við breytt í því? Látum ekki áhyggjur af því sem við getum ekki breytt, skemma dagana.
Verum jákvæð og njótum aðventunnar.
þriðjudagur, desember 02, 2008
Aðventa
Jólatónlistin berst hingað inn í stofu. Litli trommuleikarinn ómar núna. Það er föndurstund í eldhúsinu. Erlan er að gera aðventukrans, grenikrans með gamla laginu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þeir fallegastir.
Hér er orðið afar jólalegt enda ekki við öðru að búast. Erla hefur alltaf varðveitt jólabarnið í sér sem hefur eflaust haft mikið varðveislugildi fyrir jólabarnið í mér.
Það gleður mig alltaf þegar hún hefst handa við að taka úr hillum og kitrum og setja upp ýmislegt jóladót í staðinn sem við höfum sankað að okkur á löngum búskap. Mikið af okkar jóladóti hefur fylgt okkur lengi og tvinnast saman við söguna okkar. Margt sem kemur uppúr kössum hjá henni skapar því notalega nostalgíu sem yljar hjartanu.
Við erum íhaldsöm þegar kemur að endurnýjun á þessu dóti. Sagan er okkur of mikils virði til að við getum hent til að kaupa nýtt.
Enda er það svo að stelpurnar okkar þekkja þessa hluti líka vel frá uppvaxtarárum sínum og hætt er við að heyrðist hljóð úr horni ef við færum að skipta þessu út.
Ég var heima í dag. Vann við að setja upp ruslatunnustatíf sem hefur vantað hér. Kannski ruslatunnan verði til friðs þegar hvessir hér eftir. Bætti líka í jólaljósin í garðinum. Setti í einn runna í viðbót. Fann seríu sem vantaði bara réttan straumbreytir. Átti einn sem passaði ekki en tókst að mixa það saman.
Það er ekki laust við að um mig fari einhverjir notalegheitastraumar, sitjandi hér í stofunni, hlustandi á jólatónana flæða úr eldhúsinu. Ég veit að frammi er jólabarn að leika sér. Hrundin situr við tölvuna að læra, hún er í prófum núna og gengur vel að vanda.
Þetta hús gælir einhvernveginn við okkur af fágætum rausnarskap. Kannski er það staðurinn, áin ... eða er það félagsskapurinn? Hallast að því síðastnefnda.
Það geisar kreppa.... úti.
Hér inni er eins og hún sé víðsfjarri, líkt og norðankulið.
Hér er orðið afar jólalegt enda ekki við öðru að búast. Erla hefur alltaf varðveitt jólabarnið í sér sem hefur eflaust haft mikið varðveislugildi fyrir jólabarnið í mér.
Það gleður mig alltaf þegar hún hefst handa við að taka úr hillum og kitrum og setja upp ýmislegt jóladót í staðinn sem við höfum sankað að okkur á löngum búskap. Mikið af okkar jóladóti hefur fylgt okkur lengi og tvinnast saman við söguna okkar. Margt sem kemur uppúr kössum hjá henni skapar því notalega nostalgíu sem yljar hjartanu.
Við erum íhaldsöm þegar kemur að endurnýjun á þessu dóti. Sagan er okkur of mikils virði til að við getum hent til að kaupa nýtt.
Enda er það svo að stelpurnar okkar þekkja þessa hluti líka vel frá uppvaxtarárum sínum og hætt er við að heyrðist hljóð úr horni ef við færum að skipta þessu út.
Ég var heima í dag. Vann við að setja upp ruslatunnustatíf sem hefur vantað hér. Kannski ruslatunnan verði til friðs þegar hvessir hér eftir. Bætti líka í jólaljósin í garðinum. Setti í einn runna í viðbót. Fann seríu sem vantaði bara réttan straumbreytir. Átti einn sem passaði ekki en tókst að mixa það saman.
Það er ekki laust við að um mig fari einhverjir notalegheitastraumar, sitjandi hér í stofunni, hlustandi á jólatónana flæða úr eldhúsinu. Ég veit að frammi er jólabarn að leika sér. Hrundin situr við tölvuna að læra, hún er í prófum núna og gengur vel að vanda.
Þetta hús gælir einhvernveginn við okkur af fágætum rausnarskap. Kannski er það staðurinn, áin ... eða er það félagsskapurinn? Hallast að því síðastnefnda.
Það geisar kreppa.... úti.
Hér inni er eins og hún sé víðsfjarri, líkt og norðankulið.
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Kæfa var það heillin ...kindakæfa
Hér angar heimilið af kjötlykt þótt klukkan sé bara átta að morgni. Suðan búin að vera uppi í einn og hálfan tíma en þarf allavega þrjá. Það er jólakæfan sem er í undirbúningi enda styttist óðfluga í jólin eins og við vitum öll. Ég ætla að vera búinn að þessu snemma því ég ætla á Fitina á eftir. Þar bíða verkefni eftir mér, gluggaskipti fyrir Hjalla bróður og klára eldhúsinnréttingu fyrir Hildi systur. Svo er viðbúið að ég setji gerekti á gluggana hjá okkur.
Það blæs hraustlega núna. Norðanátt og frekar kalt. Það gnauðar í vindinum, svolítið sem ég kann vel að meta. Ég var samt úti áðan að dásama veðrið, frostleysi nánast og ekki snjókorn. Veðrið hefur verið einstaklega gott það sem af er hausti. Evrópubúar eru ekki eins heppnir, þar er fimbulvetur, frost, snjór og stormar.
Það blæs kannski frekar í fjármálum okkar íslendinga. Þar er stormur af mannavöldum, leiðinda fyrirbæri sem rýrir lífskjör okkar. Það er eins fallegt að lífskjörin voru þau bestu í heiminum svo við höfum nú svolítið borð fyrir báru. Við erum ekki á leið inn í drama sem setur okkur á vonarvöl. Það er ekki líklegt að margir svelti eða vanti skjól fyrir veðrum, og það er ekki matarskortur. Gæðalandið Ísland flýtur enn í mjólk og hunangi. Allt er til staðar sem var.
Við þurfum auðvitað að rifa seglin meðan stormurinn fer yfir, hefja síðan uppbyggingu nýs samfélags með betra mannlífi og heilbrigðari gildum.
Enda má nú fullyrða að kapitalisminn eins og hann birtist okkur var bastarður sem var að éta þjóðina upp til agna með óseðjandi græðgi sinni ,svo farið hefur fé betra.
Hann var ekki á vetur setjandi.
Það blæs hraustlega núna. Norðanátt og frekar kalt. Það gnauðar í vindinum, svolítið sem ég kann vel að meta. Ég var samt úti áðan að dásama veðrið, frostleysi nánast og ekki snjókorn. Veðrið hefur verið einstaklega gott það sem af er hausti. Evrópubúar eru ekki eins heppnir, þar er fimbulvetur, frost, snjór og stormar.
Það blæs kannski frekar í fjármálum okkar íslendinga. Þar er stormur af mannavöldum, leiðinda fyrirbæri sem rýrir lífskjör okkar. Það er eins fallegt að lífskjörin voru þau bestu í heiminum svo við höfum nú svolítið borð fyrir báru. Við erum ekki á leið inn í drama sem setur okkur á vonarvöl. Það er ekki líklegt að margir svelti eða vanti skjól fyrir veðrum, og það er ekki matarskortur. Gæðalandið Ísland flýtur enn í mjólk og hunangi. Allt er til staðar sem var.
Við þurfum auðvitað að rifa seglin meðan stormurinn fer yfir, hefja síðan uppbyggingu nýs samfélags með betra mannlífi og heilbrigðari gildum.
Enda má nú fullyrða að kapitalisminn eins og hann birtist okkur var bastarður sem var að éta þjóðina upp til agna með óseðjandi græðgi sinni ,svo farið hefur fé betra.
Hann var ekki á vetur setjandi.
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Barnablessun
Farsæld er ekki peningar...!
Auðævi mín liggja í fólkinu mínu. Endalaust ríkidæmi flæðir hér stafna á milli í húsinu við ána.
Yngsta barnabarnið Erla Rakel, dóttir Bjössa og Eyglóar, var blessuð í gær. Eins og ég hef sagt hér áður er barnablessun náskylt barnaskírn þjóðkirkjunnar. Nánast eini munurinn er að barnið er ekki ausið vatni. Mér veittist sá heiður að fá að blessa yfir litlu yngismeyna. Hún var nú ekkert á þeim buxunum að láta heyrast of mikið í afa sínum, enda vön því að eiga athyglina alla sjálf. Hún hafði sig því alla við, með því eina sem hún kann ennþá, grát. En afinn veit að það getur ekki verið til heilbrigðara barn, en barn sem grætur ef því sýnist...!
Margt var um manninn úr báðum ættum. Gaman að því hversu margir sáu sér fært að renna austur fyrir fjall og aðrir alla leið frá Akureyri. Takk fyrir komuna allir....!
Veislan eftir athöfnina var konunum okkar til sóma sem endranær. Hvert öðru ljúffengara.
Til hamingju með þetta allt krakkar mínir.
Ég kætist yfir tilverunni, hún getur varla verið mikið betri.
Farsæld er hugarfar.... þannig er það bara.
föstudagur, nóvember 21, 2008
Frost...!
Það hefur kólnað hratt í atvinnumálum, sérstaklega á byggingamarkaði. Þetta hefur gerst á ótrúlega stuttum tíma. Að keyra um byggingahverfin núna er eins og að keyra um draugaþorp. Á fæstum stöðum eru menn að vinna eins og maður á að venjast. Byggingakranar standa hreyfingarlausir og bera vitni um velmegun sem flaug af landi brott, skyndilega, með engum fyrirvara.
Það er ekki langt síðan ég skrifaði hér á síðuna að Lexor héldi sínum verkefnum og væri á flugi. Það var þá.... Núna er þannig komið að allir sem höfðu samið við mig um verkefni í vetur hafa hætt við.... hver einasti.
Ástandið er ótrúlegt. Ég má samt þakka fyrir stöðu Lexors. Hægt er að lækka flugið án þess að hrapa. Ég hef þegar sent sex menn heim til Póllands, tveir eru áfram. Einörð vestfirsk þrjóska að fjárfesta ekki nema fyrir eigið fé skilar sér núna.
Standandi frammi fyrir verkefnaleysi í vetur, er þá ekki snjallast að nota ástandið og skella sér í mastersnám í lagadeild?
Ég hef þegar tekið þá frómu ákvörðun. Eftir vangaveltur undanfarna daga tókum við hjónin sameiginlega ákvörðun um þetta í gærkvöldi. Ég er búinn að hafa samband við skólann og þær dyr standa opnar.
Svo, það er þeytivindan aftur, enda komið ágætis hlé. Gráu sellurnar eru svolítið kvíðnar, en það rjátlast af þeim. Þarf bara að koma þeim aðeins í form aftur.
Er núna að skoða valmöguleika annarinnar framundan. Sumt hentar betur en annað, en þannig er bara lífið.
Tvö ár verða búin áður en við vitum af, rétt eins og kreppan :-)
Það er ekki langt síðan ég skrifaði hér á síðuna að Lexor héldi sínum verkefnum og væri á flugi. Það var þá.... Núna er þannig komið að allir sem höfðu samið við mig um verkefni í vetur hafa hætt við.... hver einasti.
Ástandið er ótrúlegt. Ég má samt þakka fyrir stöðu Lexors. Hægt er að lækka flugið án þess að hrapa. Ég hef þegar sent sex menn heim til Póllands, tveir eru áfram. Einörð vestfirsk þrjóska að fjárfesta ekki nema fyrir eigið fé skilar sér núna.
Standandi frammi fyrir verkefnaleysi í vetur, er þá ekki snjallast að nota ástandið og skella sér í mastersnám í lagadeild?
Ég hef þegar tekið þá frómu ákvörðun. Eftir vangaveltur undanfarna daga tókum við hjónin sameiginlega ákvörðun um þetta í gærkvöldi. Ég er búinn að hafa samband við skólann og þær dyr standa opnar.
Svo, það er þeytivindan aftur, enda komið ágætis hlé. Gráu sellurnar eru svolítið kvíðnar, en það rjátlast af þeim. Þarf bara að koma þeim aðeins í form aftur.
Er núna að skoða valmöguleika annarinnar framundan. Sumt hentar betur en annað, en þannig er bara lífið.
Tvö ár verða búin áður en við vitum af, rétt eins og kreppan :-)
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Er Guð....
.... gamall hvíthærður kall í kufli sem fylgist með hverju skrefi til að hirta hvern sem misstígur sig....!
Þetta er ein mynd af honum, líklega mjög algeng. Allir, kallar og kellingar eiga í huganum ramma utan um mynd af því hvernig Guð er. Allir.
Líka þeir sem segjast vera trúlausir. Þeir eiga sinn ramma utan um Guðsímyndina og reyna af megni að stroka út allt Guðlegt innan úr honum, svo boðskapur þeirra verði trúverðugri. Strangtrúaðir eiga líka sinn Guð í ramma, eitthvað víðari....en samt alltof þröngan.
Ef Guð er höfundur og skapari alls, megum við heldur betur henda rammanum okkar. Enginn rammi eða hugmynd, hversu trúaður sem viðkomandi er, kemst utan um hugmyndafræðing alls, sé hann til.
Trú mín er sú að það sé ekki aðeins maðurinn sem gerir sér grein fyrir að sköpunin er ekki tilviljun ein, að eitthvað undur liggi á bakvið. Ég hef sagt áður hér á síðunni að hvergi hef ég komist nær Guðdómnum en úti í náttúrunni. Þar hef ég staðið agndofa yfir fegurð og tign sköpunarinnar. Ég hef upplifað íslenska sumarnótt þar sem upp rann augnablik þar sem allt hljóðnaði, fuglar og skepnur héldu niðri í sér andanum og flugnasuðið hætti. Eitthvað yfirnáttúrulega fallegt færðist yfir, heilagleiki sem ég hef ekki fundið annarsstaðar. Sköpunin að tigna skaparann og ég sjálfur bráðnaður niður í duft, einn hluti af sköpuninni, þegjandi eins og steinarnir í kring og þori varla að draga andann til að trufla ekki. Einstök upplifun sem styrkir trú mína.
Trú mín takmarkast samt af ramma mínum um Guð. Því miður. Ég vil svo gjarnan brjóta hann upp og öðlast víðari skilning. Ég er þó samt á þeim stað að gera mér grein fyrir þessari heftingu minni. Það er staðföst trú mín að Guð sé margfalt stærri en trú mín. Svolítið skondið sagt.
Bænir okkar hljóta að takmarkast við rammann okkar utan um Guð. Það, miðað við almætti Hans hlýtur þannig að takmarka allan okkar veruleika.
Ég er að nefna þetta hér í ákveðnum tilgangi og von um að einhverjir lesendur mínir hugsi um hvernig ramma þeir eiga um Guð með þeirri von að þeir sömu geri sér grein fyrir að sá rammi rúmar ekki Guðdóminn.
Þetta er líka langur formáli að aðaltilgangi þessa pistils. Mágkona mín Una Gunnarsdóttir, kona Benna bróður var að greinast með æxli, efst í hryggnum, þétt við mænuna.
Þau eru að vonum slegin og áhyggjufull. Læknar segja að um góðkynja æxli sé að ræða en skera þurfi æxlið burt. Það er á viðkvæmum stað við mænuna og aðgerð sem hún á að fara í um mánaðamótin er hættuleg.
Nú vil ég biðja lesendur mína um að líta á Guð stærri augum en gamlan hvíthærðan kall. Ég bið ykkur um að horfa á hann sem forritara ALLS, umkominn að gera hvað sem er og biðja með okkur um bata fyrir Unu.
Kraftaverk, eða (og þarna sjáið þið rammann minn) hárnákvæma stýringu á höndum læknanna þegar þeir skera æxlið burt af þessum viðkvæmasta stað líkamans.
Kærar þakkir.
Þetta er ein mynd af honum, líklega mjög algeng. Allir, kallar og kellingar eiga í huganum ramma utan um mynd af því hvernig Guð er. Allir.
Líka þeir sem segjast vera trúlausir. Þeir eiga sinn ramma utan um Guðsímyndina og reyna af megni að stroka út allt Guðlegt innan úr honum, svo boðskapur þeirra verði trúverðugri. Strangtrúaðir eiga líka sinn Guð í ramma, eitthvað víðari....en samt alltof þröngan.
Ef Guð er höfundur og skapari alls, megum við heldur betur henda rammanum okkar. Enginn rammi eða hugmynd, hversu trúaður sem viðkomandi er, kemst utan um hugmyndafræðing alls, sé hann til.
Trú mín er sú að það sé ekki aðeins maðurinn sem gerir sér grein fyrir að sköpunin er ekki tilviljun ein, að eitthvað undur liggi á bakvið. Ég hef sagt áður hér á síðunni að hvergi hef ég komist nær Guðdómnum en úti í náttúrunni. Þar hef ég staðið agndofa yfir fegurð og tign sköpunarinnar. Ég hef upplifað íslenska sumarnótt þar sem upp rann augnablik þar sem allt hljóðnaði, fuglar og skepnur héldu niðri í sér andanum og flugnasuðið hætti. Eitthvað yfirnáttúrulega fallegt færðist yfir, heilagleiki sem ég hef ekki fundið annarsstaðar. Sköpunin að tigna skaparann og ég sjálfur bráðnaður niður í duft, einn hluti af sköpuninni, þegjandi eins og steinarnir í kring og þori varla að draga andann til að trufla ekki. Einstök upplifun sem styrkir trú mína.
