Ég hef sjaldan eða aldrei snætt jafnmikinn og góðan mat og þessi jólin. Kannski er ég orðinn svona hömlulaus að ég ræð mér ekki við kjötkatlana eða maginn svona þroskaður að hann sjái um að melta fæðuna hraðar þegar mikið er á boðstólum, tel mér trú um það síðarnefnda.
Við höfum átt góð jól, aðfangadagur í rólegheitunum með yngstu dótturina með okkur og svo alla ættina okkar á jóladag og fram á annan í jólum en veðurspáin var mjög varhugaverð og því gisti hópurinn hjá okkur. Mér sýndist á öllu að börnunum allavega leiddist það ekki svo ýkja mjög. Allavega fékk ég þau komment frá Petru Rut þegar ég sagði að það væri bara skollið á með logni að það væri mjöööög vont veður á fjallinu ennþá og ekki nokkurt vit í að reyna að fara heim og sitja þar fastur og því borgaði sig að allir myndu gista. Ég var auðvitað sammála þessum sterku rökum og þar með var það ákveðið.
Dagurinn í dag var tekinn rólega því á morgun hefst alvaran. Við fórum í gönguferð um bæinn okkar og enduðum í kaffi hjá Tedda og Kötu. Hressandi að fá loft í lungun og hreyfa sig aðeins eftir át tíðina.
kvöldið verður líka á rólegu nótunum, lestur góðra bóka eða eitthvað annað jafn skemmtilegt.
Já lífið er gott.
mánudagur, desember 27, 2010
laugardagur, desember 25, 2010
Upp er runninn jóladagur
Ákaflega hvítur og fagur. Það snjóaði í nótt og nú er allt hvítt og fallegt. Ekki einu sinni bílför á götunni. Ég vaknaði við snjóþekju sem rann fram af þakinu og krumma vin minn sem flögraði framhjá glugganum mínum og krunkaði svo ég svæfi nú ekki fram á dag.
Ég átti góðan aðfangadag í gær með öllum siðunum og formfestunni sem einkennir þennan dag. Hrund fékk möndluna, í fyrsta sinn í fimm ár sagði hún. Ég fékk þrjár bækur svo ég þarf ekki að láta mér leiðast. Furðustrandir eftir Arnald, Ég man þig eftir Yrsu og svo fékk ég bók um Sigga tófu sem var refaskytta í mínu ungdæmi. Það verður skemmtilegt að glugga í hana.
Ég vaknaði saddur eins og gjarnan á þessum degi. Eftir fullfermi af hamborgarahrygg kemur hrísgrjónabúðingurinn (eins og mömmu) sem er saðsamur og ekki hægt að borða lítið af honum - átak eftir jólin takk. Við settumst svo og horfðum á jólatónleikana í Fíladelfíu, flottir að vanda svo í framhaldinu skoðuðum við Frostrósartónleika frá því í fyrra svo það var tónlistarveisla hjá okkur í gærkvöldi og fram á nótt.
Dagurinn í dag verður líka samkvæmt hefðinni. Hingað kemur ættleggurinn okkar allur og við borðum saman hangikjöt seinni partinn. Það verður gaman að fá þau hingað - mikið gaman mikið fjör. Ég geri ráð fyrir að barnabörnin þurfi að segja okkur eitt og annað af jólunum sínum og kannski sýna okkur eitthvað líka.
Lífið er gott og jólafriðurinn býr hér í Húsinu við ána.
Njótið dagsins... í æsar.
Ég átti góðan aðfangadag í gær með öllum siðunum og formfestunni sem einkennir þennan dag. Hrund fékk möndluna, í fyrsta sinn í fimm ár sagði hún. Ég fékk þrjár bækur svo ég þarf ekki að láta mér leiðast. Furðustrandir eftir Arnald, Ég man þig eftir Yrsu og svo fékk ég bók um Sigga tófu sem var refaskytta í mínu ungdæmi. Það verður skemmtilegt að glugga í hana.
Ég vaknaði saddur eins og gjarnan á þessum degi. Eftir fullfermi af hamborgarahrygg kemur hrísgrjónabúðingurinn (eins og mömmu) sem er saðsamur og ekki hægt að borða lítið af honum - átak eftir jólin takk. Við settumst svo og horfðum á jólatónleikana í Fíladelfíu, flottir að vanda svo í framhaldinu skoðuðum við Frostrósartónleika frá því í fyrra svo það var tónlistarveisla hjá okkur í gærkvöldi og fram á nótt.
Dagurinn í dag verður líka samkvæmt hefðinni. Hingað kemur ættleggurinn okkar allur og við borðum saman hangikjöt seinni partinn. Það verður gaman að fá þau hingað - mikið gaman mikið fjör. Ég geri ráð fyrir að barnabörnin þurfi að segja okkur eitt og annað af jólunum sínum og kannski sýna okkur eitthvað líka.
Lífið er gott og jólafriðurinn býr hér í Húsinu við ána.
Njótið dagsins... í æsar.
föstudagur, desember 24, 2010
Glaður maður
Jólin eru að koma. Aðfangadagur og allar seremoníurnar sem honum fylgja. Seremoníurnar eru góðar, þær eru erfðagóss. Það eykur á gleði mína að skólagöngu minni er lokið, fékk það staðfest í gær. Þá hefst næsti kafli... sálfræðin. Erla var reyndar eitthvað að malda í móinn svo ég þarf að tækla það einhvernveginn. Nema hugsanlega að ég láti hér staðar numið í námsfýsi minni og segi stopp ;o)
Aðfangadagur er einn "fallegasti" dagur ársins. Hann er svo fullur hefða að það hálfa væri mikið, sem við höfum bæði fengið að láni úr foreldrahúsum og skapað sjálf. Þótt við séum ekki lengur með fullt hús barna sem skreyta jólahaldið óneitanlega, þá höldum við jólin með sama sniði og venjulega. Hrísgrjónagrauturinn er fastur liður sem alla hlakkar til borða. Hamborgarhryggurinn með sama sniði og venjulega, meðlætið allt - reyndar höfum við breytt einu eftir að Bjössi hennar Eyglóar kom í ættina. Hann gerir afar gott rauðkál sem við höfum bætt í hefðina okkar.
Erla er að brölta á efri hæðinni, hún er yndislegt eintak. Ég hlakka til að sjá jólaglampann í augunum á henni þegar hún kemur niður enda leitun að öðru eins jólabarni. Hrundin var á næturvakt í Vallholti í nótt svo hún sefur eitthvað fram eftir degi.
Hér vil ég að gamli hátíðleikinn ríki, með fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlunum. Það er hinn sanni hátíðarandi sem pakkajólin og ofátið fær aldrei toppað.
Þið sem lesið síðuna mína ennþá - eigið góðan aðfangadag og gleðileg friðarjól.
Aðfangadagur er einn "fallegasti" dagur ársins. Hann er svo fullur hefða að það hálfa væri mikið, sem við höfum bæði fengið að láni úr foreldrahúsum og skapað sjálf. Þótt við séum ekki lengur með fullt hús barna sem skreyta jólahaldið óneitanlega, þá höldum við jólin með sama sniði og venjulega. Hrísgrjónagrauturinn er fastur liður sem alla hlakkar til borða. Hamborgarhryggurinn með sama sniði og venjulega, meðlætið allt - reyndar höfum við breytt einu eftir að Bjössi hennar Eyglóar kom í ættina. Hann gerir afar gott rauðkál sem við höfum bætt í hefðina okkar.