Trú mín takmarkast samt af ramma mínum um Guð. Því miður. Ég vil svo gjarnan brjóta hann upp og öðlast víðari skilning. Ég er þó samt á þeim stað að gera mér grein fyrir þessari heftingu minni. Það er staðföst trú mín að Guð sé margfalt stærri en trú mín. Svolítið skondið sagt.
Bænir okkar hljóta að takmarkast við rammann okkar utan um Guð. Það, miðað við almætti Hans hlýtur þannig að takmarka allan okkar veruleika.
Ég er að nefna þetta hér í ákveðnum tilgangi og von um að einhverjir lesendur mínir hugsi um hvernig ramma þeir eiga um Guð með þeirri von að þeir sömu geri sér grein fyrir að sá rammi rúmar ekki Guðdóminn.
Þetta er líka langur formáli að aðaltilgangi þessa pistils. Mágkona mín Una Gunnarsdóttir, kona Benna bróður var að greinast með æxli, efst í hryggnum, þétt við mænuna.
Þau eru að vonum slegin og áhyggjufull. Læknar segja að um góðkynja æxli sé að ræða en skera þurfi æxlið burt. Það er á viðkvæmum stað við mænuna og aðgerð sem hún á að fara í um mánaðamótin er hættuleg.
Nú vil ég biðja lesendur mína um að líta á Guð stærri augum en gamlan hvíthærðan kall. Ég bið ykkur um að horfa á hann sem forritara ALLS, umkominn að gera hvað sem er og biðja með okkur um bata fyrir Unu.
Kraftaverk, eða (og þarna sjáið þið rammann minn) hárnákvæma stýringu á höndum læknanna þegar þeir skera æxlið burt af þessum viðkvæmasta stað líkamans.
Kærar þakkir.
laugardagur, nóvember 15, 2008
Björgun heimilanna
Nú er aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar til bjargar heimilunum kominn fram. Þar er margt góðra hluta sem þessir "aumingjar, ræflar, vitleysingar" o.s.frv. gátu komið sér saman um.
Ég stel þessum fúkyrðum af síðum Morgunblaðsins í gær eftir kynningu á aðgerðaáætluninni.
Ég átti ekki orð yfir yfirlýsingagleðinni hjá borgurum sem blogguðu hver um annan þveran og skreyttu skrifin sín með svo skrautlegum fúkyrðaflaumi að sjaldséð er á prenti.
Ég gat ekki þagað við tölvuna og tautaði "fólk er fífl". Hvað sagðirðu, sagði Erlan mín, fólk er asnar, ætli einhverjir þessara sjálfskipuðu dómara geri sér minnstu grein fyrir þeirri gríðarlegu vinnu sem liggur að baki svona áætlun? Eða þeim fjölda sérfræðinga sem vinna nú hörðum höndum að koma böndum ástandið?
Skildi einhver þeirra gera sér nokkra grein fyrir þeim ógnarskýjum sem hrannast upp þegar öll Evrópuríki leggjast gegn okkur.
Þetta er sennilega fólkið sem hefur lausn á öllum hlutum en er með allt niður um sig sjálft.
Ég verð að segja að eftir því sem fram líður tek ég hærra ofan fyrir þessari ríkisstjórn. Samstarfi sem mér leist ekkert á í byrjun. Það er rekið af tveimur ólíkum sjónarmiðum en hefur tekist að vinna sem einn maður í þessum ólgusjó og afraksturinn er að líta dagsins ljós. Aðgerðaáætlun til styrktar fyrirtækjum í landinu er handan hornsins.
Ingibjörg Sólrún hefur komið mér á óvart, hún virðist mér vera réttur maður á réttum stað...svo detti mér nú allar dauðar lýs.
Bjartsýni mín ríður ekki við einteyming segja sumir. Ég tel bjartsýni mína mun raunsærri en svartsýnin sem grúfir yfir þjóðinni núna og byrgir sýn.
Við erum lítil en sterk þjóð. Smæð okkar mun hjálpa okkur núna. Við erum örhagkerfi og því þurfum við litla innspítingu til að þeyta okkur af stað. Landið ber með sér öll gæðin sem færði okkur þá velsæld sem við bjuggum við, fyrir milljarðabóluna. Þá var kaupmáttur einn sá mesti í heiminum. Íslendingar voru hamingjusamastir allra, það hafði ekki að gera með bóluna. Allt sem þarf til að rétta af skútuna er til staðar. Við höfum landsins gæði, kraft, menntun og þor.
Ég spái að með vorinu verði gruggið farið að setjast til og fólk farið að sjá glætu í myrkrinu. Þetta verður ekki áralöng áþján.
Ég stel þessum fúkyrðum af síðum Morgunblaðsins í gær eftir kynningu á aðgerðaáætluninni.
Ég átti ekki orð yfir yfirlýsingagleðinni hjá borgurum sem blogguðu hver um annan þveran og skreyttu skrifin sín með svo skrautlegum fúkyrðaflaumi að sjaldséð er á prenti.
Ég gat ekki þagað við tölvuna og tautaði "fólk er fífl". Hvað sagðirðu, sagði Erlan mín, fólk er asnar, ætli einhverjir þessara sjálfskipuðu dómara geri sér minnstu grein fyrir þeirri gríðarlegu vinnu sem liggur að baki svona áætlun? Eða þeim fjölda sérfræðinga sem vinna nú hörðum höndum að koma böndum ástandið?
Skildi einhver þeirra gera sér nokkra grein fyrir þeim ógnarskýjum sem hrannast upp þegar öll Evrópuríki leggjast gegn okkur.
Þetta er sennilega fólkið sem hefur lausn á öllum hlutum en er með allt niður um sig sjálft.
Ég verð að segja að eftir því sem fram líður tek ég hærra ofan fyrir þessari ríkisstjórn. Samstarfi sem mér leist ekkert á í byrjun. Það er rekið af tveimur ólíkum sjónarmiðum en hefur tekist að vinna sem einn maður í þessum ólgusjó og afraksturinn er að líta dagsins ljós. Aðgerðaáætlun til styrktar fyrirtækjum í landinu er handan hornsins.
Ingibjörg Sólrún hefur komið mér á óvart, hún virðist mér vera réttur maður á réttum stað...svo detti mér nú allar dauðar lýs.
Bjartsýni mín ríður ekki við einteyming segja sumir. Ég tel bjartsýni mína mun raunsærri en svartsýnin sem grúfir yfir þjóðinni núna og byrgir sýn.
Við erum lítil en sterk þjóð. Smæð okkar mun hjálpa okkur núna. Við erum örhagkerfi og því þurfum við litla innspítingu til að þeyta okkur af stað. Landið ber með sér öll gæðin sem færði okkur þá velsæld sem við bjuggum við, fyrir milljarðabóluna. Þá var kaupmáttur einn sá mesti í heiminum. Íslendingar voru hamingjusamastir allra, það hafði ekki að gera með bóluna. Allt sem þarf til að rétta af skútuna er til staðar. Við höfum landsins gæði, kraft, menntun og þor.
Ég spái að með vorinu verði gruggið farið að setjast til og fólk farið að sjá glætu í myrkrinu. Þetta verður ekki áralöng áþján.
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Ódrenglyndi...
Bjarni Harðarson opinberaði skítlegt eðli pólitíkusa. Hún er svo forug tíkin þeirra, að öllum ofbýður. Ræfilslegt plott og átti að vera nafnlaust í þokkabót. Valgerður ber mikla pólitíska ábyrgð á bankamálunum og mætti segja af sér þessvegna. Það bætir ekki lúalega aðferð Bjarna Harðarsonar, hún var lítilmannleg.
sunnudagur, nóvember 09, 2008
Sveitin og kreppan
Já, ég er grasekkjumaður þessa dagana svo ég fór til fjalla um helgina. Ætlaði að ná í nokkrar rjúpur. Þær voru annarsstaðar en ég því ég sá enga þótt gangan væri löng.... og ströng. Við gengum á Tindfjöll. Færið var afar erfitt. Frost að fara úr jörð svo maður sökk í hverju spori. Þetta var samt góð líkamsrækt. Það var gott að slaka á við kamínuna í kofanum eftir erfitt labbið. Rjúpurnar bíða betri tíma.
Ég, eins og aðrir landsmenn hugsaði heilmikið um kreppuna um helgina. Það er erfitt að horfa upp á fólk missa vinnuna sína, fyrirtæki missa verkefni og efnahag flestra bíða hnekki. Saklaust fólk út um allt verður fyrir barðinu á þessum óskapnaði. Verst þykir mér þegar eldra fólk sem hefur nurlað saman sparifé til efri áranna þarf að sjá á eftir því í þessa hýt. Þetta fólk tók lítinn þátt í veislunni, hélt í við sig og lagði fé til hliðar...til mögru áranna. Þetta er köld kveðja til þessa fólks.
Eða skólafólk sem jafnvel þarf að hætta námi því framfærslan dugir ekki lengur.
Við leitum að sökudólgum. Það er eðlilegt. Stærstu ábyrgðina bera fulltrúarnir sem við kusum yfir okkur til að stýra þjóðarskútunni. Þar sitja mennirnir sem áttu að framfylgja reglunum sem við búum við. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórn eru aðilarnir sem þarf að krefja svara, jafnvel frekar en útrásarliðið sem lék sér með fjármagnið, þeir gerðu það í skjóli þessara yfirvalda.
Samt er það síðasta sem mér dettur í hug að bera blak af útrásarliðinu. Mér eins og flestum svíður að verða vitni að öllu sukkinu og svínaríinu. Þeir nýttu sér frjálsræðið langt út fyrir allt siðgæði.
Það er samt enn verra að sjá þá sem áttu að fylgja eftir settum reglum, því reglurnar eru til, sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er fólkið sem á að sæta ábyrgð, ekki síður en útrásarliðið, að ég tali nú um fólkið í landinu, sem ber ábyrgð sína með því að stefna lóðbeint á hausinn.
Ég, eins og aðrir landsmenn hugsaði heilmikið um kreppuna um helgina. Það er erfitt að horfa upp á fólk missa vinnuna sína, fyrirtæki missa verkefni og efnahag flestra bíða hnekki. Saklaust fólk út um allt verður fyrir barðinu á þessum óskapnaði. Verst þykir mér þegar eldra fólk sem hefur nurlað saman sparifé til efri áranna þarf að sjá á eftir því í þessa hýt. Þetta fólk tók lítinn þátt í veislunni, hélt í við sig og lagði fé til hliðar...til mögru áranna. Þetta er köld kveðja til þessa fólks.
Eða skólafólk sem jafnvel þarf að hætta námi því framfærslan dugir ekki lengur.
Við leitum að sökudólgum. Það er eðlilegt. Stærstu ábyrgðina bera fulltrúarnir sem við kusum yfir okkur til að stýra þjóðarskútunni. Þar sitja mennirnir sem áttu að framfylgja reglunum sem við búum við. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og ríkisstjórn eru aðilarnir sem þarf að krefja svara, jafnvel frekar en útrásarliðið sem lék sér með fjármagnið, þeir gerðu það í skjóli þessara yfirvalda.
Samt er það síðasta sem mér dettur í hug að bera blak af útrásarliðinu. Mér eins og flestum svíður að verða vitni að öllu sukkinu og svínaríinu. Þeir nýttu sér frjálsræðið langt út fyrir allt siðgæði.
Það er samt enn verra að sjá þá sem áttu að fylgja eftir settum reglum, því reglurnar eru til, sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er fólkið sem á að sæta ábyrgð, ekki síður en útrásarliðið, að ég tali nú um fólkið í landinu, sem ber ábyrgð sína með því að stefna lóðbeint á hausinn.
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Tækifæri 2
Þeir voru brattir þremenningarnir sem stofnuðu verktakafyrirtæki í síðustu viku. Þeir eru ákveðnir í að nota sér kreppuna til að hjálpa sér að hlaða sterkan grunn til að byggja ofan á. Ekki vitlaust.
Því hefur oft verið haldið fram að fyrirtæki sem vaxa upp á samdráttarskeiði séu á sterkari stoðum reist en þau sem spretta upp á þenslutímum. Ástæðan er einföld. Kreppufyrirtæki verður að reka vel til að það lifi. Hafa verður fyrir rekstrinum. Það getur verið erfitt að afla viðskiptavina, verð eru lægri á krepputímum og það er erfiðara um fjármagn. Það má því segja að þeim sem tekst að reka fyrirtæki í kreppu muni ganga betur en öðrum þegar betur árar.
Þetta sést svolítið í raunveruleikanum núna. Ótal fyrirtæki spruttu upp í þenslunni. Endalaus eftirspurn var eftir vörum sem fólki var talið trú um að því vantaði. Lítið þurfti að hafa fyrir öflun viðskiptavina og fyrirtækin belgdust út ásamt eigendum sínum sem nánast gátu leikið sér árið um kring og látið aðra um vinnuna. Ekkert mál var að fá fjármagn. Lán eins og hver gat í sig troðið. Lífið var leikur... laxveiðar og lúxus á öllum sviðum. Í dag kemur svo nakinn og andstyggilega kaldur veruleikinn í ljós. Íburðurinn, fríin, laxveiðarnar og flottu bílarnir var tálsýn, undirstaðan var sápukúla. Lánin sem svo auðvelt var að afla eru orðin yfirbygging sem ógerningur er að standa undir.
Ótal fyrirtæki munu rúlla. Fyrirtæki á ýmsum sviðum. Líkt og þremenningarnir sjá, verða tækifæri vítt og breytt um hinn breiða markað viðskiptanna. Fólk sem hefur hugmyndir og þor til að framkvæma þær ætti að skoða núna hvort ekki sé rétti tíminn til að setja sig í stellingar. Ekki bara sjálfs sín vegna heldur þarfnast þjóðfélagið fólks sem horfir yfir vandræðaganginn, fólks sem getur litið framtíðina björtum augum þótt gruggið varni sýn í augnablikinu. Fólks sem sér að þetta ástand varir ekki að eilífu. Fólks sem gerir sér grein fyrir að við höfum séð það svartara sem þjóð en risið teinrétt upp úr því aftur. Og ekki síst fólks sem getur gengið á undan með fordæmi sem sýna að veröldin er góð þótt ekki sé lifað við endalausan lúxus.
Himininn er ekki hruninn ungi litli.
Því hefur oft verið haldið fram að fyrirtæki sem vaxa upp á samdráttarskeiði séu á sterkari stoðum reist en þau sem spretta upp á þenslutímum. Ástæðan er einföld. Kreppufyrirtæki verður að reka vel til að það lifi. Hafa verður fyrir rekstrinum. Það getur verið erfitt að afla viðskiptavina, verð eru lægri á krepputímum og það er erfiðara um fjármagn. Það má því segja að þeim sem tekst að reka fyrirtæki í kreppu muni ganga betur en öðrum þegar betur árar.
Þetta sést svolítið í raunveruleikanum núna. Ótal fyrirtæki spruttu upp í þenslunni. Endalaus eftirspurn var eftir vörum sem fólki var talið trú um að því vantaði. Lítið þurfti að hafa fyrir öflun viðskiptavina og fyrirtækin belgdust út ásamt eigendum sínum sem nánast gátu leikið sér árið um kring og látið aðra um vinnuna. Ekkert mál var að fá fjármagn. Lán eins og hver gat í sig troðið. Lífið var leikur... laxveiðar og lúxus á öllum sviðum. Í dag kemur svo nakinn og andstyggilega kaldur veruleikinn í ljós. Íburðurinn, fríin, laxveiðarnar og flottu bílarnir var tálsýn, undirstaðan var sápukúla. Lánin sem svo auðvelt var að afla eru orðin yfirbygging sem ógerningur er að standa undir.
Ótal fyrirtæki munu rúlla. Fyrirtæki á ýmsum sviðum. Líkt og þremenningarnir sjá, verða tækifæri vítt og breytt um hinn breiða markað viðskiptanna. Fólk sem hefur hugmyndir og þor til að framkvæma þær ætti að skoða núna hvort ekki sé rétti tíminn til að setja sig í stellingar. Ekki bara sjálfs sín vegna heldur þarfnast þjóðfélagið fólks sem horfir yfir vandræðaganginn, fólks sem getur litið framtíðina björtum augum þótt gruggið varni sýn í augnablikinu. Fólks sem sér að þetta ástand varir ekki að eilífu. Fólks sem gerir sér grein fyrir að við höfum séð það svartara sem þjóð en risið teinrétt upp úr því aftur. Og ekki síst fólks sem getur gengið á undan með fordæmi sem sýna að veröldin er góð þótt ekki sé lifað við endalausan lúxus.
Himininn er ekki hruninn ungi litli.
þriðjudagur, október 28, 2008
Tækifæri
Nú snýst öll umræðan um kreppu. Allir eru uppteknir af krepputali. Allir hafa skoðanir á „þeim“ sem ollu kreppunni. Þessum fáu köllum sem skuldsettu þjóðina með þvílíkum afleiðingum. Krepputalið snýst um tvo póla „Við“ og „þeir“ Ég skynja reiði fólks í garð „útrásarvíkinganna“ svokölluðu. Þeir tóku milljarðana að láni sem eru að sliga okkur núna..... Fíflin.
Það er samt skondið að hlusta á þetta. Því að flestir sem taka til máls þyrftu að taka sér spegil í hönd.... og skoða sjálfa sig. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir dönsuðu stríðsdansinn með þeim. Milljarðarnir sem þeir tóku að láni voru nefnilega ekki bara í þeirra staupi. Margir milljarðar runnu í veski venjulegs almúgafólks sem hélt að það væri ríkt af því að það var auðvelt að fá í glasið. Landsmenn flestir staupuðu sig með þeim og tóku þátt í partíinu af lífs og sálar kröftum, út á krít. Og það var drukkið þangað til flaskan var þurr. Um það vitnar lífsstíll langt umfram efni. Nýir bílar allstaðar og flottu húsin út um allan bæ.
Nei timburmennirnir eru ekki bara útrásarvíkinganna. Þeir eru höfuðverkur margra um þessar mundir. Það er gott til þess að hugsa að timburmenn lagast. Líka þessir. Vandinn er að hugsa jákvætt og í lausnum. Kreppan ber nefnilega í sér mörg tækifæri. Ég get fullyrt að það eru fleiri viðskiptatækifæri núna en verið hafa í fjöldamörg ár. Það er líka upplagt að nota þessi tímamót til að breyta um lífsstíl. Hætta að drekka (kreppuvaldandi yfirdrætti og kortaskuldir) og taka upp heimilissiði sem hafa haldið gildi sínu um aldir. Hagsýni og nægjusemi ásamt guðhræðslu.... það er gróðavegur.
Og... hugsa í lausnum...hugsa í lausnum ...hugsa í lausnum.
Þegar þú ferð í brimbrettabrun og aldan kemur á móti þér geturðu annaðhvort gripið ölduna og látið hana bera þig að landi eða látið hana færa þig í kaf. Rístu upp úr vandamálunum og snúðu þeim í sigur, frekar en að láta þau kaffæra þig.
Það er samt skondið að hlusta á þetta. Því að flestir sem taka til máls þyrftu að taka sér spegil í hönd.... og skoða sjálfa sig. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir dönsuðu stríðsdansinn með þeim. Milljarðarnir sem þeir tóku að láni voru nefnilega ekki bara í þeirra staupi. Margir milljarðar runnu í veski venjulegs almúgafólks sem hélt að það væri ríkt af því að það var auðvelt að fá í glasið. Landsmenn flestir staupuðu sig með þeim og tóku þátt í partíinu af lífs og sálar kröftum, út á krít. Og það var drukkið þangað til flaskan var þurr. Um það vitnar lífsstíll langt umfram efni. Nýir bílar allstaðar og flottu húsin út um allan bæ.
Nei timburmennirnir eru ekki bara útrásarvíkinganna. Þeir eru höfuðverkur margra um þessar mundir. Það er gott til þess að hugsa að timburmenn lagast. Líka þessir. Vandinn er að hugsa jákvætt og í lausnum. Kreppan ber nefnilega í sér mörg tækifæri. Ég get fullyrt að það eru fleiri viðskiptatækifæri núna en verið hafa í fjöldamörg ár. Það er líka upplagt að nota þessi tímamót til að breyta um lífsstíl. Hætta að drekka (kreppuvaldandi yfirdrætti og kortaskuldir) og taka upp heimilissiði sem hafa haldið gildi sínu um aldir. Hagsýni og nægjusemi ásamt guðhræðslu.... það er gróðavegur.
Og... hugsa í lausnum...hugsa í lausnum ...hugsa í lausnum.
Þegar þú ferð í brimbrettabrun og aldan kemur á móti þér geturðu annaðhvort gripið ölduna og látið hana bera þig að landi eða látið hana færa þig í kaf. Rístu upp úr vandamálunum og snúðu þeim í sigur, frekar en að láta þau kaffæra þig.
laugardagur, október 25, 2008
Föðursystir mín...
...Margrét Guðnadóttir lést í gær eftir langa baráttu við hvítblæði. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi í veikindum sínum, svo aðdáunarvert var.
Ég votta fjölskyldu og vinum, mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Ég votta fjölskyldu og vinum, mínar dýpstu samúðarkveðjur.
þriðjudagur, október 21, 2008
Helgin...
...leið gríðarlega hratt. Við bræðurnir vorum við veiðar. Veiddum vel að vanda, lax og fugl. Veiðar eru afar hollt áhugamál sem endurnærir andann og sálina. Það er hressandi að vesenast um móa og mel í leit að bráð (mat). Kreppan og vandamál heimsins voru alveg víðsfjarri okkur. Þannig var líka um fuglana og fiskana og allt líf náttúrunnar. Kreppan er mannanna verk, byggð á hruni spilaborgar, falsettu sem allt snerist orðið um. Mammón í veldi sínu. Virðist fallvalt.
Lífið heldur áfram, ekkert hefur breyst....nema kerfið sem heldur peningavélinni gangandi.
Verst er að við og komandi kynslóðir þurfum að borga fylleríið.
Það var gott að koma heim eftir veiðarnar. Erlan hafði það notalegt heima á meðan, ein, en leiddist það ekki. Enda getur verið gott, og raunar nauðsynlegt, að vera stundum einn með sjálfum sér, þ.e. ef manni leiðist maður ekki.
Við erum að selja hornsófann okkar úr kofanum (myndir á Erlu bloggi). Ef þið vitið um einhvern sem vantar góðan svefn hornsófa, hringið í mig.
Lexor keyrir enn á fullu afli. Verkefnin hafa sum verið blásin af, en önnur komið í staðinn.
Það hlýtur að vera Guðs blessun þegar flestum vantar verkefni. Veturinn getur orðið strembinn, nema þetta haldi svona áfram....hver veit.
Njótið daganna..... þeir eru góðir, þrátt fyrir kreppu.
Lífið heldur áfram, ekkert hefur breyst....nema kerfið sem heldur peningavélinni gangandi.
Verst er að við og komandi kynslóðir þurfum að borga fylleríið.
Það var gott að koma heim eftir veiðarnar. Erlan hafði það notalegt heima á meðan, ein, en leiddist það ekki. Enda getur verið gott, og raunar nauðsynlegt, að vera stundum einn með sjálfum sér, þ.e. ef manni leiðist maður ekki.
Við erum að selja hornsófann okkar úr kofanum (myndir á Erlu bloggi). Ef þið vitið um einhvern sem vantar góðan svefn hornsófa, hringið í mig.
Lexor keyrir enn á fullu afli. Verkefnin hafa sum verið blásin af, en önnur komið í staðinn.
Það hlýtur að vera Guðs blessun þegar flestum vantar verkefni. Veturinn getur orðið strembinn, nema þetta haldi svona áfram....hver veit.
Njótið daganna..... þeir eru góðir, þrátt fyrir kreppu.
laugardagur, október 11, 2008
miðvikudagur, október 08, 2008
Kreppufjármál
Við Erla ætlum að fara af stað með lítinn hóp fólks gagngert til að ræða fjármál heimilisins. Til að byrja með verður þetta heima hjá okkur, ein kvöldstund. Við ætlum að fara í nokkur undirstöðuatriði varðandi fjármál, m.a. ætlum við skoða hvernig best er að stýra útgjöldum heimilisins. Við ætlum að ræða með hvaða hætti er best að grípa í taumana ef stefnir í óefni. Við munum skoða áætlanagerð í því sambandi.
Við munum benda á leiðir til verulegs sparnaðar án þess að skerða lífsgæði að neinu marki og skoða í leiðinni hversu neyslulán geta verið hættuleg fjölskyldunni. Við ætlum líka að skoða hvernig maður varðveitir sálartetrið okkar og barnanna okkar í gegnum fjármálalegar þrengingar.
Og síðast en ekki síst ætlum við að skoða hver er besti fjármálastjóri heimilisins (mjög lógískt atriði)
Til að gæta forvitnisvarna bið ég þá sem hafa áhuga á að vera með, að hringja í mig í síma 8212929 eða Erlu í síma 8218313. Nafnleyndar verður gætt.
Dagsetning er ekki alveg klár en þetta verður mjög fljótlega.
Njótið daganna, þeir eru þrátt fyrir allt góðir......
Við munum benda á leiðir til verulegs sparnaðar án þess að skerða lífsgæði að neinu marki og skoða í leiðinni hversu neyslulán geta verið hættuleg fjölskyldunni. Við ætlum líka að skoða hvernig maður varðveitir sálartetrið okkar og barnanna okkar í gegnum fjármálalegar þrengingar.
Og síðast en ekki síst ætlum við að skoða hver er besti fjármálastjóri heimilisins (mjög lógískt atriði)
Til að gæta forvitnisvarna bið ég þá sem hafa áhuga á að vera með, að hringja í mig í síma 8212929 eða Erlu í síma 8218313. Nafnleyndar verður gætt.
Dagsetning er ekki alveg klár en þetta verður mjög fljótlega.
Njótið daganna, þeir eru þrátt fyrir allt góðir......
mánudagur, október 06, 2008
Þeir.....
....lokuðu allavega á viðskipti með bréf í bönkunum. Þetta var nú meiri dagurinn svo ekki sé meira sagt. Sýnist ég hafa haft rétta tilfinningu fyrir þessu í morgun..!
Nú gildir sem aldrei fyrr hið fornkveðna. "Guðhræðsla samfara nægjusemi er mikill gróðavegur"
Besta sem hægt er að gera nú er að halda ró sinni, spara, vera nægjusamur og njóta þess sem krepputíð hefur upp á að bjóða, blákalt.
Nú gildir sem aldrei fyrr hið fornkveðna. "Guðhræðsla samfara nægjusemi er mikill gróðavegur"
Besta sem hægt er að gera nú er að halda ró sinni, spara, vera nægjusamur og njóta þess sem krepputíð hefur upp á að bjóða, blákalt.
Ef....
...ég væri forstjóri Kauphallarinnar myndi ég hafa hana lokaða í dag. Þetta verður svartur fjármálamánudagur sýnist mér.....!
sunnudagur, október 05, 2008
Erla Rakel Björnsdóttir...
...er fædd. Það var þreytt en yfir sig stolt og ánægð nýbökuð móðir sem hringdi áðan í okkur og tilkynnti nýjan fjölskyldumeðlim.
Ég er hér með orðinn sjöfaldur afi og tek við þeim titli með yfirmáta þakklæti í hjarta og óska nýbökuðu foreldrunum innilega til hamingju með litlu fallegu stúlkuna þeirra sem ber þetta fallega nafn.
Þetta tilkynnir hrærður afinn.........
Hér er komin mynd af litlu hamingjusömu fjölskyldunni.
Ég bið þeim ríkulegrar blessunar Guðs.
Ég er hér með orðinn sjöfaldur afi og tek við þeim titli með yfirmáta þakklæti í hjarta og óska nýbökuðu foreldrunum innilega til hamingju með litlu fallegu stúlkuna þeirra sem ber þetta fallega nafn.
Þetta tilkynnir hrærður afinn.........
Hér er komin mynd af litlu hamingjusömu fjölskyldunni.
Ég bið þeim ríkulegrar blessunar Guðs.
mánudagur, september 29, 2008
Fallvaltur auður
Svona eru heimsins gæði. Milljarðar gufa upp eins og vatnsdropi á sjóðheitri pönnu. Ástandið í heiminum (fjármála) er ótrúlegt. Íslenska fjármálakreppan ætlar að verða litríkari en maður hélt. Glitnir á hausinn, hvað næst? Kemst samt ekki hjá þeirri hugsun að ráðstöfun Seðlabankans gæti verið einn á túlann hans Jóns Ásgeirs með kveðju frá Dabba kóngi. Svona rétt til að minna á hver ræður. Jón Ásgeir tapar sennilega mest allra á þessu.
Pólitísk refskák held ég.
Pólitísk refskák held ég.
sunnudagur, september 21, 2008
Krepputal og fleira
Lífið heldur áfram hjá okkur hér við ána. Litir náttúrunnar bera vitni um árstíðina sem tók við af sumrinu. Haustið hér er fallegt. Græni liturinn er farinn að víkja fyrir gullnum og rauðum litum haustsins. Áin er í nokkrum ham núna enda mikið búið að rigna. Hún gleður alltaf augað, þótt hún skipti skapi.
Rigningin er góð, vatnið er blessun sem við gerum okkur ekki grein fyrir. Það opnaði svolítið fyrir mér augun að koma á skraufþurran stað eins og eyðimörkina Egyptaland og sjá hvað vatnið er ótrúlegur lífgjafi. Stundum finnst manni samt nóg um. Það væri sanngjarnara að blanda þessu svolítið meira, hrista saman veðrakerfin og senda þeim smá gusur suðureftir og fá sólarskammt í staðinn.
Dætur okkar Hrund og Arna eru að leggja land (loft) undir fót. Þær eru á leið til Toronto í Kanada. Þar er kristilegt mót sem þær ætla að dvelja á í vikutíma. Við Erla verðum með litlu dætur Örnu á meðan. Í Toronto eru miklar hræringar í gangi. Hlutir sem margir kristnir (þar á meðal ég) hafa sett spurningamerki við. Ég hef hinsvegar verið að skoða þessa hluti ásamt minni heittelskuðu. Við höfum færst nær einhverri niðurstöðu. Það er greinilega vakning meðal kristinna og nýir vindar blása. Sumt hef ég ekki skýringu á, annað er augljóst t.d. ljósdoppurnar á ljósmyndum, ég næ alls ekki hversvegna því er ekki hent út, heyri marga ennþá tala um þetta sem engla. Ætla ekki að setja á prent hvað mér finnst um það.
Allt um það þá virðist vera hræring í gangi sem er vel þess virði að skoða... vandlega. Kirkjumenning okkar er svo fastmótuð að það getur reynst mörgum erfitt að meðtaka nýja hluti. Þetta fellur sennilega undir dæmisögu Krists um vínið og belgina. Maður setur ekki nýtt vín á gamla belgi því þeir springa.... nýtt vín á nýja belgi segir ritningin...!
Það er svo kannski spurningamerki hver er nýr og hver er gamall belgur. Ég er allavega með belg, svo mikið er víst, þarf bara að finna út hversu mikið er farið að slá í hann.
....Hvað sem um þetta allt má segja hef ég slakað allmikið á handbremsunni, vitandi að Guð er auðvitað miklu stærri en ramminn sem ég hef smíðað kringum hann í huga mínum.
Kreppan margumtalaða sem öllu tröllríður þessa dagana hefur blessunarlega ekki komið mikið við okkur hér við ána. Okkar kreppuár eru vonandi að baki. Sú blessun hefur fallið mér í skaut að hafa nóg að gera, bæði í smíðunum og lögfræðinni. Lexor hefur ekki skort verkefni í einn dag og virðist af nógu að taka þrátt fyrir tal um annað. Sjáum hvað setur.
Ég heyrði útundan mér um daginn að þeir sem ekki tóku þátt í fylleríi þenslunnar séu ekki með krepputimburmenn núna. Fannst þetta athyglisverð setning og verð umhugsunar. Samt blasir við að þó fólk geti sjálfu sér um kennt þá eru sjálfskaparvítin ekkert betri en önnur víti.
Við hjónin höfum hugsað mikið um hvernig hægt sé að hjálpa fólki sem nú er spriklandi í hengingaról mammons. Gríðarleg fjölgun aðfararbeiðna liggja fyrir sýslumönnum og ljóst að fólk og fyrirtæki stefna mörg í gjaldþrot. Við höfum gengið í gegnum þennan dimma dal sem gjaldþrot er og tekið út refsinguna sem samfélagið leggur á mann í kjölfarið, að teljast annars flokks þegn sem ekki er treystandi og vera á svörtum lista lánastofnana. Við finnum því vel fyrir sársaukanum sem fólk engist í þessa dagana.
Ég veit að hvorki við eða einhverjir aðrir eigum einhverja skyndilausn sem bjargar öllu, en kannski eigum við í reynslubankanum innistæðu sem væri lag að taka út núna og leggja á borð fyrir þá sem þurfa á að halda. Það er hugsanlegt að koma megi í veg fyrir gjaldþrot ef nógu snemma er gripið inn í aðstæður. Eins þarf kannski að kenna sumum, ef gjaldþrot er óumflýjanlegt, að það er til líf eftir gjaldþrot.
Bara hugmynd.
Ætlum að skreppa aðeins austur á Föðurland á eftir......
Rigningin er góð, vatnið er blessun sem við gerum okkur ekki grein fyrir. Það opnaði svolítið fyrir mér augun að koma á skraufþurran stað eins og eyðimörkina Egyptaland og sjá hvað vatnið er ótrúlegur lífgjafi. Stundum finnst manni samt nóg um. Það væri sanngjarnara að blanda þessu svolítið meira, hrista saman veðrakerfin og senda þeim smá gusur suðureftir og fá sólarskammt í staðinn.