Erla er að brölta á efri hæðinni, hún er yndislegt eintak. Ég hlakka til að sjá jólaglampann í augunum á henni þegar hún kemur niður enda leitun að öðru eins jólabarni. Hrundin var á næturvakt í Vallholti í nótt svo hún sefur eitthvað fram eftir degi.
Hér vil ég að gamli hátíðleikinn ríki, með fjárhirðana og boðskapinn um fæddan frelsara og frið og fögnuð á jörðu sem engillinn boðaði á völlunum. Það er hinn sanni hátíðarandi sem pakkajólin og ofátið fær aldrei toppað.
Þið sem lesið síðuna mína ennþá - eigið góðan aðfangadag og gleðileg friðarjól.
fimmtudagur, desember 16, 2010
Gráð, hiti tvö stig.
Það lygnir smátt og smátt í huganum eftir hvassviðrið undanfarnar vikur. Ég gat samt ekki sofið út í morgun frekar en fyrri daginn. Ég verð einhverja daga að fatta að ég þurfi ekki að rífa mig upp og halda áfram að vinna. Ég skilaði af mér ML ritgerðinni í gær. Ég er meðvitaður um að þessi hraði færir mér líklega lægri einkunn en ella. Það verður samt að segjast eins og er að hugsunin um að þetta sé búið vegur upp þau vonbrigði, ef það verður þannig.
Það var svolítið skrítin tilfinning að labba um í skólanum í gær - síðustu skrefin sem nemi. Erlan gekk með mér þessi síðustu skref sem er táknrænt því hún á svo stóran þátt í því að þetta gekk upp. Svo gengum við saman í takt út aftur og lokuðum þar með dyrum þessa skólagöngutímabils "okkar". Já það er ljóst, ég er vel gefinn ;o) ...Erlunni minni og er þakklátur fyrir hana.
Nú liggur fyrir að koma í horf þeim verkefnum sem ég hef ekki sinnt undanfarið, svo sem að skipta um ljósaperur í bílnum, hengja upp jólaljósin ásamt ýmsu öðru. Ég hef ekki verið sá iðnasti við skyldustörfin.
Við vorum í Reykjavíkinni í gær í blíðskaparveðri, það hefur verið vorblíða undanfarið og alls ekki eins og það séu að koma jól. Þau eru víst handan hornsins samt og eins gott að fara að lát sig detta í jólagírinn. Það liggur fyrir að setjast niður og skrifa jóla og áramótakveðju til vina og vandamanna, þetta er fimmta árið sem við sleppum kortakaupum en sendum smá fjölskylduannál í staðinn, bara gaman að því.
Það verður aftur farin kaupstaðarferð í dag, smá dekur fyrir matargötin. Við ætlum að eyða gjafabréfi sem við eigum ennþá eftir fimmtugsafmælin okkar.
Svo er bara að setja sig í jólagírinn og fara að njóta lífsins.
Hvet ykkur til að gera það sama vinir.
Það var svolítið skrítin tilfinning að labba um í skólanum í gær - síðustu skrefin sem nemi. Erlan gekk með mér þessi síðustu skref sem er táknrænt því hún á svo stóran þátt í því að þetta gekk upp. Svo gengum við saman í takt út aftur og lokuðum þar með dyrum þessa skólagöngutímabils "okkar". Já það er ljóst, ég er vel gefinn ;o) ...Erlunni minni og er þakklátur fyrir hana.
Nú liggur fyrir að koma í horf þeim verkefnum sem ég hef ekki sinnt undanfarið, svo sem að skipta um ljósaperur í bílnum, hengja upp jólaljósin ásamt ýmsu öðru. Ég hef ekki verið sá iðnasti við skyldustörfin.
Við vorum í Reykjavíkinni í gær í blíðskaparveðri, það hefur verið vorblíða undanfarið og alls ekki eins og það séu að koma jól. Þau eru víst handan hornsins samt og eins gott að fara að lát sig detta í jólagírinn. Það liggur fyrir að setjast niður og skrifa jóla og áramótakveðju til vina og vandamanna, þetta er fimmta árið sem við sleppum kortakaupum en sendum smá fjölskylduannál í staðinn, bara gaman að því.
Það verður aftur farin kaupstaðarferð í dag, smá dekur fyrir matargötin. Við ætlum að eyða gjafabréfi sem við eigum ennþá eftir fimmtugsafmælin okkar.
Svo er bara að setja sig í jólagírinn og fara að njóta lífsins.
Hvet ykkur til að gera það sama vinir.
þriðjudagur, nóvember 30, 2010
Dritgerð...
...er réttnefni. Er að vinna þetta á mikilli hraðferð. Er farinn að efast um að þetta sé hægt. Ætla samt að halda fullum dampi fram á síðasta metra. Ef það skýrist þar að ég hafi þetta ekki... þá bít ég í það súra epli og kyngi...
þriðjudagur, nóvember 16, 2010
Dagur íslenskrar tungu
Í tilefni dagsins er hér eitt fallegast kvæði okkar Íslendinga. Það fjallar um sveitina mína, Fljótshlíð, þegar Gunnar (frændi) á Hlíðarenda snýr við og fær ekki af sér að yfirgefa landið sem fóstraði hann...
Kvæðið er Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson.
Jónas segir sjálfur:
„Sunnan á Íslandi, í hjeraði því, sem gjeingur upp af Landeíum millum Eiafjalla og Fljótshlíðar, er allmikjið sljettlendi, og hefir firrum verið grasi gróið, enn er nú nálega allt komið undir eirar og sanda, af vatnagángji; á einum stað þar á söndum, firir austan Þverá, stendur efptir grænn reitur óbrotinu, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aptur, þegar þeir bræður riðu til skjips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hjer er prentað neðan við.“
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtæru lind.
Beljandi foss við hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
En hinum megin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dalamótum;
með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll,
horfa þau yfir heiðavötnin bláu
sem falla niður fagran Rangárvöll;
þar sem að una byggðarbýlin smáu,
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
Við norður rísa Heklutindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir,
í ógnadjúpi, hörðum vafin dróma,
Skelfing og Dauði dvelja langar stundir.
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma
hrafntinnuþökin yfir svörtum sal.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum, breiða þekur bakka
fullgróinn akur, fegurst engjaval
þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Blikar í lofti birkiþrastasveimur
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur
úr rausnargarði hæstum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldufallaeimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
borðfögur skeið með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
bræður af fögrum fósturjarðarströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða vinaraugum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður,
atgeirnum beitta búinn – honum nær
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund;
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Svo fara báðir bræður enn um stund;
skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti,
Kolskeggur starir út á Eyjasund.
En Gunnar horfir hlíðarbrekku móti,
hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.
„Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða,
fénaður dreifir sér um græna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Hér vil eg una ævi minnar daga
alla sem guð mér sendir. Farðu vel,
bróðir og vinur!“ – Svo er Gunnars saga.
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðarströndum.
Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
Hugljúfa samt eg sögu Gunnars tel,
þar sem eg undrast enn á köldum söndum
lágan að sigra ógnabylgju ólma
algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
Þar sem að áður akrar huldu völl
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáinn hamratröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
(Jónas Hallgrímsson 1837)
Kvæðið er Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson.
Jónas segir sjálfur:
„Sunnan á Íslandi, í hjeraði því, sem gjeingur upp af Landeíum millum Eiafjalla og Fljótshlíðar, er allmikjið sljettlendi, og hefir firrum verið grasi gróið, enn er nú nálega allt komið undir eirar og sanda, af vatnagángji; á einum stað þar á söndum, firir austan Þverá, stendur efptir grænn reitur óbrotinu, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aptur, þegar þeir bræður riðu til skjips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hjer er prentað neðan við.“
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtæru lind.
Beljandi foss við hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
En hinum megin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dalamótum;
með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll,
horfa þau yfir heiðavötnin bláu
sem falla niður fagran Rangárvöll;
þar sem að una byggðarbýlin smáu,
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
Við norður rísa Heklutindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir,
í ógnadjúpi, hörðum vafin dróma,
Skelfing og Dauði dvelja langar stundir.
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma
hrafntinnuþökin yfir svörtum sal.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum, breiða þekur bakka
fullgróinn akur, fegurst engjaval
þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Blikar í lofti birkiþrastasveimur
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur
úr rausnargarði hæstum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldufallaeimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
borðfögur skeið með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
bræður af fögrum fósturjarðarströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða vinaraugum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður,
atgeirnum beitta búinn – honum nær
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund;
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Svo fara báðir bræður enn um stund;
skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti,
Kolskeggur starir út á Eyjasund.
En Gunnar horfir hlíðarbrekku móti,
hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.
„Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða,
fénaður dreifir sér um græna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Hér vil eg una ævi minnar daga
alla sem guð mér sendir. Farðu vel,
bróðir og vinur!“ – Svo er Gunnars saga.
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðarströndum.
Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
Hugljúfa samt eg sögu Gunnars tel,
þar sem eg undrast enn á köldum söndum
lágan að sigra ógnabylgju ólma
algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
Þar sem að áður akrar huldu völl
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáinn hamratröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
(Jónas Hallgrímsson 1837)
mánudagur, nóvember 15, 2010
Skrifstofan heima...
... er tilveran mín þessa dagana. Ekki að það sé svo slæmt. Aðstæður leyfa mér ekki annað en vera með hugann við ritgerð dagana langa. Ég lít samt upp, er til dæmis að fara í dansinn á eftir. Við erum að æfa okkur fyrir nemendasýningu sem verður í lok námskeiðsins - hehe eins gott að maður haldi takti.
Það gengur nokkuð vel með ritgerðina, er kominn með 18 þúsund orð af 25-30 þúsund og fjórar vikur til stefnu. Er farinn að anda rólegar, held þetta náist.
Eins og þið sjáið á þessari færslu nær tilverna mín ekki mikið út fyrir ritgerðina svo ég læt allar hugleiðingar um lífsins gagn og nauðsynjar bíða betri tíma, þó af nógu sé að taka, tilveran er alltaf litrík.
Njótið daganna.
Það gengur nokkuð vel með ritgerðina, er kominn með 18 þúsund orð af 25-30 þúsund og fjórar vikur til stefnu. Er farinn að anda rólegar, held þetta náist.
Eins og þið sjáið á þessari færslu nær tilverna mín ekki mikið út fyrir ritgerðina svo ég læt allar hugleiðingar um lífsins gagn og nauðsynjar bíða betri tíma, þó af nógu sé að taka, tilveran er alltaf litrík.
Njótið daganna.
laugardagur, nóvember 06, 2010
Skrifað í óminni
Hvað á maður að segja..... Horfandi á dagatalið telja niður dagana fer um mig hrollur, 5 vikur og verkið ekki hálfnað. Á einhver flug gír handa mér?
fimmtudagur, nóvember 04, 2010
Grasekkill...!
Frúin er í London. Ég er, svo sem, hvort sem er með nefið ofan í ritgerð þessa dagana. Það var djarft að ætla að klára mastersritgerð á átta vikum. Þetta er ekki hrist fram úr erminni einn tveir og bingó. Ég fæ svona kjánahroll annað slagið yfir því hvernig mér gat dottið þetta í hug? Maður fer stundum langt á bjartsýninni og hálfnað er verk þá hafið er segir máltækið. Það hefur gengið vel að skrifa hingað til en nú eru tæplega sex vikur í skil þann 15. des.
það snjóar í höfuðborginni. Hér hefur ekki komið snjókorn ennþá, ég er mjög sáttur við það. Það er aftur á móti búið að vera kalt sem sést best á ánni sem er orðin hrímuð, allavega flýtur klakaður krapi eftir henni sem gerir hana mjög vetrarlega. Eins og fyrri daginn virðast fuglar finna sér mikið æti þrátt fyrir klakaburð því þeir hamast að kafa eftir einhverju milli íshrönglsins.
Ég átti svolítið bágt með mig að fara ekki austur að Gígju og sjá hlaupið en lét þó skynsemina ráða, mér veitir ekki af hverjum degi sem ég hef til að skrifa þessi dægrin.
Ég er orðinn langeygður eftir fríi... það kemur að því geri ég ráð fyrir.
Hafið það gott vinir.
það snjóar í höfuðborginni. Hér hefur ekki komið snjókorn ennþá, ég er mjög sáttur við það. Það er aftur á móti búið að vera kalt sem sést best á ánni sem er orðin hrímuð, allavega flýtur klakaður krapi eftir henni sem gerir hana mjög vetrarlega. Eins og fyrri daginn virðast fuglar finna sér mikið æti þrátt fyrir klakaburð því þeir hamast að kafa eftir einhverju milli íshrönglsins.
Ég átti svolítið bágt með mig að fara ekki austur að Gígju og sjá hlaupið en lét þó skynsemina ráða, mér veitir ekki af hverjum degi sem ég hef til að skrifa þessi dægrin.
Ég er orðinn langeygður eftir fríi... það kemur að því geri ég ráð fyrir.
Hafið það gott vinir.
miðvikudagur, nóvember 03, 2010
"Gott atlæti er gjöfum betra..."
Aðeins til umhugsunar í gráum kreppuhverdagsleikanum. Gjafir eru afstæðar en hlýtt viðmót kemur frá hjartanu og talar hærra.
fimmtudagur, október 28, 2010
Undarlegt ferðalag þetta líf...
Annir á annir ofan... Bara svona ef einhver lítur hér inn ennþá þá er þetta afsökun á bloggleysi mínu undanfarið. Eins og ég hef sagt er lífið laglína sem hljómar ekki alltaf eins. Hann er hraður kaflinn um þessar mundir. Ég sagði ykkur í síðustu færslu að ég hefði ákveðið að teygja ritgerðina mína fram á næstu önn og klára hana í vor. Ég sem sagt hætti við að seinka henni og ákvað að spýta frekar í lófana og er kominn á fleygiferð með hana, sem sagt ritgerð númer tvö, því ég þurfti að hætta við þá fyrri.
Mitt í þessum önnum hversdagsleikans er ég samt ánægður með lífið eins og það er. Grámuskan er jafn nauðsynleg og allar hinar nóturnar í flórunni.