Dætur okkar Hrund og Arna eru að leggja land (loft) undir fót. Þær eru á leið til Toronto í Kanada. Þar er kristilegt mót sem þær ætla að dvelja á í vikutíma. Við Erla verðum með litlu dætur Örnu á meðan. Í Toronto eru miklar hræringar í gangi. Hlutir sem margir kristnir (þar á meðal ég) hafa sett spurningamerki við. Ég hef hinsvegar verið að skoða þessa hluti ásamt minni heittelskuðu. Við höfum færst nær einhverri niðurstöðu. Það er greinilega vakning meðal kristinna og nýir vindar blása. Sumt hef ég ekki skýringu á, annað er augljóst t.d. ljósdoppurnar á ljósmyndum, ég næ alls ekki hversvegna því er ekki hent út, heyri marga ennþá tala um þetta sem engla. Ætla ekki að setja á prent hvað mér finnst um það.
Allt um það þá virðist vera hræring í gangi sem er vel þess virði að skoða... vandlega. Kirkjumenning okkar er svo fastmótuð að það getur reynst mörgum erfitt að meðtaka nýja hluti. Þetta fellur sennilega undir dæmisögu Krists um vínið og belgina. Maður setur ekki nýtt vín á gamla belgi því þeir springa.... nýtt vín á nýja belgi segir ritningin...!
Það er svo kannski spurningamerki hver er nýr og hver er gamall belgur. Ég er allavega með belg, svo mikið er víst, þarf bara að finna út hversu mikið er farið að slá í hann.
....Hvað sem um þetta allt má segja hef ég slakað allmikið á handbremsunni, vitandi að Guð er auðvitað miklu stærri en ramminn sem ég hef smíðað kringum hann í huga mínum.
Kreppan margumtalaða sem öllu tröllríður þessa dagana hefur blessunarlega ekki komið mikið við okkur hér við ána. Okkar kreppuár eru vonandi að baki. Sú blessun hefur fallið mér í skaut að hafa nóg að gera, bæði í smíðunum og lögfræðinni. Lexor hefur ekki skort verkefni í einn dag og virðist af nógu að taka þrátt fyrir tal um annað. Sjáum hvað setur.
Ég heyrði útundan mér um daginn að þeir sem ekki tóku þátt í fylleríi þenslunnar séu ekki með krepputimburmenn núna. Fannst þetta athyglisverð setning og verð umhugsunar. Samt blasir við að þó fólk geti sjálfu sér um kennt þá eru sjálfskaparvítin ekkert betri en önnur víti.
Við hjónin höfum hugsað mikið um hvernig hægt sé að hjálpa fólki sem nú er spriklandi í hengingaról mammons. Gríðarleg fjölgun aðfararbeiðna liggja fyrir sýslumönnum og ljóst að fólk og fyrirtæki stefna mörg í gjaldþrot. Við höfum gengið í gegnum þennan dimma dal sem gjaldþrot er og tekið út refsinguna sem samfélagið leggur á mann í kjölfarið, að teljast annars flokks þegn sem ekki er treystandi og vera á svörtum lista lánastofnana. Við finnum því vel fyrir sársaukanum sem fólk engist í þessa dagana.
Ég veit að hvorki við eða einhverjir aðrir eigum einhverja skyndilausn sem bjargar öllu, en kannski eigum við í reynslubankanum innistæðu sem væri lag að taka út núna og leggja á borð fyrir þá sem þurfa á að halda. Það er hugsanlegt að koma megi í veg fyrir gjaldþrot ef nógu snemma er gripið inn í aðstæður. Eins þarf kannski að kenna sumum, ef gjaldþrot er óumflýjanlegt, að það er til líf eftir gjaldþrot.
Bara hugmynd.
Ætlum að skreppa aðeins austur á Föðurland á eftir......
laugardagur, ágúst 30, 2008
Nokkur orð í minningu mömmu
Það var bjartur morgunn með fyrirheit um góðan dag. Vindur lék í laufi trjánna í fallegum garði Vífilsstaða. Sólin reis í austri, þetta reyndist vera síðasta sólarupprásin í lífi móður minnar. Mamma átti orðið afkomendur á níunda tug. Allir vildu þeir svo gjarnan geta snúið við stundaglasi hennar sem tæmdist að Vífilsstöðum þennan morgun og fá að hafa hana lengur. En ekkert megnar að snúa við stundaglasi lífsins. Tíma okkar hér á jörð lýkur einn daginn og ekkert fær því breytt.
Eftir standa minningar. Minningar um „stóra“ konu sem fór frá okkur í litlum líkama. Konu sem gaf okkur allt sem hún átti, konu sem alltaf var skjöldur og hlíf, konu sem var okkur betri en best og stærri en stærst að innræti.
Konu sem sleit barnsskónum á vestfirskri grund varð síðan húsfrú og móðir átta barna í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hún varð þetta stóra nafn “Mamma” sem leit á það sem æðsta hlutverk sitt að annast og umvefja.
Mamma var alltaf til staðar með vökul augu yfir velferð barna sinna. Klettur í hafi þegar gaf á bátinn. Lét sig alltaf varða um velferð annarra. Heillynd og sjálfri sér trú. Hreinskilin um menn og málefni og taldi sannleikann alltaf sagna bestan hvort sem undan sveið eða ekki.
Mamma lifði sínu trúarlífi á þann hátt að prédikun hennar situr eftir í hjörtum okkar sem eftir lifum. Prédikun sem sjaldnast var sett fram í orðum, heldur með verkum. Falslaus eins og dúfa en gat hvesst sig ef henni fannst hún eða börn hennar órétti beitt.
Mamma hafði aldrei góða sjón og síðustu árin var hún blind. Það breytti ekki þessu rótgróna innræti hennar eða móðurlegri umhyggju. Hún gerði alltaf eins og hún gat.
Líf hennar er okkur sem eftir lifum til eftirbreytni. Arfleifð hennar er okkar sómi.
Þegar sól rann þennan dag, var mamma farin í sína hinstu ferð. Þarna voru leiðarlok og við höfðum fengið tækifæri til að kveðja hana. Sólarlagið skartaði sínu fegursta og minnti okkur á að lífið heldur áfram og nýr dagur rís aftur að morgni.
Ég drúpi höfði í virðingu fyrir mömmu minni, þessari mikilfenglegu íslensku konu og er fullur þakklætis fyrir líf hennar.
Takk fyrir... mamma.
Minningargrein, birt í Mbl. 29 ágúst 2008
Eftir standa minningar. Minningar um „stóra“ konu sem fór frá okkur í litlum líkama. Konu sem gaf okkur allt sem hún átti, konu sem alltaf var skjöldur og hlíf, konu sem var okkur betri en best og stærri en stærst að innræti.
Konu sem sleit barnsskónum á vestfirskri grund varð síðan húsfrú og móðir átta barna í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Hún varð þetta stóra nafn “Mamma” sem leit á það sem æðsta hlutverk sitt að annast og umvefja.
Mamma var alltaf til staðar með vökul augu yfir velferð barna sinna. Klettur í hafi þegar gaf á bátinn. Lét sig alltaf varða um velferð annarra. Heillynd og sjálfri sér trú. Hreinskilin um menn og málefni og taldi sannleikann alltaf sagna bestan hvort sem undan sveið eða ekki.
Mamma lifði sínu trúarlífi á þann hátt að prédikun hennar situr eftir í hjörtum okkar sem eftir lifum. Prédikun sem sjaldnast var sett fram í orðum, heldur með verkum. Falslaus eins og dúfa en gat hvesst sig ef henni fannst hún eða börn hennar órétti beitt.
Mamma hafði aldrei góða sjón og síðustu árin var hún blind. Það breytti ekki þessu rótgróna innræti hennar eða móðurlegri umhyggju. Hún gerði alltaf eins og hún gat.
Líf hennar er okkur sem eftir lifum til eftirbreytni. Arfleifð hennar er okkar sómi.
Þegar sól rann þennan dag, var mamma farin í sína hinstu ferð. Þarna voru leiðarlok og við höfðum fengið tækifæri til að kveðja hana. Sólarlagið skartaði sínu fegursta og minnti okkur á að lífið heldur áfram og nýr dagur rís aftur að morgni.
Ég drúpi höfði í virðingu fyrir mömmu minni, þessari mikilfenglegu íslensku konu og er fullur þakklætis fyrir líf hennar.
Takk fyrir... mamma.
Minningargrein, birt í Mbl. 29 ágúst 2008
föstudagur, ágúst 15, 2008
Andlát
sunnudagur, júlí 27, 2008
Sem endranær....
....var helgin hlaðin skemmtilegheitum. Föstudeginum var varið í 6 ára afmæli elsta barnabarnsins okkar Daníu Rutar. Hún er því að fara í skóla í haust. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga barnabörn sem eru að fara í skóla. Það er svo stutt síðan okkar dætur stigu fyrstu sporin sín í skóla. Við Erla vorum að rifja þetta upp í gærkvöldi, þá komin á Föðurlandið.
Við ákváðum að þeysast á fáknum austur í góða veðrinu. Það er alltaf jafngaman. Við vorum þar í nótt og nýttum svo daginn í dag í hjólatúr.
Húsið við ána hefur enn þetta gríðarlega aðdráttarafl á okkur. Við erum alltaf jafn ánægð hér og líður stórkostlega, enda ekki hægt annað.
Við ákváðum að þeysast á fáknum austur í góða veðrinu. Það er alltaf jafngaman. Við vorum þar í nótt og nýttum svo daginn í dag í hjólatúr.
Fórum m.a í Skálholt, kíktum á minningarreitinn hans Jóns Arasonar þar sem hann var hálshöggvinn árið 1550 ásamt sonum sínum. Ég minntist þess að hafa skoðað þennan reit þegar ég var barn með pabba og mömmu þrátt fyrir að ferðalög hafi verið fátíð í þá daga.
Veðrið lék við okkur og við stoppuðum vítt og breitt. Við tókum ákvörðun um að fara hringinn á næsta ári, hjólandi. Það verður snilld. Lítill farangur, aðeins það nauðsynlegasta verður með í för. Gist í bændagistingum kringum landið. Þetta verður kannski 10 til 12 daga ferð. Verð að segja að ég hlakka strax til.
Vinna framundan og svo verslunarmannahelgi. Kofinn verður ekki íveruhæfur fyrir helgina. Það verður að hafa það. Við keyrum bara heim á kvöldin, ekki svo langt að fara, enda “hálfnuð í sveitina heima hjá okkur” eins og ein frænka mín komst svo skemmtilega að orði þegar við fluttum á Selfoss.
Veðrið lék við okkur og við stoppuðum vítt og breitt. Við tókum ákvörðun um að fara hringinn á næsta ári, hjólandi. Það verður snilld. Lítill farangur, aðeins það nauðsynlegasta verður með í för. Gist í bændagistingum kringum landið. Þetta verður kannski 10 til 12 daga ferð. Verð að segja að ég hlakka strax til.
Vinna framundan og svo verslunarmannahelgi. Kofinn verður ekki íveruhæfur fyrir helgina. Það verður að hafa það. Við keyrum bara heim á kvöldin, ekki svo langt að fara, enda “hálfnuð í sveitina heima hjá okkur” eins og ein frænka mín komst svo skemmtilega að orði þegar við fluttum á Selfoss.
Húsið við ána hefur enn þetta gríðarlega aðdráttarafl á okkur. Við erum alltaf jafn ánægð hér og líður stórkostlega, enda ekki hægt annað.
Sólarlagið var stórkostlegt á Fitinni í gærkvöldi, vantaði myndavélina mína en tók nokkrar á símann minn. Ein komin á Flikr síðuna.....
sunnudagur, júlí 20, 2008
“Láttu mig bara í friði”
Ég átti hálfan dag í veiði í þverá í Fljótshlíð. Það er gaman að veiða þarna. Í gamla daga var aldrei lax í þverá, bara stöku staðbundinn urriði og einstöku sjóbirtingur á haustin. Núna er búið að rækta lax í ánni. Það er því svolítið skrítið að veiða lax þarna.
Ég setti í tvo laxa og náði báðum. Báðir nýrunnir, annar meira að segja lúsugur sem segir að hann hefur ekki verið lengur en tvo til þrjá daga í ánni.
Hansi kveikti svona í mér, hann fékk einn 18 pundara nokkrum dögum á undan. Mínir voru ca 6 punda, fínir matfiskar og gaman að veiða þá.
Ég ásamt Hlyn og Karlott vorum í Þórisvatni í síðustu viku. Þar var yndislegt að vera eins og fyrri daginn. Öræfin heilla mig. Íslensk eyðimörk en samt full af lífi. Ég saknaði vælsins í Himbrimanum. Það hefur verið árvisst við veiðar þarna að Himbriminn vælir í kyrrðinni á kvöldin og næturnar. Það er í mínum huga einhvernveginn tákn öræfanna, fjallavatna. Reyndar getur svanasöngur á heiðum haft sömu áhrif á mig.
Við veiddum mun minna en venjulega. Ég kenni því um að við vorum mánuði seinna á ferðinni en vant er. Gamall maður sem ég hitti einu sinni við þórisvatn, hafði stundað vatnið í áratugi sagði mér að veiðin væri best á vorin svo smá minnkaði hún fram á haust.
Fengum samt ágætis afla.
Við brugðum út af venjunni og kíktum í annað vatn, Fellsendavatn. Þar er silungurinn mun stærri og talsvert af honum. Ég veiddi einn þar nær 5 pundum. Gríðarlega sterkur og skemmtilegur fiskur. Alveg eins og veiðivatnasilungurinn, rauður á holdið og góður.
Fyrirsögnin að greininni þarfnast smá útskýringa. Þar sem ég var við veiðar í Þveránni kom kolvitlaus kría sem lét mig ekki í friði. Hún var svo viðskotsill að ég var í mestu vandræðum með hana, húfulaus og lítið hár til varnar.
Ég var marg búinn að reyna að reka hana frá mér án árangurs. Svo er ég að fara milli hylja og heyri að hún kemur hneggjandi aftan að mér svo ég lyfti stönginni upp... það small í stönginni og krían hrúgaðist niður við fæturnar á mér. Ég hafði hitt hana svona algerlega óvart. Ég fann til með greyinu hún var bara að verja ungviðið sitt, klappaði henni á kollinn og sagði við hana “æ fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að meiða þig, láttu mig bara í friði”
Kastaði svo í hylinn og leit svo á hana aftur, þá var hún flogin og ég sá á eftir henni í loftköstum hverfa í burtu. Ég sá hana ekki meir.....hún skildi mig.
Gærdagurinn var viðburðaríkur í Erlu armi fjölskyldunnar. Lítill drengur fæddist, Theodór Ísak Theuson. Thea mín, innilega til hamingju með frumburðinn og þið hin öll í fjölskyldunni með litla kútinn. Þar með eru Teddi og Kata komin í afa og ömmufélagið. Svo er það mikill heiður (talandi af reynslu) að fá nafna Teddi minn, til hamingju með það.
Það var líka gifting í fjölskyldunni. Snorri Sigtryggsson sonur Sirrýar giftist Ingu Huld sinni.
Þau giftu sig í Fríkirkjunni með pomp og prakt.
Til hamingju með daginn öll.
Við skruppum á Skagann eftir brúðkaup. Fórum hjólandi í góða veðrinu. Barbro og Siggi fóru svo með okkur í hjólatúr kringum Akrafjallið og svo rúntuðum við um bæinn. Þau tóku vel á móti okkur eins og alltaf. Vinátta okkar hjónanna spannar orðið yfir þrjátíu ár og hefur aldrei skugga borið á, vinátta sem stendur tímans tönn eru mikil verðmæti. Mér þykir óhemju vænt um þau.
Við vorum svo komin heim á öðrum tímanum í nótt, svolítið vindbarin eftir langan hjólatúr.... en þetta var góð ferð.
Dagurinn í dag er svo enn einn nýr náðardagur. Við verðum heima, eigum von á gestagangi, bara gaman.
Ég setti í tvo laxa og náði báðum. Báðir nýrunnir, annar meira að segja lúsugur sem segir að hann hefur ekki verið lengur en tvo til þrjá daga í ánni.
Hansi kveikti svona í mér, hann fékk einn 18 pundara nokkrum dögum á undan. Mínir voru ca 6 punda, fínir matfiskar og gaman að veiða þá.
Ég ásamt Hlyn og Karlott vorum í Þórisvatni í síðustu viku. Þar var yndislegt að vera eins og fyrri daginn. Öræfin heilla mig. Íslensk eyðimörk en samt full af lífi. Ég saknaði vælsins í Himbrimanum. Það hefur verið árvisst við veiðar þarna að Himbriminn vælir í kyrrðinni á kvöldin og næturnar. Það er í mínum huga einhvernveginn tákn öræfanna, fjallavatna. Reyndar getur svanasöngur á heiðum haft sömu áhrif á mig.
Við veiddum mun minna en venjulega. Ég kenni því um að við vorum mánuði seinna á ferðinni en vant er. Gamall maður sem ég hitti einu sinni við þórisvatn, hafði stundað vatnið í áratugi sagði mér að veiðin væri best á vorin svo smá minnkaði hún fram á haust.
Fengum samt ágætis afla.
Við brugðum út af venjunni og kíktum í annað vatn, Fellsendavatn. Þar er silungurinn mun stærri og talsvert af honum. Ég veiddi einn þar nær 5 pundum. Gríðarlega sterkur og skemmtilegur fiskur. Alveg eins og veiðivatnasilungurinn, rauður á holdið og góður.
Fyrirsögnin að greininni þarfnast smá útskýringa. Þar sem ég var við veiðar í Þveránni kom kolvitlaus kría sem lét mig ekki í friði. Hún var svo viðskotsill að ég var í mestu vandræðum með hana, húfulaus og lítið hár til varnar.
Ég var marg búinn að reyna að reka hana frá mér án árangurs. Svo er ég að fara milli hylja og heyri að hún kemur hneggjandi aftan að mér svo ég lyfti stönginni upp... það small í stönginni og krían hrúgaðist niður við fæturnar á mér. Ég hafði hitt hana svona algerlega óvart. Ég fann til með greyinu hún var bara að verja ungviðið sitt, klappaði henni á kollinn og sagði við hana “æ fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að meiða þig, láttu mig bara í friði”
Kastaði svo í hylinn og leit svo á hana aftur, þá var hún flogin og ég sá á eftir henni í loftköstum hverfa í burtu. Ég sá hana ekki meir.....hún skildi mig.
Gærdagurinn var viðburðaríkur í Erlu armi fjölskyldunnar. Lítill drengur fæddist, Theodór Ísak Theuson. Thea mín, innilega til hamingju með frumburðinn og þið hin öll í fjölskyldunni með litla kútinn. Þar með eru Teddi og Kata komin í afa og ömmufélagið. Svo er það mikill heiður (talandi af reynslu) að fá nafna Teddi minn, til hamingju með það.
Það var líka gifting í fjölskyldunni. Snorri Sigtryggsson sonur Sirrýar giftist Ingu Huld sinni.
Þau giftu sig í Fríkirkjunni með pomp og prakt.
Til hamingju með daginn öll.
Við skruppum á Skagann eftir brúðkaup. Fórum hjólandi í góða veðrinu. Barbro og Siggi fóru svo með okkur í hjólatúr kringum Akrafjallið og svo rúntuðum við um bæinn. Þau tóku vel á móti okkur eins og alltaf. Vinátta okkar hjónanna spannar orðið yfir þrjátíu ár og hefur aldrei skugga borið á, vinátta sem stendur tímans tönn eru mikil verðmæti. Mér þykir óhemju vænt um þau.
Við vorum svo komin heim á öðrum tímanum í nótt, svolítið vindbarin eftir langan hjólatúr.... en þetta var góð ferð.
Dagurinn í dag er svo enn einn nýr náðardagur. Við verðum heima, eigum von á gestagangi, bara gaman.
mánudagur, júlí 07, 2008
Helgin
Eftir hlýtt veður um helgina var komin þoka á leiðinni heim í gær. Við vorum á Föðurlandi eins og fyrri daginn og ætluðum varla að hafa okkur af stað heim vegna blíðunnar. Enn er verið að reyna að pota verkinu áfram. Við Karlott bárum viðarvörn á nýja kofann og ég kláraði sperrurnar.
Við fengum fullt af heimsóknum. Alltaf gaman að fá gesti. Svo skruppum við Hlynur og Karlott upp í Fiská. Ætluðum að hrella þar vatnabúa sem reyndust síðan hrella okkur frekar. Ferðin var samt góð eins og öll útivera í íslenskri náttúru.
Tvær dætranna voru á móti í Kotinu. Við skruppum þangað eina kvöldstund. Það vakti athygli mína hversu fáa ég þekkti af viðstöddum. Nánast ekki sála úr Fíladelfíu, en fullt af fólki sem virtist hafa það eitt markmið að nálgast Guð og lofa hann. Það er kannski skrítið að segja það en mér þótti ánægjulegt að þekkja svona fáa, það segir mér bara að það eru hlutir að gerast hér á landinu okkar. Mér fannst þetta fara vel fram og ekkert sem stakk minn gamla pinnsa, annað en, full hávær tónlist. Segir kannski helst til um aldur minn.
Núna erum við að melta orð sem okkur voru færð. Orð sem kallast boðskapur eða þekkingarorð.
Það rétta er að taka svoleiðis og kryfja það með biblíuna og sannfæringu sína að vopni.
Við munum skoða þetta vandlega.
Ég þurfti reyndar að segja einum manni upp í morgun. Sá var nýráðinn en ég vissi að hann átti við vanda að etja. Honum finnst vodki góður, óhóflega góður. Honum var gert ljóst að hann yrði að stunda vinnuna 100% ef hann ætlaði að vinna hjá Lexor. Því stefna fyrirtækisins er gæði, gæði, gæði. Í morgun kom hann svo ekki til vinnu og því fór sem fór.
Við erum í fríi í dag hjónakornin. Sitjum hér í eldhúsinu. Erlan að lesa blöðin en ég að tölvast. Setti myndir teknar um helgina inn á Flickr síðuna ef einhver hefur áhuga á því.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Vinnuhelgi á Föðurlandi
Síðasta helgi var sannkölluð vinnuhelgi. Unnið var við húsið, festingar negldar, borið C-tox á viðinn, settar upp rólur fyrir yngstu meðlimina og rennibraut. Tré sótt til Hansa og söguð niður í eldivið svo nú er orðinn myndarlegur eldiviðarhlaði við gaflinn á salerniskofanum, eins og sjá má.
Ásamt ýmsu fleira gagnlegu.
Það er ekki ofsögum sagt að Fljótshlíðin sé falleg. Sérstaklega þegar maður á rætur sínar þar og spor.
Þrátt fyrir vinnu var helgin notaleg. Barnabörnin (Írisar) voru með og skreyttu tilveruna litum regnbogans. Þau glitra af lífi og fjöri og greinilegt að þau njóta sveitarinnar okkar í botn. Næstu helgi verða Örnudætur þarna í útilegu, Veðurstofan spáir algerri bongóblíðu þá, 20 - 25 gráðu hita og sól.
Ég hef grun um að þessi reitur eigi eftir að verða enn meiri paradís allri fjölskyldunni þegar fram í sækir.
Ekki síst barnabarnanna sem virðast njóta sín vel þarna.
Ég er geysilega ánægður með þennan reit sem foreldrar mínir gáfu mér fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. þá var þetta bara tún og ógróinn sandur.
Það er stutt síðan, en mikil breyting. Við höfum plantað flest árin. græðlingar teknir hér og þar og stungið niður. Þeir eru orðnir að trjám sem skýla okkur og prýða annars snauðan jarðveginn.
Lítill kostnaður en.... góð uppskera.
Ásamt ýmsu fleira gagnlegu.
Það er ekki ofsögum sagt að Fljótshlíðin sé falleg. Sérstaklega þegar maður á rætur sínar þar og spor.
Þrátt fyrir vinnu var helgin notaleg. Barnabörnin (Írisar) voru með og skreyttu tilveruna litum regnbogans. Þau glitra af lífi og fjöri og greinilegt að þau njóta sveitarinnar okkar í botn. Næstu helgi verða Örnudætur þarna í útilegu, Veðurstofan spáir algerri bongóblíðu þá, 20 - 25 gráðu hita og sól.
Ég hef grun um að þessi reitur eigi eftir að verða enn meiri paradís allri fjölskyldunni þegar fram í sækir.
Ekki síst barnabarnanna sem virðast njóta sín vel þarna.
Ég er geysilega ánægður með þennan reit sem foreldrar mínir gáfu mér fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. þá var þetta bara tún og ógróinn sandur.
Það er stutt síðan, en mikil breyting. Við höfum plantað flest árin. græðlingar teknir hér og þar og stungið niður. Þeir eru orðnir að trjám sem skýla okkur og prýða annars snauðan jarðveginn.
Lítill kostnaður en.... góð uppskera.
miðvikudagur, júní 25, 2008
"Lífið er nú svona og svona...
...suður í henni vík", syngur mamma gjarnan þegar maður hittir hana. Það er satt, lífið er hverfult, svo mikið er víst.
Það er vont þegar fólk á besta aldri þarf að kveðja þetta líf. Sveitungi minn, Jón Ólafsson (Nonni á Kirkjulæk) lést í fyrrakvöld, allt of ungur. Krabbamein lagði hann. Hann var dugmikill og áberandi karakter sem fór gjarnan ótroðnar slóðir og framkvæmdi það sem honum datt í hug. Þetta er blóðtaka fyrir sveitina hans og erfitt fyrir marga að horfa upp á. Fjölskylduna mest.
Ég skrapp austur á Föðurland áðan. Fór með kamínu sem mér áskotnaðist nær gefins. Ég settist á veröndina og hugsaði til baka. Horfði yfir sveitina mína sem, þrátt fyrir áfall, heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Tjalds hjón með unga voru á vappi á lóðinni. Þau voru með sitt hvorn ungann að kenna þeim að finna ánamaðka. Merkilegt að sjá. Heyskapur í gangi á bæjunum og fólk á ferð í bílum sínum.
Þessi fallega sveit sem hefur fóstrað svo marga og séð á eftir svo mörgum. Hringekja sem ekkert er umkomið að hægja á. Hver nýr dagur í lífi manns, að kvöldi kominn, er þakkarefni. Einn dagur í viðbót sem manni er gefinn á þessu fagra landi.
Ég votta þeim sem nú syrgja, mína innilegustu samúð.
Það er vont þegar fólk á besta aldri þarf að kveðja þetta líf. Sveitungi minn, Jón Ólafsson (Nonni á Kirkjulæk) lést í fyrrakvöld, allt of ungur. Krabbamein lagði hann. Hann var dugmikill og áberandi karakter sem fór gjarnan ótroðnar slóðir og framkvæmdi það sem honum datt í hug. Þetta er blóðtaka fyrir sveitina hans og erfitt fyrir marga að horfa upp á. Fjölskylduna mest.
Ég skrapp austur á Föðurland áðan. Fór með kamínu sem mér áskotnaðist nær gefins. Ég settist á veröndina og hugsaði til baka. Horfði yfir sveitina mína sem, þrátt fyrir áfall, heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Tjalds hjón með unga voru á vappi á lóðinni. Þau voru með sitt hvorn ungann að kenna þeim að finna ánamaðka. Merkilegt að sjá. Heyskapur í gangi á bæjunum og fólk á ferð í bílum sínum.
Þessi fallega sveit sem hefur fóstrað svo marga og séð á eftir svo mörgum. Hringekja sem ekkert er umkomið að hægja á. Hver nýr dagur í lífi manns, að kvöldi kominn, er þakkarefni. Einn dagur í viðbót sem manni er gefinn á þessu fagra landi.
Ég votta þeim sem nú syrgja, mína innilegustu samúð.
þriðjudagur, júní 17, 2008
"Birna...
Bjarnardóttir" átti síðasta færsla auðvitað að heita. Endaði með kúlu í stað deyfipílu. Það var ekki við þetta ráðið. Birnir eru ekki gæludýr og eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Annars áttum við afar notalegan og rólegan þjóðhátíðardag. Veðrið fallegt svo af bar og góðar heimsóknir á pallinn. Teddi og Kata ásamt Theu sátu með okkur og nutu sólar og kaffiveitinga á pallinum. Svo komu Rúnar og Júlíana í heimsókn. Þau voru á hraðferð svo þau stoppuðu stutt. Rúnar kom með kúlur sem ég hafði beðið hann um að renna fyrir mig. Ég ætla að nota þær í sófaborð sem ég ætla að smíða.
Annars áttum við afar notalegan og rólegan þjóðhátíðardag. Veðrið fallegt svo af bar og góðar heimsóknir á pallinn. Teddi og Kata ásamt Theu sátu með okkur og nutu sólar og kaffiveitinga á pallinum. Svo komu Rúnar og Júlíana í heimsókn. Þau voru á hraðferð svo þau stoppuðu stutt. Rúnar kom með kúlur sem ég hafði beðið hann um að renna fyrir mig. Ég ætla að nota þær í sófaborð sem ég ætla að smíða.
Björn Bjarnarson
Það er mikill munur á aðstæðum núna eða um daginn þegar björninn var skotinn. Þá var þoka og björninn á ferð og auðvelt að missa sjónar á honum. Hann var miklu nær þéttri byggð. Hann var við veg þar sem m.a. hjólreiðafólk var á ferð. Það var fullt af fólki að þvælast þarna í kring. Hann var soltinn og sýndi viðbrögð á þann veg að hann hljóp að fólki sem kom of nálægt.
Þessi björn er aftur á móti saddur af eggjaáti og liggur á meltunni eins og dýr gera eftir át. Hann er fjarri þéttri mannabyggð. Hann er fjarri þjóðvegi og það er bjart yfir og auðvelt að fylgjast með ferðum hans, ef hann fer eitthvað af stað.
Hvítabirnir eru alfriðuð dýr og í útrýmingarhættu. Ég er því mjög hlynntur þessum aðgerðum núna að reyna að fanga hann í stað þess að skjóta.
Ég áttaði mig samt ekki alveg á fréttinni um að erfitt gæti verið að flytja hann til síns heima vegna reglna um flutning dýra yfir landamæri, þess í stað yrði hann líklega fluttur í dýragarðinn í Kaupmannahöfn....!!!! Hver skilur svona?
Ég var líka hissa á fréttum um að 16 hvítabirnir hefðu heimsótt okkur á síðastliðnum 30 árum. Ég man ekki eftir svo mörgum! En hvað um það, það verður gaman að fylgjast með aðgerðinni.
Vildi helst að ég væri þáttakandi í þessu.
Þessi björn er aftur á móti saddur af eggjaáti og liggur á meltunni eins og dýr gera eftir át. Hann er fjarri þéttri mannabyggð. Hann er fjarri þjóðvegi og það er bjart yfir og auðvelt að fylgjast með ferðum hans, ef hann fer eitthvað af stað.
Hvítabirnir eru alfriðuð dýr og í útrýmingarhættu. Ég er því mjög hlynntur þessum aðgerðum núna að reyna að fanga hann í stað þess að skjóta.
Ég áttaði mig samt ekki alveg á fréttinni um að erfitt gæti verið að flytja hann til síns heima vegna reglna um flutning dýra yfir landamæri, þess í stað yrði hann líklega fluttur í dýragarðinn í Kaupmannahöfn....!!!! Hver skilur svona?
Ég var líka hissa á fréttum um að 16 hvítabirnir hefðu heimsótt okkur á síðastliðnum 30 árum. Ég man ekki eftir svo mörgum! En hvað um það, það verður gaman að fylgjast með aðgerðinni.
Vildi helst að ég væri þáttakandi í þessu.
sunnudagur, júní 15, 2008
Útskrift HR
Það var hátíðarstund í gær í Vodafone höllinni að Hlíðarenda. Háskólinn í Reykjavík var að útskrifa nemendur sína á ýmsum sviðum. Skólafélagar mínir úr lagadeild sem héldu strax áfram með masterinn stóðu þarna útskrifaðir með mastersgráðuna sína. Flott hjá þeim. Ég var hins vegar ekki viðstaddur þarna þess vegna.
Ástæða veru minnar þarna var Íris dóttir mín. Hún var að útskrifast með BA gráðu í lögfræði. Það var skrítið að horfa á stelpuna sína ganga fram og taka við prófskírteini í lögfræði. Föðurleg ánægja bærðist í brjósti mínu og stolt yfir þessum árangri hennar.
Hún hefur sýnt fádæma elju og dugnað við námið, með tvær litlar dætur fyrri hlutann og meðgöngu og lítinn strák að auki seinni hlutann. Þetta virðist ekki hafa komið niður á einkunnum hennar sem voru henni til sóma. Tók gamla í nefið.
Ég verð að geta þess hér, Karlott til hróss, að hann á gríðarlega stóran hluta í þessu öllu saman, því án skilnings og hjálpar hans hefði þetta aldrei gengið upp. Ég hef dáðst að þeim hjónunum, og verið ánægður með, hvernig þau hafa staðið saman að þessu eins og ein manneskja. Það verður gaman að sjá þau uppskera eljuna síðar meir. Í framhaldi af útskriftinni var flott veisla heima hjá þeim. Þar komum við saman fólkið hennar og fögnuðum með henni.
Innilegar hamingjuóskir elskurnar mínar, þetta er glæsilegt, ykkur til sóma.
Systursonur minn, Maggi, hennar Gerðu, var líka að útskrifast með BA í lögfræði. Ég átti því líka stolta systur í Hlíðarendanum í gær. Til hamingju með áfangann, þetta er flott.
Það fer að verða varasamt að bögga okkur fjölskylduna sýnist mér........
Við fórum svo austur í gærkvöldi til að fagna með Christinu sem var að útskrifast sem kennari úr kennaraháskólanum. Henni gekk mjög vel, með fínar einkunnir. Sérstaklega flott einkunnin fyrir lokaritgerðina 10.0 varla hægt að gera betur! Til hamingju með flottan árangur.