Mitt í þessum önnum hversdagsleikans er ég samt ánægður með lífið eins og það er. Grámuskan er jafn nauðsynleg og allar hinar nóturnar í flórunni.
miðvikudagur, október 06, 2010
Dásamleg veiðidellan og dansinn
Þetta sumar ætlar ekki að verða eins slæmt og sýndist um daginn. Veiðigyðjan hefur skilað genunum mínum sem ég saknaði hér um árið. Ég hef veitt vel síðsumars og er orðinn forfallinn Volamaður. Volinn eins og hann lætur lítið yfir sér er ekki auðveldasta veiðiá sem ég hef veitt en með þeim skemmtilegri. Ég barði vatnið í allan gærdag og kom heim með sex gullfallega birtinga, ekki af minni gerðinni eða frá 7.5 - 12 pund. Að veiða svona boltafiska er kannski ekki hollt til lengdar þar sem aðrar ár verða ekki eins spennandi fyrir vikið. Enn á ég einn dag eftir á þessu svæði. Það verður allavega fiskur á boðstólum í vetur hvað sem öðru líður.
Erlan er þessa stundina í Zumba dansi eða á ég að kalla þetta leikfimi? Svo erum við saman að læra samkvæmisdansa. Það verður að segjast eins og er að mér líkar það betur en ég átti von á eftir fyrstu kynni, kallinn meira að segja farinn að halda takti og muna sum spor - allt í áttina.
Ég er búinn að ákveða að teygja ritgerðina mína yfir tvær annir og nota líka næstu vorönn til að skrifa. Það kemur til vegna of lítils tíma sem ég hef getað setið við skriftir og tíminn til jóla er orðinn skammur. Ég sem hélt ég væri ofurmenni.
Svona breytast áætlanir manns eins og vindurinn. Það er reyndar bara styrkur að geta hagað seglunum eftir því hvernig hann blæs.
Kvöldið er fagurt, sól er sest og veðrið er ekki eins og októberveður heldur er hér logn, hiti og þrastasöngur. Lífið er til að njóta þess. Það er svo ótalmargt sem hægt er að gera til að skreyta dagana sem ekki kostar peninga.
Ég ætla að njóta kvöldsins sem aldrei fyrr í samfélagi við flotta konu.
Erlan er þessa stundina í Zumba dansi eða á ég að kalla þetta leikfimi? Svo erum við saman að læra samkvæmisdansa. Það verður að segjast eins og er að mér líkar það betur en ég átti von á eftir fyrstu kynni, kallinn meira að segja farinn að halda takti og muna sum spor - allt í áttina.
Ég er búinn að ákveða að teygja ritgerðina mína yfir tvær annir og nota líka næstu vorönn til að skrifa. Það kemur til vegna of lítils tíma sem ég hef getað setið við skriftir og tíminn til jóla er orðinn skammur. Ég sem hélt ég væri ofurmenni.
Svona breytast áætlanir manns eins og vindurinn. Það er reyndar bara styrkur að geta hagað seglunum eftir því hvernig hann blæs.
Kvöldið er fagurt, sól er sest og veðrið er ekki eins og októberveður heldur er hér logn, hiti og þrastasöngur. Lífið er til að njóta þess. Það er svo ótalmargt sem hægt er að gera til að skreyta dagana sem ekki kostar peninga.
Ég ætla að njóta kvöldsins sem aldrei fyrr í samfélagi við flotta konu.
sunnudagur, september 26, 2010
Fagurgul og rauð...
...er tilveran mín þessa stundina. Út um gluggann minn sé ég bílinn okkar hristast í takt við vindhviðurnar og regndropana á lakkinu flýja undan rokinu án þess að finna skjól. Vindgnauðið hér í kofanum í bland við taktfast tifið í gömlu klukkunni er óhemju vinaleg laglína. Úti er dæmigert haustveður, rok og rigning og litirnir hér á Föðurlandi eru líka í takt við árstíðina, fagurgulir og rauðir og öll flóran þar á milli. Það er verst þegar gerir svona rok snemmhausts þá vill þetta skraut gjarnan fjúka út í buskann og berangurslegir stofnarnir standa einir eftir. Ég nýt hverrar árstíðar mjög enda er ég sá lukkunnar pamfíll að fá að eyða hverri þeirra með lífsförunaut sem ég elska og dái.
Litið til baka um farinn veg sjást fingraförin okkar beggja á öllu sem við eigum og höfum afrekað. Fátt finnst með fingrafari annars okkar. það er ljúft að eiga svona náinn förunaut. Hún var að skríða á fætur þessi elska þótt langt sé liðið að hádegi, en það er nú ekkert nýtt. Það er þakklátur kall sem skrifar þessar línur.
Við ákváðum að taka okkur frí og skreppa í kofann eina nótt. Grilluð hrefna og gott rauðvín var kvöldsnarlið okkar í gærkvöldi. Smakkaðist vel og ómega 3 fitusýrurnar úr hvalnum gera okkur gott. Við ætlum að vera hér í þessum notalegheitum eitthvað frameftir degi, ég ætla að kveikja upp í kamínunni til að fullkomna notóið.
Gerið eins og við - lifið og njótið.
Litið til baka um farinn veg sjást fingraförin okkar beggja á öllu sem við eigum og höfum afrekað. Fátt finnst með fingrafari annars okkar. það er ljúft að eiga svona náinn förunaut. Hún var að skríða á fætur þessi elska þótt langt sé liðið að hádegi, en það er nú ekkert nýtt. Það er þakklátur kall sem skrifar þessar línur.
Við ákváðum að taka okkur frí og skreppa í kofann eina nótt. Grilluð hrefna og gott rauðvín var kvöldsnarlið okkar í gærkvöldi. Smakkaðist vel og ómega 3 fitusýrurnar úr hvalnum gera okkur gott. Við ætlum að vera hér í þessum notalegheitum eitthvað frameftir degi, ég ætla að kveikja upp í kamínunni til að fullkomna notóið.
Gerið eins og við - lifið og njótið.
fimmtudagur, september 23, 2010
Ritsmíðar
Jæja nú er ekki til setunnar boðið lengur...eða kannski frekar, nú kallar skyldan til setunnar. Ég er að reyna að skyrpa í lófana og halda áfram með ritgerðarskrif. Það hefur ekki reynst mikill tími afgangs til skrifa undanfarið vegna annarra verkefna. Ég sat fyrirlestra í Háskólanum í dag um vinnulag við ML ritgerðir. Maður getur lengi á sig blómum bætt og margt kom fram sem gott er að hafa bak við eyrað. Ritgerðarskil eru 15. des. svo ég verð að nota hverja stund.
Sumarið og haustið hafa verið óvenju annasöm hjá okkur hjónunum. Við erum samt ánægð með afrakstur sumarsins - alltaf gaman að skapa eitthvað nýtt.
Nú erum við að leita að nýjum vörum í stað minjagripanna þar sem túristatíminn er liðinn þetta árið. Brainstorming er málið.....
Veiðiferðin okkar bræðranna gekk bærilega, endur og laxar lágu í valnum. Ég er búinn að smjörsteikja önd sem smakkaðist hmmm.... veeeeel, og fara með laxana í reyk. Ég sótti þá í Reykofninn í dag og hafði m.a. reyktan lax í kvöldmatinn, taðreykingin virkar vel maður lifandi, þetta er meira nammið.