Gylfi hélt fyrir hana þessa fínu veislu í skálanum sem hún vissi ekkert um. Gaman að svoleiðis, tala af reynslu.
Vorum svo í kofanum í nótt. Heiðar og Sigrún kíktu á okkur í gærkvöld, áttum notalegt spjall frameftir með þeim.
Góð helgi að baki. Hlakka til vikunnar framundan........
Ástæða veru minnar þarna var Íris dóttir mín. Hún var að útskrifast með BA gráðu í lögfræði. Það var skrítið að horfa á stelpuna sína ganga fram og taka við prófskírteini í lögfræði. Föðurleg ánægja bærðist í brjósti mínu og stolt yfir þessum árangri hennar.
Hún hefur sýnt fádæma elju og dugnað við námið, með tvær litlar dætur fyrri hlutann og meðgöngu og lítinn strák að auki seinni hlutann. Þetta virðist ekki hafa komið niður á einkunnum hennar sem voru henni til sóma. Tók gamla í nefið.
Ég verð að geta þess hér, Karlott til hróss, að hann á gríðarlega stóran hluta í þessu öllu saman, því án skilnings og hjálpar hans hefði þetta aldrei gengið upp. Ég hef dáðst að þeim hjónunum, og verið ánægður með, hvernig þau hafa staðið saman að þessu eins og ein manneskja. Það verður gaman að sjá þau uppskera eljuna síðar meir. Í framhaldi af útskriftinni var flott veisla heima hjá þeim. Þar komum við saman fólkið hennar og fögnuðum með henni.
Innilegar hamingjuóskir elskurnar mínar, þetta er glæsilegt, ykkur til sóma.
Systursonur minn, Maggi, hennar Gerðu, var líka að útskrifast með BA í lögfræði. Ég átti því líka stolta systur í Hlíðarendanum í gær. Til hamingju með áfangann, þetta er flott.
Það fer að verða varasamt að bögga okkur fjölskylduna sýnist mér........
Við fórum svo austur í gærkvöldi til að fagna með Christinu sem var að útskrifast sem kennari úr kennaraháskólanum. Henni gekk mjög vel, með fínar einkunnir. Sérstaklega flott einkunnin fyrir lokaritgerðina 10.0 varla hægt að gera betur! Til hamingju með flottan árangur.
Gylfi hélt fyrir hana þessa fínu veislu í skálanum sem hún vissi ekkert um. Gaman að svoleiðis, tala af reynslu.
Vorum svo í kofanum í nótt. Heiðar og Sigrún kíktu á okkur í gærkvöld, áttum notalegt spjall frameftir með þeim.
Góð helgi að baki. Hlakka til vikunnar framundan........
fimmtudagur, júní 12, 2008
Fituhugleiðing
Það er ávani að borða of mikið. Maður bætir jafnt og þétt ofan á kjörþyngd sína, einn bita í einu. Maður notar sömu aðferðafræði að grenna sig....einn bita í einu,
bara færri.
Að minnka skammtinn um tvo bita í hverri máltíð, gæti dugað........
bara færri.
Að minnka skammtinn um tvo bita í hverri máltíð, gæti dugað........
sunnudagur, júní 08, 2008
Borgarstjórnarkómedían
Það glittir í smá vonarglætu hjá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Ég hef ekki getað skilið hversvegna Hanna Birna var ekki fyrir löngu gerð að oddvita og borgarstjóraefni. Ég sá í henni sterkan leiðtoga fyrir mörgum árum síðan. Loksins að eitthvað var gert af viti.
Ég vona að henni verði gefinn vinnufriður svo hún geti farið að koma einhverju skikki á borgarmálin sem eru orðin öllum kjörnum fulltrúum þar til skammar. Ég var farinn að hallast að því að vinstri meirihlutinn væri orðinn illskárri kostur.
Sjáum hvað setur, hef trú á henni.
Ég vona að henni verði gefinn vinnufriður svo hún geti farið að koma einhverju skikki á borgarmálin sem eru orðin öllum kjörnum fulltrúum þar til skammar. Ég var farinn að hallast að því að vinstri meirihlutinn væri orðinn illskárri kostur.
Sjáum hvað setur, hef trú á henni.
laugardagur, júní 07, 2008
Selfoss... lifandi bær!
Við Erlan sátum úti á verönd í gærkvöldi undir hitaranum. Það er fátt notalegra en það. Árniðurinn verkar róandi og gróðurlyktin í garðinum ásamt graslyktinni eftir slátt gærdagsins gerði þetta mikla gæðastund. Það hreyfði varla vind og hitastigið var í hærri kantinum.
Um tíuleytið kom hressilegur kippur. Hríslurnar skulfu eins... og lauf í vindi. Það er raunar orðið svo hversdagslegt að finna jörðina skjálfa hér og heyra drunur með að maður er hættur að kippa sér upp við það. Þetta er bara lifandi og skemmtilegt.
Jörðin hefur ekki stoppað hér síðan stóri skjálftinn kom hér um daginn. Þetta eru samt allt minniháttar kippir, smá titringur oftast, þó stundum komi stærri skammtur og ruggi. Það getur verið skemmtilegt að pæla í þessum ógnarkröftum sem eru að verki. Ótrúlegt að eitthvað skuli þess umkomið að hrista þessa milljarðatrilljarða tonna af grjóti og mold...!
Í gær kom hér maður frá tryggingafélaginu að meta skemmdir á innbúi. Þær eru víðtækari en við héldum í fyrstu, margt sem brotnaði. Við eigum svo von á öðrum manni sem skoðar skemmdir á húsnæðinu sjálfu. Þar er helst parketið sem skemmdist talsvert þegar hlutir féllu á það. Stigahandriðið er líka hoggið og svo er eitthvað af sparsl sprungum í veggjum, ekkert alvarlegt samt og vel sloppið miðað við marga.
Við förum bæjarferð á eftir. Kúturinn hann Erling Elí varð eins árs 3. júní sl. Foreldrarnir halda upp á áfangann í dag með pomp og prakt. Það er makalaust hvað tíminn líður hratt, ótrúlega stutt síðan hann kom í heiminn. Hann er mikill sjarmör og bræðir alla sem kynnast honum. Til hamingju með daginn elsku kúturinn minn..... börn eru það besta sem okkur hlotnast í lífinu.
Það rignir, gróðurinn eins og í júlí, allt er grænt og vænt.
Um tíuleytið kom hressilegur kippur. Hríslurnar skulfu eins... og lauf í vindi. Það er raunar orðið svo hversdagslegt að finna jörðina skjálfa hér og heyra drunur með að maður er hættur að kippa sér upp við það. Þetta er bara lifandi og skemmtilegt.
Jörðin hefur ekki stoppað hér síðan stóri skjálftinn kom hér um daginn. Þetta eru samt allt minniháttar kippir, smá titringur oftast, þó stundum komi stærri skammtur og ruggi. Það getur verið skemmtilegt að pæla í þessum ógnarkröftum sem eru að verki. Ótrúlegt að eitthvað skuli þess umkomið að hrista þessa milljarðatrilljarða tonna af grjóti og mold...!
Í gær kom hér maður frá tryggingafélaginu að meta skemmdir á innbúi. Þær eru víðtækari en við héldum í fyrstu, margt sem brotnaði. Við eigum svo von á öðrum manni sem skoðar skemmdir á húsnæðinu sjálfu. Þar er helst parketið sem skemmdist talsvert þegar hlutir féllu á það. Stigahandriðið er líka hoggið og svo er eitthvað af sparsl sprungum í veggjum, ekkert alvarlegt samt og vel sloppið miðað við marga.
Við förum bæjarferð á eftir. Kúturinn hann Erling Elí varð eins árs 3. júní sl. Foreldrarnir halda upp á áfangann í dag með pomp og prakt. Það er makalaust hvað tíminn líður hratt, ótrúlega stutt síðan hann kom í heiminn. Hann er mikill sjarmör og bræðir alla sem kynnast honum. Til hamingju með daginn elsku kúturinn minn..... börn eru það besta sem okkur hlotnast í lífinu.
Það rignir, gróðurinn eins og í júlí, allt er grænt og vænt.
miðvikudagur, júní 04, 2008
Ísbjarnarblús
Ég var 8 ára þegar ísbjörn gekk á land í Grímsey forðum. Fréttin hræddi mig svo óskaplega að ég átti verulega bágt. Ísland var svo lítil eyja að ég var sannfærður um að þeir hefðu verið fleiri og væru komnir suður yfir heiðar. Ég dró þessa ályktun sjálfur og spurði auðvitað ekki fullorðna fólkið, enda orðinn átta. Mamma bað mig að erindast eitthvað út á verkstæði, átti að flytja pabba einhver skilaboð. Man alltaf hvað ég hljóp hratt því mér fannst ísbjörn vera másandi á hlaupum á eftir mér á leiðinni heim.
Ísbirnir eru stórhættulegir fólki. Við eigum ekki roð í þá ef þeir ákveða að éta mann. Það er auðvelt að sitja heima í stofu og átelja lögregluna skagfirsku fyrir að láta skjóta björninn. Það var þoka og hann var í nánd við þétta byggð, svangur bangsinn.
Mér segir svo hugur að skagfirska lögreglan hefði fengið á sig stærri ákúrur ef hún hefði látið bangsa fara og hann hefði fundið fólk á förnum vegi og satt hungrið á skagfirsku mannakjöti.
Fólk sem lætur hæst ætti að setja sig í spor þessara manna sem þurftu að taka ákvörðun á staðnum frammi fyrir þessu vali.
Ég veit að þeir eru friðaðir... en þeir eru líka fljótir að drepa. Deyfilyf var ekki til staðar né þekkingin hvernig ætti að fara með slíkt. Það var gott og rétt að hann var skotinn, annað var ekki hægt í stöðunni.
Ísbirnir eru stórhættulegir fólki. Við eigum ekki roð í þá ef þeir ákveða að éta mann. Það er auðvelt að sitja heima í stofu og átelja lögregluna skagfirsku fyrir að láta skjóta björninn. Það var þoka og hann var í nánd við þétta byggð, svangur bangsinn.
Mér segir svo hugur að skagfirska lögreglan hefði fengið á sig stærri ákúrur ef hún hefði látið bangsa fara og hann hefði fundið fólk á förnum vegi og satt hungrið á skagfirsku mannakjöti.
Fólk sem lætur hæst ætti að setja sig í spor þessara manna sem þurftu að taka ákvörðun á staðnum frammi fyrir þessu vali.
Ég veit að þeir eru friðaðir... en þeir eru líka fljótir að drepa. Deyfilyf var ekki til staðar né þekkingin hvernig ætti að fara með slíkt. Það var gott og rétt að hann var skotinn, annað var ekki hægt í stöðunni.
sunnudagur, júní 01, 2008
Grill
Erlan hefur í mörg ár verið í “saumaklúbb”.... set það í gæsalappir til að gæta sannsöglis.
Einu sinni á hverju vori hittast þær með okkur köllunum. Þá er grillað og haldin veisla.
Okkur veittist sá heiður að hýsa grillveisluna þetta árið. Það leit kannski ekki of vel út því eins og lesendum síðunnar er kunnugt varð íbúðin okkar eins og eftir sprengjuárás tveimur dögum fyrir grill. Stelpurnar okkar ásamt Erlunni tóku á sínum stóra og gerðu kraftaverk, enda var íbúðin komin í samt lag þegar gestina bar að garði klukkan hálf átta. Aðeins þvottahúsið og gestaherbergið eftir.
Sá háttur er hafður á að hver kemur með sitt kjöt og meðlæti, svo er grillað og steikt og hitað og soðið af krafti. Litla grillið er afkastamikið enda hægt að kynda það ótæpilega svo það tókst að láta alla snæða á sama tíma.
Félagsskapurinn var góður enda fátt skemmtilegra en góðra vina fundur. Nota tækifærið og þakka þeim ykkar sem kíkja hér á síðuna, fyrir komuna.
Bæjarlífið er að komast í samt lag aftur eftir stóra skjálftann. Vatnið er óhreint svo Rauði krossinn er hér við brúarsporðinn með vatnsbirgðir á flöskum sem deilt er ókeypis til íbúa. Gott framtak hjá þeim.
Ég er ánægður með framgang allra þeirra sem eiga að vera til staðar við svona atburði Rauðakrossinn, Almannavarnir, hjálparsveitirnar, sjúkraflutningamenn, landhelgisgæsluna og lögreglu. Allt virtist vera framkvæmt fumlaust. Brúm lokað þangað til búið var að kanna skemmdir, leiðum haldið opnum fyrir neyðarflutninga, gengið í hús til að kanna ástand á fólki, veitt áfallahjálp og hverskyns aðstoð. Gott að sjá.
Hrundin mín lenti í kröppum dansi þegar skjálftinn reið yfir. Hún vinnur á heimili fyrir fatlaða einstaklinga hér á Selfossi. Þær voru tvær að vinna þegar allt fór á tjá og tundur. Þungir skápar hentust um koll, sjónvörp þeyttust út á gólf og brotnuðu með reyk og eldglæringum og ærandi hávaði. Hún þurfti að halda andlitinu og vera róleg vistmanna vegna. Þær hófust strax handa við að taka sjónvörpin úr sambandi og koma fólkinu út. Hrund tók svo myndir af öllu áður en þær fóru að sópa saman.
Yfirmanneskja hennar á Svæðisskrifstofunni tjáði okkur að hún hefði staðið sig ótrúlega vel. Svo róleg og yfirveguð, sem var svo gott fyrir skjólstæðingana. Hún sagði Hrund svo yndislega að hún vildi ættleiða hana.... “þau plögg verða ekki undirrituð” sögðum við bæði í kór.
Hrund stóð sig gríðarlega vel undir miklu álagi, svo mikið er víst. Ég er stoltur af þér dóttir góð.
Hér hefur haldið áfram að skjálfa, eftirskjálftarnir taldir í þúsundum, sumir allsnarpir.
En hér er gott að vera.
Jafn fallegt og fyrir skjálfta, jafn vænt fyrir sálina.
Einu sinni á hverju vori hittast þær með okkur köllunum. Þá er grillað og haldin veisla.
Okkur veittist sá heiður að hýsa grillveisluna þetta árið. Það leit kannski ekki of vel út því eins og lesendum síðunnar er kunnugt varð íbúðin okkar eins og eftir sprengjuárás tveimur dögum fyrir grill. Stelpurnar okkar ásamt Erlunni tóku á sínum stóra og gerðu kraftaverk, enda var íbúðin komin í samt lag þegar gestina bar að garði klukkan hálf átta. Aðeins þvottahúsið og gestaherbergið eftir.
Sá háttur er hafður á að hver kemur með sitt kjöt og meðlæti, svo er grillað og steikt og hitað og soðið af krafti. Litla grillið er afkastamikið enda hægt að kynda það ótæpilega svo það tókst að láta alla snæða á sama tíma.
Félagsskapurinn var góður enda fátt skemmtilegra en góðra vina fundur. Nota tækifærið og þakka þeim ykkar sem kíkja hér á síðuna, fyrir komuna.
Bæjarlífið er að komast í samt lag aftur eftir stóra skjálftann. Vatnið er óhreint svo Rauði krossinn er hér við brúarsporðinn með vatnsbirgðir á flöskum sem deilt er ókeypis til íbúa. Gott framtak hjá þeim.
Ég er ánægður með framgang allra þeirra sem eiga að vera til staðar við svona atburði Rauðakrossinn, Almannavarnir, hjálparsveitirnar, sjúkraflutningamenn, landhelgisgæsluna og lögreglu. Allt virtist vera framkvæmt fumlaust. Brúm lokað þangað til búið var að kanna skemmdir, leiðum haldið opnum fyrir neyðarflutninga, gengið í hús til að kanna ástand á fólki, veitt áfallahjálp og hverskyns aðstoð. Gott að sjá.
Hrundin mín lenti í kröppum dansi þegar skjálftinn reið yfir. Hún vinnur á heimili fyrir fatlaða einstaklinga hér á Selfossi. Þær voru tvær að vinna þegar allt fór á tjá og tundur. Þungir skápar hentust um koll, sjónvörp þeyttust út á gólf og brotnuðu með reyk og eldglæringum og ærandi hávaði. Hún þurfti að halda andlitinu og vera róleg vistmanna vegna. Þær hófust strax handa við að taka sjónvörpin úr sambandi og koma fólkinu út. Hrund tók svo myndir af öllu áður en þær fóru að sópa saman.
Yfirmanneskja hennar á Svæðisskrifstofunni tjáði okkur að hún hefði staðið sig ótrúlega vel. Svo róleg og yfirveguð, sem var svo gott fyrir skjólstæðingana. Hún sagði Hrund svo yndislega að hún vildi ættleiða hana.... “þau plögg verða ekki undirrituð” sögðum við bæði í kór.
Hrund stóð sig gríðarlega vel undir miklu álagi, svo mikið er víst. Ég er stoltur af þér dóttir góð.
Hér hefur haldið áfram að skjálfa, eftirskjálftarnir taldir í þúsundum, sumir allsnarpir.
En hér er gott að vera.
Jafn fallegt og fyrir skjálfta, jafn vænt fyrir sálina.
fimmtudagur, maí 29, 2008
Katastrofa...
....segja þeir í Póllandi. Ég var fjarri þegar skjálftinn reið yfir. Var akandi á leið til byggingafulltrúa á Hvolsvelli með teikningar.
Ég fékk hinsvegar símtal rétt mínútu eftir skjálftann og brunaði af stað á Selfoss.
Aðkoman..... vægt til orða tekið... allt í skralli.
Húsið okkar er samt alveg óskemmt en glingrið hennar Erlu endaði margt tilveru sína. Verst með það glingrið sem á sér sögu, keypt í ferðum okkar víða, tengist margt góðum minningum.
Ég set hér nokkrar myndir, þær segja meira en mörg orð.
Efri hæðin .......
Fjölskyldumyndirnar....
Þvottahúsið
efri hæðin aftur
Eldhúsið....
Ég fékk hinsvegar símtal rétt mínútu eftir skjálftann og brunaði af stað á Selfoss.
Aðkoman..... vægt til orða tekið... allt í skralli.
Húsið okkar er samt alveg óskemmt en glingrið hennar Erlu endaði margt tilveru sína. Verst með það glingrið sem á sér sögu, keypt í ferðum okkar víða, tengist margt góðum minningum.
Ég set hér nokkrar myndir, þær segja meira en mörg orð.
Efri hæðin .......
Fjölskyldumyndirnar....
Þvottahúsið
efri hæðin aftur
Eldhúsið....
sunnudagur, maí 25, 2008
Helgin og minningar
Ilmandi graslykt leggur inn til okkar úr garðinum. Ég sló flötina í dag og eins og alltaf, fylgir því svona indæll grasilmur. Fyrir mér er þetta ekki bara einhver lykt heldur tengi ég einhverjar ljúfar gamlar minningar við hana. Ég sé fyrir mér sólríka daga í sveitinni þegar ég var lítill snáði í hvítbotna gúmmískóm, alltaf hlaupandi og lífið allt framundan. Hænsni liggjandi í gömlum haugum sem á óx arfi, gerandi sér holur sem þær rótuðu í á sinn sérstaka hátt liggjandi ofan í holunni. Þær rótuðu mold einhvernveginn upp um vængina, eins og þær væru að reyna að moka henni ofan á sig, kroppuðu svo makindalega með hálflokuð augun af vellíðan í sólinni.
Þessi hey- eða graslykt sem var svo megn í hitanum ásamt maðkaflugusuði sem lét einhvernveginn svo vel í eyrum, gerir þessi minningarbrot friðsæl, ljúf og áhyggjulaus.
Eitthvað í þessa veruna skýst upp í hugann við ilmandi töðulykt.
Annars vorum við á Fitinni í gær. Ég er að reisa annan kofa á lóðinni. Eins og þið vitið sem þekkið mig er ég orðinn hálfgerður ættargúrú. Á orðið heila ætt eða hér um bil. Fjölskyldan hefur stækkað hratt og pínulitli kofinn rúmar fáa.
Ég steypti undirstöður á föstudaginn og vann svo í gólfgrindinni í gær, þangað til við fórum í fimmtugsafmæli Auju mágkonu minnar. Afmælið var haldið í veislusal á Hellishólum í Fljótshlíð. Merkilegt hvað hægt er að gera fjós vistlegt. Þetta var ærleg veisla með veislustjórn og öllu. Þarna hitti ég nokkra gamla sveitunga mína sem gaman var að spjalla við. Eins áttum við gott samfélag við afmælis”barnið” og aðra meðlimi fjölskyldunnar.
Veðrið var yndislegt á Fitinni í morgun, glampandi sól og hiti. Við fórum samt snemma eða um hádegisbilið. Önnur afmælisveisla var í sigtinu. Thea dóttir Theodórs varð tvítug. Það var líka fínasta veisla og samfélag vina og vandamanna. Við áttum svo samfélag hér í húsinu við ána með nokkrum dætra okkar, öðrum tengdasyninum og barnabörnum. Það er gott að fá að vera hluti af svona sterkri heild, fjölskyldu sem stendur saman gegnum súrt og sætt.
Ég er ríkur maður, blessaður með miklu barnaláni og giftur þvílíkri gersemi.
Þessi hey- eða graslykt sem var svo megn í hitanum ásamt maðkaflugusuði sem lét einhvernveginn svo vel í eyrum, gerir þessi minningarbrot friðsæl, ljúf og áhyggjulaus.
Eitthvað í þessa veruna skýst upp í hugann við ilmandi töðulykt.
Annars vorum við á Fitinni í gær. Ég er að reisa annan kofa á lóðinni. Eins og þið vitið sem þekkið mig er ég orðinn hálfgerður ættargúrú. Á orðið heila ætt eða hér um bil. Fjölskyldan hefur stækkað hratt og pínulitli kofinn rúmar fáa.
Ég steypti undirstöður á föstudaginn og vann svo í gólfgrindinni í gær, þangað til við fórum í fimmtugsafmæli Auju mágkonu minnar. Afmælið var haldið í veislusal á Hellishólum í Fljótshlíð. Merkilegt hvað hægt er að gera fjós vistlegt. Þetta var ærleg veisla með veislustjórn og öllu. Þarna hitti ég nokkra gamla sveitunga mína sem gaman var að spjalla við. Eins áttum við gott samfélag við afmælis”barnið” og aðra meðlimi fjölskyldunnar.
Veðrið var yndislegt á Fitinni í morgun, glampandi sól og hiti. Við fórum samt snemma eða um hádegisbilið. Önnur afmælisveisla var í sigtinu. Thea dóttir Theodórs varð tvítug. Það var líka fínasta veisla og samfélag vina og vandamanna. Við áttum svo samfélag hér í húsinu við ána með nokkrum dætra okkar, öðrum tengdasyninum og barnabörnum. Það er gott að fá að vera hluti af svona sterkri heild, fjölskyldu sem stendur saman gegnum súrt og sætt.
Ég er ríkur maður, blessaður með miklu barnaláni og giftur þvílíkri gersemi.
sunnudagur, maí 18, 2008
Prjónað af fingrum fram.
Ég er að skipta um þak á bernskuheimili mínu þessa dagana. Þar býr Hansi bróðir minn eins og lesendum þessarar síðu er flestum kunnugt. Hann hefur nefnt þetta við mig í nokkurn tíma hvort ég geti skipt um þakið fyrir hann.
Það verður gaman að sjá húsið með nýjan hatt. Það verður háreistara, þar sem þakið hækkar um 25 cm. Eins verða settir verklegir þakkantar hringinn í kring. Ég hlakka til að ljúka þessu verki. Ég held að húsið verði mun fallegra við þessa breytingu. Það vekur athygli mína að sjá að pabbi hefur líklega smíðað þakið í nokkrum áföngum. Það er prjónað á húsið jafnóðum og hann hefur byggt við. Það hefur ekki skipt öllu máli hvort hallinn væri sá sami á þekjunum, aðalmálið að rigningin héldist úti. Praktíkin allsráðandi. Ég verð að nota sömu aðferðafræði. Nýja þakið er prjónað ofan á gamla, alveg eins í laginu.
Ég var fyrir austan áðan. Var að hjálpa Hlyn að koma reisningu nýja hússins af stað. Þetta verður mun betra hús en gamla húsið (verðum við að vona). Það þarf reyndar ekki að vera mjög gott til þess...! Ég sá að maðkurinn er farinn á stjá í víðinum hjá mér fyrir austan svo ég verð að fara að eitra fyrir honum svo hann geri ekki skaða eins og fyrir tveimur árum. Ég fór hjólandi auðvitað. Alltaf jafngaman.
Er nýkominn heim, búinn að snæða og spjalla við fólkið mitt sem var í heimsókn. Núna er ég sem sagt sestur niður og farinn að skrifa. Ég sit við opinn gluggann og hlusta á vorhljóðin utandyra. Góður tími vorið.
Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana svo það er gott að gíra niður í stóíska leti hér á árbakkanum. Húsið við ána er afstressandi, það gerir árniðurinn og nálægðin við náttúruna.
Hér er ró og hér er friður, hér er gott að setjast niður.
Það verður gaman að sjá húsið með nýjan hatt. Það verður háreistara, þar sem þakið hækkar um 25 cm. Eins verða settir verklegir þakkantar hringinn í kring. Ég hlakka til að ljúka þessu verki. Ég held að húsið verði mun fallegra við þessa breytingu. Það vekur athygli mína að sjá að pabbi hefur líklega smíðað þakið í nokkrum áföngum. Það er prjónað á húsið jafnóðum og hann hefur byggt við. Það hefur ekki skipt öllu máli hvort hallinn væri sá sami á þekjunum, aðalmálið að rigningin héldist úti. Praktíkin allsráðandi. Ég verð að nota sömu aðferðafræði. Nýja þakið er prjónað ofan á gamla, alveg eins í laginu.
Ég var fyrir austan áðan. Var að hjálpa Hlyn að koma reisningu nýja hússins af stað. Þetta verður mun betra hús en gamla húsið (verðum við að vona). Það þarf reyndar ekki að vera mjög gott til þess...! Ég sá að maðkurinn er farinn á stjá í víðinum hjá mér fyrir austan svo ég verð að fara að eitra fyrir honum svo hann geri ekki skaða eins og fyrir tveimur árum. Ég fór hjólandi auðvitað. Alltaf jafngaman.
Er nýkominn heim, búinn að snæða og spjalla við fólkið mitt sem var í heimsókn. Núna er ég sem sagt sestur niður og farinn að skrifa. Ég sit við opinn gluggann og hlusta á vorhljóðin utandyra. Góður tími vorið.
Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana svo það er gott að gíra niður í stóíska leti hér á árbakkanum. Húsið við ána er afstressandi, það gerir árniðurinn og nálægðin við náttúruna.
Hér er ró og hér er friður, hér er gott að setjast niður.
mánudagur, maí 12, 2008
Helgin var góð.
Við skruppum í kofann á laugardags eftirmiðdag. Það var ljúft að vanda. Núna er fuglalífið í algleymi. Ótrúlega skemmtilegt að vakna við sinfóníuna þeirra. Ég vaknaði upp um sex leytið á sunnudagsmorguninn við nótu sem átti ekki að heyrast í þessari sinfóníu. Ég lá og hlustaði hvort ég hefði heyrt rétt, og jú það var rétt, þarna einhversstaðar í nágrenninu var hani að vekja sínar hænur til morgunverka.
Hanagal, rammíslenskt eins og í gamla daga. Ég verð að segja að mér fannst það bara vinalegt og skemmtileg aukanóta í sinfóníuna.
Á sunnudeginum voru gestakomur. Gylfi og Christina kíktu óvænt, voru í bíltúr og sáu að við vorum komin, þau voru drifin í kaffitár. Meðan þau voru hjá okkur hringdi síminn og Kjartan og Sue boðuðu komu sína. Þau birtust einni mínútu síðar, voru rétt hjá okkur. Alltaf gaman að fá gesti. Hildur systir kíkti svo þegar þau voru að fara.
Hjalli bróðir var í sínu húsi ásamt konu og einhverju af börnum. Við sátum góða stund og spjölluðum við þau og Hansa og Auju sem kíktu líka þangað.
Þar sem Erla hefur ekki verið sérlega hress (kvefuð) undanfarið ákváðum við að drífa okkur heim í eftirmiðdaginn. Það er alltaf gott að koma heim. Grilluðum svínahnakkasneiðar fyrir okkur og youngsterinn sem var heima að læra, enda á kafi í prófum.
Í dag komu svo allar hinar skvísurnar okkar með sitt fríða föruneyti, nema stelpurnar hennar Örnu en þær voru hjá pabba sínum. Það var glatt á hjalla eins og venjulega þegar við hittumst öll. Einstaklega gott að vera svona saman. Við enduðum daginn með sameiginlegum kvöldverði.
Ég skrapp samt í útreiðatúr á sleggjunni (nafnið á hjólinu mínu). Sá skreppur endaði í Fljótshlíðinni. Veðrið var einstakt í dag og gaman að hjóla. Vindurinn hlýr og vorlykt í lofti. Því fylgir mikil frelsistilfinning að þeysa svona með vindinn í fangið.
Núna eru bara róleg notalegheit hér í húsinu við ána, Erlan mín að raða Egyptalandasmyndum í hinni tölvunni og youngsterinn er úti á palli að læra. Henni finnst ekkert notalegra en að læra undir berum himni undir hitaranum á veröndinni. Enda, hvað er betra en íslenska fjallaloftið, árniður og fuglasöngur.
Hanagal, rammíslenskt eins og í gamla daga. Ég verð að segja að mér fannst það bara vinalegt og skemmtileg aukanóta í sinfóníuna.
Á sunnudeginum voru gestakomur. Gylfi og Christina kíktu óvænt, voru í bíltúr og sáu að við vorum komin, þau voru drifin í kaffitár. Meðan þau voru hjá okkur hringdi síminn og Kjartan og Sue boðuðu komu sína. Þau birtust einni mínútu síðar, voru rétt hjá okkur. Alltaf gaman að fá gesti. Hildur systir kíkti svo þegar þau voru að fara.
Hjalli bróðir var í sínu húsi ásamt konu og einhverju af börnum. Við sátum góða stund og spjölluðum við þau og Hansa og Auju sem kíktu líka þangað.
Þar sem Erla hefur ekki verið sérlega hress (kvefuð) undanfarið ákváðum við að drífa okkur heim í eftirmiðdaginn. Það er alltaf gott að koma heim. Grilluðum svínahnakkasneiðar fyrir okkur og youngsterinn sem var heima að læra, enda á kafi í prófum.
Í dag komu svo allar hinar skvísurnar okkar með sitt fríða föruneyti, nema stelpurnar hennar Örnu en þær voru hjá pabba sínum. Það var glatt á hjalla eins og venjulega þegar við hittumst öll. Einstaklega gott að vera svona saman. Við enduðum daginn með sameiginlegum kvöldverði.
Ég skrapp samt í útreiðatúr á sleggjunni (nafnið á hjólinu mínu). Sá skreppur endaði í Fljótshlíðinni. Veðrið var einstakt í dag og gaman að hjóla. Vindurinn hlýr og vorlykt í lofti. Því fylgir mikil frelsistilfinning að þeysa svona með vindinn í fangið.
Núna eru bara róleg notalegheit hér í húsinu við ána, Erlan mín að raða Egyptalandasmyndum í hinni tölvunni og youngsterinn er úti á palli að læra. Henni finnst ekkert notalegra en að læra undir berum himni undir hitaranum á veröndinni. Enda, hvað er betra en íslenska fjallaloftið, árniður og fuglasöngur.
sunnudagur, maí 04, 2008
Hvunndagshetja...
...heldur upp á afmælið sitt í dag þótt hún fylli ekki árið fyrr en á miðvikudaginn næsta 7. maí.
Móðir mín verður 87 ára. Hún er nú á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum. Þar hefur hún dvalið undanfarin ár. Henni líður vel þar enda vel um hana hugsað. Hún er með alsheimer sjúkdóminn sem smátt og smátt dregur hana fjær raunveruleikanum og býr henni til nýjan veruleika, eigin hugarheim. Hún á til að þekkja ekki fólkið sitt þó ég hafi ekki lent í því sjálfur ennþá. Oftast er hún kát og hress og syngur mikið.
Ég lít til hennar sem hetju. Lífið hefur sýnt henni á sér tvær hliðar. Önnur er hrjúf og óblíð, krappra kjara og mikils vinnuálags, hin vafin fallegum minningum sveitarómantíkurinnar, bæði í vestfirskri bernsku hennar og svo á góðum stundum í Kotinu þar sem hún naut vina og vandamanna. Oftast þó þjónandi öllum.
Hún kom okkur á legg, átta einstaklingum, við bágan fjárhag og kröpp kjör, oftast. Að auki tók hún oft, ásamt pabba, einstaklinga inn á heimilið. Einstaklinga sem áttu um sárt að binda, gjarnan fjötraðir í áfengi og afbrot.
Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hana minnast á þessa hluti eða finnast hún hafa skilað góðu dagsverki.
Þessvegna minnist ég á þetta hér. Hvunndagshetjur eru þessarar gerðar.
Mamma er ein þeirra. Ég setti saman kvæðisstúf fyrir nokkrum árum sem lýsir mömmu vel, hann má finna á þessari slóð: http://erlingm.blogspot.com/search?q=sokka
Ég óska henni til hamingju með afmælið og bið Guð um sérstaka blessun yfir hana.
Móðir mín verður 87 ára. Hún er nú á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum. Þar hefur hún dvalið undanfarin ár. Henni líður vel þar enda vel um hana hugsað. Hún er með alsheimer sjúkdóminn sem smátt og smátt dregur hana fjær raunveruleikanum og býr henni til nýjan veruleika, eigin hugarheim. Hún á til að þekkja ekki fólkið sitt þó ég hafi ekki lent í því sjálfur ennþá. Oftast er hún kát og hress og syngur mikið.
Ég lít til hennar sem hetju. Lífið hefur sýnt henni á sér tvær hliðar. Önnur er hrjúf og óblíð, krappra kjara og mikils vinnuálags, hin vafin fallegum minningum sveitarómantíkurinnar, bæði í vestfirskri bernsku hennar og svo á góðum stundum í Kotinu þar sem hún naut vina og vandamanna. Oftast þó þjónandi öllum.