Enn er einn veiðidagur eftir áður en vetur kóngur gengur í garð, Volinn bíður - einu sinni, einu sinni enn, það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
Jæja kannski ég ætti að fara að snúa mér að ritgerðarsmíðum frekar en að leika mér hér á blogginu.
Eigið góðar stundir gott fólk.
Sumarið og haustið hafa verið óvenju annasöm hjá okkur hjónunum. Við erum samt ánægð með afrakstur sumarsins - alltaf gaman að skapa eitthvað nýtt.
Nú erum við að leita að nýjum vörum í stað minjagripanna þar sem túristatíminn er liðinn þetta árið. Brainstorming er málið.....
Veiðiferðin okkar bræðranna gekk bærilega, endur og laxar lágu í valnum. Ég er búinn að smjörsteikja önd sem smakkaðist hmmm.... veeeeel, og fara með laxana í reyk. Ég sótti þá í Reykofninn í dag og hafði m.a. reyktan lax í kvöldmatinn, taðreykingin virkar vel maður lifandi, þetta er meira nammið.
Enn er einn veiðidagur eftir áður en vetur kóngur gengur í garð, Volinn bíður - einu sinni, einu sinni enn, það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
Jæja kannski ég ætti að fara að snúa mér að ritgerðarsmíðum frekar en að leika mér hér á blogginu.
Eigið góðar stundir gott fólk.
fimmtudagur, september 09, 2010
þriðjudagur, september 07, 2010
Endurtekið efni.... Voli
Eins og ég hef margsagt ykkur þá er hlutverk karldýrsins fyrst og fremst að veiða fyrir hellisbúa svo þeir svelti ekki yfir veturinn. Ég tek þetta hlutverk mitt allajafna mjög alvarlega. Nú er ég enn á leið til veiða. Þeir sem lesa síðuna mína vita að ég fer stundum í Vola. Svo rík er ábyrgðartilfinningin gagnvart fjölskyldunni að maður lætur sig hafa það þótt spái rigningu og komið sé harðahaust og varla manni út sigandi, ég fer samt og kem færandi hendi heim - skulum við segja.
Hvað sem öllum gorgeir líður hlakka ég til. Veiðarnar eru mér í blóð bornar, líklega að vestan þar sem afi minn var hinn mesti veiðimaður og án gríns þá hafði hann þetta hlutverk sem ég var að guma mig af hér að framan. Hann veiddi árið um kring til að hafa mat fyrir fjölskylduna. Alltaf var nóg til að borða því hann tók hlutverk sitt alvarlega og veiddi vel ofan í sitt fólk.
Ég læt ykkur vita hér á síðunni hvernig gengur á morgun. Mér fellur illa að koma heim með öngulinn í óæðri endanum svo ég er búinn að tryggja mig fyrir því að það gerist aldrei - Fiskbúðin á Eyrarveginum er tryggingin ef allt annað bregst.
Njótið síðsumarsins - það geri ég.
Hvað sem öllum gorgeir líður hlakka ég til. Veiðarnar eru mér í blóð bornar, líklega að vestan þar sem afi minn var hinn mesti veiðimaður og án gríns þá hafði hann þetta hlutverk sem ég var að guma mig af hér að framan. Hann veiddi árið um kring til að hafa mat fyrir fjölskylduna. Alltaf var nóg til að borða því hann tók hlutverk sitt alvarlega og veiddi vel ofan í sitt fólk.
Ég læt ykkur vita hér á síðunni hvernig gengur á morgun. Mér fellur illa að koma heim með öngulinn í óæðri endanum svo ég er búinn að tryggja mig fyrir því að það gerist aldrei - Fiskbúðin á Eyrarveginum er tryggingin ef allt annað bregst.
Njótið síðsumarsins - það geri ég.
sunnudagur, september 05, 2010
Sumri hallar
Þær vitna um það greinarnar á Reynihríslunum sem hér svigna undan þungum blóðrauðum berjaklösum svo stórum að ég hef ekki séð annað eins. Litir laufanna bera með sér sama vitnisburð. Það þýtur í laufi trjánna hér og vindurinn minnir á þetta sama, það er að koma haust.
Fuglasinfónían sem einkennir sumur hér á Föðurlandi er að þagna og litlu snillingarnir sem leika sinfóníuna eru að gera sig ferðbúna á suðlægari slóðir. Allt er þetta gott en minnir mann alltaf á hversu ævin er stutt og nauðsyn þess að fara vel með tímann sinn. Það er nefnilega þannig að við fáum bara eitt tækifæri til að lifa lífinu og árin styttast í réttu hlutfalli við hækkandi aldur.
Ró og friður eru hverfandi gæði. Það er hinsvegar til mikils að vinna að koma sér á þann stað að njóta þeirra hverfandi gæða. Við Erlan erum forréttindafólk að þessu leiti að eiga okkur athvarf í Fljótshlíð. Kofinn okkar er ekki stór og sómir sér kannski illa sem eitt af sumarhúsum Fljótshlíðar þar sem hver höllin tekur við af annarri. Við höfum samt allt hér sem þarf til að skapa gamaldags og sveitalega friðsemd og ró og njótum þess vel.
Haustið er ekki síðri tími en annar til að njóta. Hver árstíð hefur sinn sjarma og veður hefur ekki haldið okkur héðan jafnvel þó frost sé og funi. Það er jafnvel enn notalegra að dvelja hér um harðavetur í frosti og fjúki en á fallegum sumardegi.
Kári blæs núna og fyllir fánann okkar vel svo hann nýtur sín í allri sinni fegurð. Íslenski fáninn fyllir á einhvern þjóðernisbikar innra með manni þegar hann blaktir svona fallega. Þjóðarstolt og ást á landinu er það sem ég finn fyrir. Já og það þrátt fyrir kollhnýs útrásarinnar. Forfeður okkar og gjöfult land hafa sett okkur á stað sem kallar á öfund annarra þjóða - Ísland er best.
Við Erlan höfum átt annasamt sumar og haft fá tækifæri til að dvelja hér svo við ætlum að njóta verunnar hér í dag, hlusta á gömlu klukkuna telja mínúturnar og lesa góðar bækur, kannski skreppa í heimsókn, hver veit.
Þið sem ratið hér inn á síðuna mína - takk fyrir innlitið og njótið dagsins eins og við.
Fuglasinfónían sem einkennir sumur hér á Föðurlandi er að þagna og litlu snillingarnir sem leika sinfóníuna eru að gera sig ferðbúna á suðlægari slóðir. Allt er þetta gott en minnir mann alltaf á hversu ævin er stutt og nauðsyn þess að fara vel með tímann sinn. Það er nefnilega þannig að við fáum bara eitt tækifæri til að lifa lífinu og árin styttast í réttu hlutfalli við hækkandi aldur.
Ró og friður eru hverfandi gæði. Það er hinsvegar til mikils að vinna að koma sér á þann stað að njóta þeirra hverfandi gæða. Við Erlan erum forréttindafólk að þessu leiti að eiga okkur athvarf í Fljótshlíð. Kofinn okkar er ekki stór og sómir sér kannski illa sem eitt af sumarhúsum Fljótshlíðar þar sem hver höllin tekur við af annarri. Við höfum samt allt hér sem þarf til að skapa gamaldags og sveitalega friðsemd og ró og njótum þess vel.
Haustið er ekki síðri tími en annar til að njóta. Hver árstíð hefur sinn sjarma og veður hefur ekki haldið okkur héðan jafnvel þó frost sé og funi. Það er jafnvel enn notalegra að dvelja hér um harðavetur í frosti og fjúki en á fallegum sumardegi.
Kári blæs núna og fyllir fánann okkar vel svo hann nýtur sín í allri sinni fegurð. Íslenski fáninn fyllir á einhvern þjóðernisbikar innra með manni þegar hann blaktir svona fallega. Þjóðarstolt og ást á landinu er það sem ég finn fyrir. Já og það þrátt fyrir kollhnýs útrásarinnar. Forfeður okkar og gjöfult land hafa sett okkur á stað sem kallar á öfund annarra þjóða - Ísland er best.
Við Erlan höfum átt annasamt sumar og haft fá tækifæri til að dvelja hér svo við ætlum að njóta verunnar hér í dag, hlusta á gömlu klukkuna telja mínúturnar og lesa góðar bækur, kannski skreppa í heimsókn, hver veit.
Þið sem ratið hér inn á síðuna mína - takk fyrir innlitið og njótið dagsins eins og við.
miðvikudagur, ágúst 25, 2010
Baugstaðaós
Kallinn kom alsæll heim eftir velheppnaðan veiðitúr í Baugstaðaós. Það er eitthvað við það að vera á ósasvæði við veiðar. Maður veit ekkert á hverju er von þegar bítur á. Baugstaðaósinn fellur vel að þessu. Ég veiddi 7 birtinga og einn lax.
Þarna er öll flóran sem finnst í íslenskum veiðiám. Á háflóðinu var eins og allt færi á suðu. Þá fór hann að taka eins og vitlaus í smástund og svo datt það niður aftur.
Ég hef aldrei séð aðra eins töku og gerðist hjá Hansa bróður. Hann var aðeins úti í vatninu þegar fiskur tekur með svo miklum látum að Hansi hálfsnerist og var nærri dottinn undan átakinu. Þetta var gríðarvænn birtingur sem sleit girnið eins og tvinna. Betra að hafa hjólið rétt stillt. Þarna var bremsan allt of stíf. Það hefði verið gaman að sjá þennan fisk koma á land.
Það verður víst seint sem veiðidellan fer af manni, þetta er veirusýking sem ekki hefur fengist lækning við ennþá. Það vegur samt kannski þyngst að ég hef ekki áhuga á lækningu.
Veiðin er heilbrigt og hollt sport og náttúruskoðun í leiðinni. Big like á það eins og sagt er.
Þarna er öll flóran sem finnst í íslenskum veiðiám. Á háflóðinu var eins og allt færi á suðu. Þá fór hann að taka eins og vitlaus í smástund og svo datt það niður aftur.
Ég hef aldrei séð aðra eins töku og gerðist hjá Hansa bróður. Hann var aðeins úti í vatninu þegar fiskur tekur með svo miklum látum að Hansi hálfsnerist og var nærri dottinn undan átakinu. Þetta var gríðarvænn birtingur sem sleit girnið eins og tvinna. Betra að hafa hjólið rétt stillt. Þarna var bremsan allt of stíf. Það hefði verið gaman að sjá þennan fisk koma á land.
Það verður víst seint sem veiðidellan fer af manni, þetta er veirusýking sem ekki hefur fengist lækning við ennþá. Það vegur samt kannski þyngst að ég hef ekki áhuga á lækningu.
Veiðin er heilbrigt og hollt sport og náttúruskoðun í leiðinni. Big like á það eins og sagt er.
þriðjudagur, ágúst 10, 2010
Pása
þá er það kærkomin pása. Okkur hefur aldrei leiðst Danmörk að ráði ef marka má fjölda ferða okkar þangað. Það má alveg segja að danskurinn hafi hitt okkur sérlega í mark með matargerð og fleiru sem hefur fallið að smekk okkar í gegnum tíðina.
Nú er ferðinni enn heitið þangað. Við bregðum út af vananum í þetta sinn og gistum hjá Bitten og fjölskyldu en Bitten er gömul pennavinkona Erlu frá ómunatíð. Við höfum hist annað slagið og kunningsskapur haldist í gegnum árin.
Síðan förum við norður til Óla og Annette og við náum líka Tedda og Kötu áður en þau koma heim.
Fyrst og fremst er þetta kærkomið frí frá önnum sumarsins. Það verður gott að taka sig frá og njóta þess að vera til, hafa engar skyldur nema að hafa það gott.
Íslandus er í góðum höndum Hrundar á meðan við erum í burtu ásamt starfsfólki sem er farið að ráða betur og betur við starfið.
Njótið daganna gott fólk á meðan við erum í burtu.
Nú er ferðinni enn heitið þangað. Við bregðum út af vananum í þetta sinn og gistum hjá Bitten og fjölskyldu en Bitten er gömul pennavinkona Erlu frá ómunatíð. Við höfum hist annað slagið og kunningsskapur haldist í gegnum árin.
Síðan förum við norður til Óla og Annette og við náum líka Tedda og Kötu áður en þau koma heim.
Fyrst og fremst er þetta kærkomið frí frá önnum sumarsins. Það verður gott að taka sig frá og njóta þess að vera til, hafa engar skyldur nema að hafa það gott.
Íslandus er í góðum höndum Hrundar á meðan við erum í burtu ásamt starfsfólki sem er farið að ráða betur og betur við starfið.
Njótið daganna gott fólk á meðan við erum í burtu.
mánudagur, ágúst 09, 2010
Gangaþankur
Ég sá um daginn einhversstaðar að kristindómur og Kristur ættu orðið fátt sameiginlegt. Hef hugsað annað slagið um þetta síðan þá.
Margir telja sig kallaða til að prédika kristindóminn og hafi til þess sérstaka hæfileika og óskorað umboð, líkt og Farísear töldu sig hafa forðum. Mér virðist einhvernveginn of fáir þessara útvöldu eiga innistæðu í prédikun sinni fyrir orðunum "gerðu eins og ég geri" í stað "gerðu eins og ég segi".
Það getur svo sem verið að enginn hafi innistæðu til að hvetja til eftirbreytni við sjálfan sig - og þó. Ég gæti bent á örfáa sem ég teldi uppfylla skilyrðin. Þeir aftur á móti, einhverra hluta vegna fara með trú sína eins og gullegg og passa betur upp á hana en öll heimsins gæði og enginn þeirra prédikar - úr púlti. Prédikun þeirra er samt svo hávær að ég heyri ekki til þeirra sem mest láta fyrir þessum lágstemmdu og hógværu prédikurum sem einungis með lífi sínu og verkum fara á stall með Kristi sjálfum. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá".
Þá er ég kominn að kjarna þessa örpistils. Orð eru innantómt bergmál þegar verkin segja annað.
Kristindómur snýst gjarnan um orðræður og endalaust meiri orðræður. Kristur talaði líka en verkin undirstrikuðu orðin, hann var m.ö.o. maður orða sinna.