Hún kom okkur á legg, átta einstaklingum, við bágan fjárhag og kröpp kjör, oftast. Að auki tók hún oft, ásamt pabba, einstaklinga inn á heimilið. Einstaklinga sem áttu um sárt að binda, gjarnan fjötraðir í áfengi og afbrot.
Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hana minnast á þessa hluti eða finnast hún hafa skilað góðu dagsverki.
Þessvegna minnist ég á þetta hér. Hvunndagshetjur eru þessarar gerðar.
Mamma er ein þeirra. Ég setti saman kvæðisstúf fyrir nokkrum árum sem lýsir mömmu vel, hann má finna á þessari slóð: http://erlingm.blogspot.com/search?q=sokka
Ég óska henni til hamingju með afmælið og bið Guð um sérstaka blessun yfir hana.
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Sterkur af norðan
Það tekur á að hjóla móti sterkum hliðarvindi. Var að koma úr bænum hjólandi í þessu norðanbáli. Merkilegt hvað maður finnur meira fyrir vindinum á hjóli miðað við bíl. Hviðurnar erfiðar sérstaklega. Ég finn sterkt til ábyrgðar minnar undir hjólastýri. Þau eru orðin of mörg bifhjólaslysin finnst mér. Ég ek varlega og reyni að gera ráð fyrir því að allir í kringum mig séu slakir bílstjórar og geri vitleysur. Held það sé besta forvörnin á hjóli.
Það er einstök tilfinning að hjóla. Með vindinn í fangið, angan af landinu í kring og frelsistilfinningu sem er engu lík. Ég hef gaman að þessu.
Erlan er að renna á rassinn með að taka prófið. Ég er ekkert yfir mig vonsvikinn með það því ég verð að viðurkenna að ég hafði pínu fyrirfram áhyggjur af henni undir stýri. Slysin eru eins og ég sagði, of algeng.
Vil held ég, heldur hafa hana aftan á.
Erla og Hrund eru enn í bænum. Þær eru á samkomu í Stangarhylnum en koma bráðum hingað í dýrðina, hlakka til að fá þær heim.
Ég er að vinna á morgun upp á Laugarvatni. Ég ætlaði að láta mannskapinn vera að vinna á Laugavegi á morgun, þangað til ég fattaði að það er kannski ekki mjög móralskt eða þjóðlegt að vera með vinnandi menn við hliðina á kröfugöngunni (skrúðgöngunni). Svo þeir verða með mér á Laugarvatni.
Annars, gleðilega hátíð á morgun.... þið sem haldið upp á daginn.
Það er einstök tilfinning að hjóla. Með vindinn í fangið, angan af landinu í kring og frelsistilfinningu sem er engu lík. Ég hef gaman að þessu.
Erlan er að renna á rassinn með að taka prófið. Ég er ekkert yfir mig vonsvikinn með það því ég verð að viðurkenna að ég hafði pínu fyrirfram áhyggjur af henni undir stýri. Slysin eru eins og ég sagði, of algeng.
Vil held ég, heldur hafa hana aftan á.
Erla og Hrund eru enn í bænum. Þær eru á samkomu í Stangarhylnum en koma bráðum hingað í dýrðina, hlakka til að fá þær heim.
Ég er að vinna á morgun upp á Laugarvatni. Ég ætlaði að láta mannskapinn vera að vinna á Laugavegi á morgun, þangað til ég fattaði að það er kannski ekki mjög móralskt eða þjóðlegt að vera með vinnandi menn við hliðina á kröfugöngunni (skrúðgöngunni). Svo þeir verða með mér á Laugarvatni.
Annars, gleðilega hátíð á morgun.... þið sem haldið upp á daginn.
sunnudagur, apríl 27, 2008
Veisla og heimasíða
Okkur var boðið til veislu í gærkvöldi. Tilefnið var formleg opnun nýju kirkjunnar, Mozaik. Eins og lesendur síðunnar vita ákváðum við Erla að taka okkur far með henni þar sem við höfum "ferðast á puttanum" um nokkurra ára skeið.
Eftir að leiðir okkar og Fíladelfíu kirkjunnar lágu sundur, höfum við ekki sótt kirkju. Það eru orðin nokkur ár síðan. Það mál er eins og kirkjan sú, dautt, og verður ekki rætt frekar af okkar hálfu.
Ég er hæstánægður með framtakið. Eins og lesendum síðunnar er kunnugt höfum við hjónin verið talsmenn stofnunar nýrra kirkna, enda felst kristniboðsskipunin í því að ná til sem flestra.
Það má undra sig á Hvítasunnukirkjunni á Íslandi hversvegna þetta er ekki árviss atburður. Veldur hver á heldur.
Ég ber góðar væntingar til þessarar kirkju. Hverjum einum sem tekur trú vegna tilurðar þessarar kirkju fylgir meiri fögnuður á himnum, en yfir hundrað "réttlátum" eins og segir í ritningunni.
Ég sannast sagna veit ekki hvern sektarskala þeir bera sem stöðva framgang af þessu tagi. Get bara sagt að ég vildi ekkert endilega vera í þeirra sporum.
Nýja heimasíðan http://www.mozaik.is/ er flott og hefur verið vel til hennar vandað. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða hana og býð ykkur hér með einnig að kíkja við í Stangarhyl 3 á miðvikudagskvöldið næsta, eða næstu, klukkan 20.00.
Get mælt með því sem fram fer þó ég sé þekktur Tómas og jarðfastur í báða fætur.
Eftir að leiðir okkar og Fíladelfíu kirkjunnar lágu sundur, höfum við ekki sótt kirkju. Það eru orðin nokkur ár síðan. Það mál er eins og kirkjan sú, dautt, og verður ekki rætt frekar af okkar hálfu.
Ég er hæstánægður með framtakið. Eins og lesendum síðunnar er kunnugt höfum við hjónin verið talsmenn stofnunar nýrra kirkna, enda felst kristniboðsskipunin í því að ná til sem flestra.
Það má undra sig á Hvítasunnukirkjunni á Íslandi hversvegna þetta er ekki árviss atburður. Veldur hver á heldur.
Ég ber góðar væntingar til þessarar kirkju. Hverjum einum sem tekur trú vegna tilurðar þessarar kirkju fylgir meiri fögnuður á himnum, en yfir hundrað "réttlátum" eins og segir í ritningunni.
Ég sannast sagna veit ekki hvern sektarskala þeir bera sem stöðva framgang af þessu tagi. Get bara sagt að ég vildi ekkert endilega vera í þeirra sporum.
Nýja heimasíðan http://www.mozaik.is/ er flott og hefur verið vel til hennar vandað. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða hana og býð ykkur hér með einnig að kíkja við í Stangarhyl 3 á miðvikudagskvöldið næsta, eða næstu, klukkan 20.00.
Get mælt með því sem fram fer þó ég sé þekktur Tómas og jarðfastur í báða fætur.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Sumarfílingur
Hann var langur og nokkuð strangur á köflum. Nú er hann farinn og ég sé ekkert eftir honum. Þakka ykkur lesendum síðunnar fyrir veturinn og óska ykkur öllum gleðilegs sumars.
Það er bjart núna og hlýtt, 13 gráðu hiti og vor í lofti. Nágrannar okkar “Nína og Geiri” eru mætt.....eða tvífarar þeirra. Tilhugalífið er hafið hjá þeim og vonandi gera þau sér hreiður í hólmanum okkar eins og í fyrra. Ég þarf að fá mér betri kíki eða aðdráttarlinsu á myndavélina. Kannski alveg eins gott að kaupa linsu því það er hægt að horfa gegnum hana eins og kíki og taka myndir að auki...!
Ég vaknaði í nótt við slæmsku í hálsi, er með einhverja lumbru, ég næ því úr mér í dag. Værðarhljóðin í gæsunum í hólmanum bárust til mín um opinn gluggann, það heyrist á þeim að þeim líður vel þarna úti, ekkert áreiti.
Farfuglarnir eru farnir að spila vorsinfóníuna sína. Sérstaklega snemma á morgnana. Eins er þrösturinn svo vinalegur að flytja söngvana sína fyrir mig, hann er reyndar bæði stað- og farfugl.
Vorverkin eru hafin hér í húsinu við ána. Gylfi kom hér í gær og klippti garðinn. Það er ágætt að hafa fagmann í því. Ég á bara eftir að fjarlægja greinarnar, það er slatti. Ég hef verið að kíkja eftir haustlaukunum sem ég setti niður síðasta haust ..... eða réttara sagt snemma í vor! Þeir láta ekki kræla á sér. Kannski þar sé komin ástæðan hversvegna þeir eru kallaðir haustlaukar.
Við Erla erum ennþá í skýjunum með Egyptalandsferðina. Allt við hana var frábært. Kannski helst hættan á að hún gengisfelli aðrar ferðir sem hægt er að fara. Við höfum verið að fara yfir myndirnar úr ferðinni. Það er eitthvað sem við eigum eftir að gera aftur og aftur....og aftur. Mæli með þessari ferð fyrir þá sem vilja gera eitthvað algerlega ógleymanlegt. Er ekki frá því að þessi ferð hafi breytt lífssýn minni á einhvern hátt, á samt erfitt með að koma því í orð því ég veit ekki almennilega hvernig. Hún hefur samt víkkað sjóndeildarhringinn hvað varðar trú, sögu og menningu. Einnig lærðist mér sú lexía hversu ótrúlega landið okkar flýtur í gæðum. Meiri gæðum en maður gerði sér grein fyrir enda ekki hægt að meta hluti út frá neinu öðru en viðmiðum í manns eigin haus. Það er því hollt að fara víðar um heiminn en til Spánar.
Erlan var að koma heim. Hún var í afmæli Elínar Rutar hjá Tedda og Kötu. Það er alltaf jafn gott að fá hana heim, ef hún fer af bæ. Læt þetta gott heita héðan í bili....nú er það límsófinn og kaffibolli, með henni.
Það er bjart núna og hlýtt, 13 gráðu hiti og vor í lofti. Nágrannar okkar “Nína og Geiri” eru mætt.....eða tvífarar þeirra. Tilhugalífið er hafið hjá þeim og vonandi gera þau sér hreiður í hólmanum okkar eins og í fyrra. Ég þarf að fá mér betri kíki eða aðdráttarlinsu á myndavélina. Kannski alveg eins gott að kaupa linsu því það er hægt að horfa gegnum hana eins og kíki og taka myndir að auki...!
Ég vaknaði í nótt við slæmsku í hálsi, er með einhverja lumbru, ég næ því úr mér í dag. Værðarhljóðin í gæsunum í hólmanum bárust til mín um opinn gluggann, það heyrist á þeim að þeim líður vel þarna úti, ekkert áreiti.
Farfuglarnir eru farnir að spila vorsinfóníuna sína. Sérstaklega snemma á morgnana. Eins er þrösturinn svo vinalegur að flytja söngvana sína fyrir mig, hann er reyndar bæði stað- og farfugl.
Vorverkin eru hafin hér í húsinu við ána. Gylfi kom hér í gær og klippti garðinn. Það er ágætt að hafa fagmann í því. Ég á bara eftir að fjarlægja greinarnar, það er slatti. Ég hef verið að kíkja eftir haustlaukunum sem ég setti niður síðasta haust ..... eða réttara sagt snemma í vor! Þeir láta ekki kræla á sér. Kannski þar sé komin ástæðan hversvegna þeir eru kallaðir haustlaukar.
Við Erla erum ennþá í skýjunum með Egyptalandsferðina. Allt við hana var frábært. Kannski helst hættan á að hún gengisfelli aðrar ferðir sem hægt er að fara. Við höfum verið að fara yfir myndirnar úr ferðinni. Það er eitthvað sem við eigum eftir að gera aftur og aftur....og aftur. Mæli með þessari ferð fyrir þá sem vilja gera eitthvað algerlega ógleymanlegt. Er ekki frá því að þessi ferð hafi breytt lífssýn minni á einhvern hátt, á samt erfitt með að koma því í orð því ég veit ekki almennilega hvernig. Hún hefur samt víkkað sjóndeildarhringinn hvað varðar trú, sögu og menningu. Einnig lærðist mér sú lexía hversu ótrúlega landið okkar flýtur í gæðum. Meiri gæðum en maður gerði sér grein fyrir enda ekki hægt að meta hluti út frá neinu öðru en viðmiðum í manns eigin haus. Það er því hollt að fara víðar um heiminn en til Spánar.
Erlan var að koma heim. Hún var í afmæli Elínar Rutar hjá Tedda og Kötu. Það er alltaf jafn gott að fá hana heim, ef hún fer af bæ. Læt þetta gott heita héðan í bili....nú er það límsófinn og kaffibolli, með henni.
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Egyptaland...
...var stórkostlegt ævintýri. Ferðafélagar okkar voru frábærir. Þessi ferð skaust óralangt fram úr væntingum okkar beggja. Upplifunin var meira og minna eins og í “Þúsund og einni nótt”. Að fylgjast með mannlífinu á Nílarbökkum líða framhjá þegar skyggja tók var upplifun sem vart er hægt að koma í orð. Umgjörðin ævintýraleg. Að skoða listaverk, fornminjar, þrjú til fjögur þúsund ára gömul, stráheil eins og þau hefðu verið gerð í gær er svo magnað að langan tíma tekur að melta, þó ekki sé nema að hluta. Sagan er allsstaðar, hún er kynngimögnuð. Að standa inni í grafhvelfingu pýramída er ekki bara sjónræn upplifun heldur tilfinningaleg, þar er sagan áþreifanleg, liggur í loftinu og maður finnur fyrir henni eins og hún hafi anda og sál.
Að kyssa sjálfan Sfinxinn hlýtur að teljast afrek.
Að sjá andstæðurnar þar sem eyðimörkin mætir iðjagrænum lendum lífæðar Egyptalands, Nílar, sýnir manni hversu óendanlegur lífgjafi vatnið er.
Að upplifa skráfþurran og brennandi hita eyðimerkursólarinnar er upplifun og kennir manni hversu sögurnar um þyrsta ráfandi eyðimerkurfara er mikil dauðans alvara.
Að vera gestur í íslömsku ríki er reynsla útaf fyrir sig. Það er óraunverulegt að horfa yfir Kaíróborg meðan bænaköllin fara fram. Öll borgin, þessi þriðja stærsta borg veraldar, bergmálar endanna á milli. Það er skrítið að sjá menn og konur biðja á götum úti þar sem þau eru stödd, leigubílstjóra stíga út úr bíl sínum, leggja teppisbút á götuna og hefja tilbeiðslu sína.
Upplýst fjöll sem hýsa fjölda grafhýsa er tignarleg sjón.
Þarna er mikil stéttaskipting, 50% ólæsi og fátækt. Umferðin er sérkapituli...... en meira um þetta allt síðar. Mögnuð ferð....!
Best var þó að koma heim. Okkar fólk tók á móti okkur heima hjá Írisi og Karlott með samfélagi og veislu, Þar með fullkomnaðist ferðin.
Við Erla héldum sitthvora dagbókina til að sjá muninn á hvernig við upplifum hlutina. Ætlunin er að gera úr því eina dagbók, blanda upplifunum okkar saman og setja upp link á hana hér á síðunum okkar. Þetta verður um leið og hægist um hjá okkur.
Þangað til... njótið daganna.
Að kyssa sjálfan Sfinxinn hlýtur að teljast afrek.
Að sjá andstæðurnar þar sem eyðimörkin mætir iðjagrænum lendum lífæðar Egyptalands, Nílar, sýnir manni hversu óendanlegur lífgjafi vatnið er.
Að upplifa skráfþurran og brennandi hita eyðimerkursólarinnar er upplifun og kennir manni hversu sögurnar um þyrsta ráfandi eyðimerkurfara er mikil dauðans alvara.
Að vera gestur í íslömsku ríki er reynsla útaf fyrir sig. Það er óraunverulegt að horfa yfir Kaíróborg meðan bænaköllin fara fram. Öll borgin, þessi þriðja stærsta borg veraldar, bergmálar endanna á milli. Það er skrítið að sjá menn og konur biðja á götum úti þar sem þau eru stödd, leigubílstjóra stíga út úr bíl sínum, leggja teppisbút á götuna og hefja tilbeiðslu sína.
Upplýst fjöll sem hýsa fjölda grafhýsa er tignarleg sjón.
Þarna er mikil stéttaskipting, 50% ólæsi og fátækt. Umferðin er sérkapituli...... en meira um þetta allt síðar. Mögnuð ferð....!
Best var þó að koma heim. Okkar fólk tók á móti okkur heima hjá Írisi og Karlott með samfélagi og veislu, Þar með fullkomnaðist ferðin.
Við Erla héldum sitthvora dagbókina til að sjá muninn á hvernig við upplifum hlutina. Ætlunin er að gera úr því eina dagbók, blanda upplifunum okkar saman og setja upp link á hana hér á síðunum okkar. Þetta verður um leið og hægist um hjá okkur.
Þangað til... njótið daganna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)