Margir telja sig kallaða til að prédika kristindóminn og hafi til þess sérstaka hæfileika og óskorað umboð, líkt og Farísear töldu sig hafa forðum. Mér virðist einhvernveginn of fáir þessara útvöldu eiga innistæðu í prédikun sinni fyrir orðunum "gerðu eins og ég geri" í stað "gerðu eins og ég segi".
Það getur svo sem verið að enginn hafi innistæðu til að hvetja til eftirbreytni við sjálfan sig - og þó. Ég gæti bent á örfáa sem ég teldi uppfylla skilyrðin. Þeir aftur á móti, einhverra hluta vegna fara með trú sína eins og gullegg og passa betur upp á hana en öll heimsins gæði og enginn þeirra prédikar - úr púlti. Prédikun þeirra er samt svo hávær að ég heyri ekki til þeirra sem mest láta fyrir þessum lágstemmdu og hógværu prédikurum sem einungis með lífi sínu og verkum fara á stall með Kristi sjálfum. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá".
Þá er ég kominn að kjarna þessa örpistils. Orð eru innantómt bergmál þegar verkin segja annað.
Kristindómur snýst gjarnan um orðræður og endalaust meiri orðræður. Kristur talaði líka en verkin undirstrikuðu orðin, hann var m.ö.o. maður orða sinna.
laugardagur, ágúst 07, 2010
Skrapp í veiði
Mér áskotnaðist hálfur dagur í Þverá í Fljótshlíð. Það var gaman eins og alltaf. Ég fékk reyndar engan lax á land þó ég missti fjóra eftir talsverða baráttu við hvern þeirra. Þeir eru nýrunnir núna og silfraðir og því mjög sterkir og sprettharðir.
Heiðar fékk að fara með og fékk maríulaxinn sinn. Hann komst ekki hjá því að bíta veiðiuggann af og kyngja eins og sönnum veiðimönnum ber að gera á fyrsta laxi. Kyndugur svipurinn á andlitinu en hann lét sig hafa það.
Ég fékk hinsvegar fallegan urriða, sennilega nær 5 pundum. Hann var sterkur og gaman að landa honum.
Veiði sumarsins er vonandi ekki þar með lokið enn. Ég hef reyndar oftast veitt mest á haustin þegar sjóbirtingurinn er kominn í árnar. Ég á dag í Baugsstaðaós núna síðar í mánuðinum og svo á ég daga í Vola seinna í haust. Ég er því ekki alveg búinn að gefa upp alla von um að mér takist að safna birgðum fyrir veturinn.
Í millitíðinni ætlum við að skreppa til danaveldis og heimsækja þá bræður hennar Erlu sem þar búa.... ennþá. Það er alltaf gaman að heimsækja Danmörkuna þó ekki vildi ég búa þar.
Það er búið að vera mikið að gera í ísbúðinni í dag þótt hér hafi rignt meira í dag en elstu menn muna. Það hefði dugað að fara með sjampóbrúsann út í morgun og taka sturtuna utandyra.
Við ætlum samt að fara að koma okkur út aftur eftir smá pásu heima. Hrundin er í búðinni núna ásamt starfsfólki.
Gerið eins og ég gott fólk og njótið lífsins.
Heiðar fékk að fara með og fékk maríulaxinn sinn. Hann komst ekki hjá því að bíta veiðiuggann af og kyngja eins og sönnum veiðimönnum ber að gera á fyrsta laxi. Kyndugur svipurinn á andlitinu en hann lét sig hafa það.
Ég fékk hinsvegar fallegan urriða, sennilega nær 5 pundum. Hann var sterkur og gaman að landa honum.
Veiði sumarsins er vonandi ekki þar með lokið enn. Ég hef reyndar oftast veitt mest á haustin þegar sjóbirtingurinn er kominn í árnar. Ég á dag í Baugsstaðaós núna síðar í mánuðinum og svo á ég daga í Vola seinna í haust. Ég er því ekki alveg búinn að gefa upp alla von um að mér takist að safna birgðum fyrir veturinn.
Í millitíðinni ætlum við að skreppa til danaveldis og heimsækja þá bræður hennar Erlu sem þar búa.... ennþá. Það er alltaf gaman að heimsækja Danmörkuna þó ekki vildi ég búa þar.
Það er búið að vera mikið að gera í ísbúðinni í dag þótt hér hafi rignt meira í dag en elstu menn muna. Það hefði dugað að fara með sjampóbrúsann út í morgun og taka sturtuna utandyra.
Við ætlum samt að fara að koma okkur út aftur eftir smá pásu heima. Hrundin er í búðinni núna ásamt starfsfólki.
Gerið eins og ég gott fólk og njótið lífsins.
sunnudagur, ágúst 01, 2010
Síðsumar
Þó mér finnist vorið varla liðið er komið fram á síðari hluta sumars. Annirnar hafa verið þvílíkar að sumarið fram að þessu hefur þotið framhjá á tvöföldum hljóðhraða.
Það er gott að hafa nóg fyrir stafni hef ég alltaf haldið fram og segi það enn. Það er þó allt gott í hófi - vinnan líka.
Við eyddum gærkvöldinu á Fitinni í góðra vina hópi. Ættargrillið var haldið hjá Hildi og Jóa þetta árið og við tókum okkur hlé frá önnum og nutum góðs matar og samfélags við fólkið okkar. Það er svo gott þegar fjölskyldan hittist svona því þetta vefur fjölskylduböndin fastar og hnýtir okkur saman.
Við gistum svo í kofanum í nótt og vorum mætt í ísbúðina um 10 leytið í morgun.
Það er svolítið skemmtilegt hvernig mannskepnan er innréttuð. Til að kunna að meta hlutina rétt þarf maður að hafa eitthvað andstætt til að miða við. Ég segi þetta því það var eitthvað svo óvenjulega góð tilfinning að bruna austur og eiga þessa klukkutíma í frí eftir þessa miklu vinnutörn.
Veðrið hefur verið einstakt í sumar og þessi helgi var engin undantekning. Allt tal um að ekki sé hægt að dvelja í Fljótshlíð eða halda mót vegna ösku blæs ég á.
Ekki væsti um tjaldbúa í Hellishólum og á Langbrók um helgina eða alla hina Fljótshlíðingana sem búa í þessari fallegu sveit og kvarta ekki, enda gróðurinn mikið til búinn að hylja alla ösku - sumt er bara vitlausara en annað, og ekki orð um það meira.
Við erum heima núna að gera vaktaplan fyrir ágústmánuð. Við missum margt af starfsfólkinu okkar í skóla kringum 20. ágúst. Við erum búin að auglýsa eftir vetrarfólki í fulla vinnu og höfum fengið þrjár umsóknir....?
Það vekur furðu okkar að ekki skuli fleiri sækja um í atvinnuleysinu. Eru Íslendingar orðnir svona latir að þeim þyki betra að vera á bótum og gera ekki neitt en að hafa vinnu. Ég held svei mér þá að þetta meinta atvinnuleysi sé stílfærður vandi, að innihaldið sé frekar haugur letingja sem ekki nenna að vinna. Allavega mæla umsóknirnar ekki mikið atvinnuleysi.
Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í ísbúðina um helgina. Fólk er að uppgötva ísréttina okkar sem við erum mjög stolt af. Við merkjum það í mikilli aukningu í sölu. Það léttir lund að fá svona mikið af jákvæðum kommentum á það sem við erum að gera.
Erla er að klára vaktaplanið, ég ætla að hætta að blogga og færa henni eitthvað gott - hún á það svo skilið þessi duglega kona sem ég á.
Það er gott að hafa nóg fyrir stafni hef ég alltaf haldið fram og segi það enn. Það er þó allt gott í hófi - vinnan líka.
Við eyddum gærkvöldinu á Fitinni í góðra vina hópi. Ættargrillið var haldið hjá Hildi og Jóa þetta árið og við tókum okkur hlé frá önnum og nutum góðs matar og samfélags við fólkið okkar. Það er svo gott þegar fjölskyldan hittist svona því þetta vefur fjölskylduböndin fastar og hnýtir okkur saman.
Við gistum svo í kofanum í nótt og vorum mætt í ísbúðina um 10 leytið í morgun.
Það er svolítið skemmtilegt hvernig mannskepnan er innréttuð. Til að kunna að meta hlutina rétt þarf maður að hafa eitthvað andstætt til að miða við. Ég segi þetta því það var eitthvað svo óvenjulega góð tilfinning að bruna austur og eiga þessa klukkutíma í frí eftir þessa miklu vinnutörn.
Veðrið hefur verið einstakt í sumar og þessi helgi var engin undantekning. Allt tal um að ekki sé hægt að dvelja í Fljótshlíð eða halda mót vegna ösku blæs ég á.
Ekki væsti um tjaldbúa í Hellishólum og á Langbrók um helgina eða alla hina Fljótshlíðingana sem búa í þessari fallegu sveit og kvarta ekki, enda gróðurinn mikið til búinn að hylja alla ösku - sumt er bara vitlausara en annað, og ekki orð um það meira.
Við erum heima núna að gera vaktaplan fyrir ágústmánuð. Við missum margt af starfsfólkinu okkar í skóla kringum 20. ágúst. Við erum búin að auglýsa eftir vetrarfólki í fulla vinnu og höfum fengið þrjár umsóknir....?
Það vekur furðu okkar að ekki skuli fleiri sækja um í atvinnuleysinu. Eru Íslendingar orðnir svona latir að þeim þyki betra að vera á bótum og gera ekki neitt en að hafa vinnu. Ég held svei mér þá að þetta meinta atvinnuleysi sé stílfærður vandi, að innihaldið sé frekar haugur letingja sem ekki nenna að vinna. Allavega mæla umsóknirnar ekki mikið atvinnuleysi.
Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í ísbúðina um helgina. Fólk er að uppgötva ísréttina okkar sem við erum mjög stolt af. Við merkjum það í mikilli aukningu í sölu. Það léttir lund að fá svona mikið af jákvæðum kommentum á það sem við erum að gera.
Erla er að klára vaktaplanið, ég ætla að hætta að blogga og færa henni eitthvað gott - hún á það svo skilið þessi duglega kona sem ég á.
fimmtudagur, júlí 29, 2010
Verslunarmannahelgi
Hann heitir víst frídagur verslunarmanna þótt rangnefni sé því sennilega er engin starfsstétt vinnusamari um þessa helgi en einmitt verslunarmenn. Það kemur auðvitað til vegna þess hversu landinn er duglegur að skemmta sér þessa helgi og krefst mikillar þjónustu í kringum það.
Of oft hefur þessi helgi verið sá tímapunktur hjá mörgum sem allt breyttist. Of margir hafa séð á eftir ástvinum sem hafa látið lífið á þjóðvegunum, þeir vildu að þessi helgi hafði aldrei runnið upp. Of margir koma heim með tilveruna í molum eftir afleiðingar nauðgana og ofbeldis, þeir vildu líka að þessi helgi hefði aldrei orðið.
Í lífinu gilda hin fornu sannindi "hver er sinnar gæfu smiður". Að hafa vaðið fyrir neðan sig er að gera ráðstafanir fyrirfram. Að láta ekki kringumstæðurnar stýra ferðinni heldur stýra kringumstæðunum sjálfur.
Ég vona að þessi helgi verði góð og laus við vondar fréttir á mánudaginn. Farið varlega með ykkur gott fólk og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Of oft hefur þessi helgi verið sá tímapunktur hjá mörgum sem allt breyttist. Of margir hafa séð á eftir ástvinum sem hafa látið lífið á þjóðvegunum, þeir vildu að þessi helgi hafði aldrei runnið upp. Of margir koma heim með tilveruna í molum eftir afleiðingar nauðgana og ofbeldis, þeir vildu líka að þessi helgi hefði aldrei orðið.
Í lífinu gilda hin fornu sannindi "hver er sinnar gæfu smiður". Að hafa vaðið fyrir neðan sig er að gera ráðstafanir fyrirfram. Að láta ekki kringumstæðurnar stýra ferðinni heldur stýra kringumstæðunum sjálfur.
Ég vona að þessi helgi verði góð og laus við vondar fréttir á mánudaginn. Farið varlega með ykkur gott fólk og gangið hægt um gleðinnar dyr.
mánudagur, júlí 26, 2010
Nýtt útlit
Gamla útlitið var orðið þreytt. Hvernig lýst ykkur á þetta?
Ég á kannski eftir að fríska aðeins upp á þetta meira en orðið er. Ég verð að segja eins og er að ég sakna bloggaranna. Það er eins og fésið hafi yfirtekið hug flestra. Þar er samt svo sjaldan eitthvað sagt af viti.
Svona er maður gamaldags....
Ég á kannski eftir að fríska aðeins upp á þetta meira en orðið er. Ég verð að segja eins og er að ég sakna bloggaranna. Það er eins og fésið hafi yfirtekið hug flestra. Þar er samt svo sjaldan eitthvað sagt af viti.
Svona er maður gamaldags....
laugardagur, júlí 24, 2010
Ég auglýsi....
....hér með eftir veiðigenunum mínum. Ég veit ekki hvað varð af þeim en þau eru greinilega ekki þar sem þau eiga að vera. Ef einhver hefur séð þau í reiðuleysi þá vinsamlega látið mig vita. Eins ef þið hafið tekið eftir einhverjum sem allt í einu er farinn að veiða óeðlilega mikið þá gæti sá sami hafa tekið þau ófrjálsri hendi, enda afar eftirsóknarverð - endilega láta vita......!
Takk.
Takk.
sunnudagur, júlí 18, 2010
Tilveran...
...er góð þessa dagana. það er að vísu mikið að gera en ég er því bara þakklátur. Vinnan göfgar manninn segir einhversstaðar. Það er samt lífið sjálft með öllum sínum fjölbreytileika sem gleður mig þessa dagana. Í gær fórum við í útskriftarveislu Klöru frænku minnar sem verður yngsti háskólastúdent íslandssögunnar - það er afrek sem ekki verður gert nema með miklum dugnaði, flott hjá henni. Ég er líka búinn að skreppa í laxveiði. Við fórum fjórir, Danni bróðir, Bjarki hennar Hildar og Stefán sonur Danna og ég. Það gekk þokkalega við fengum tíu laxa samtals. Ég fékk tvo og missti þrjá, þar af einn tveggja ára lax. Hann sleit girnið þegar við toguðumst á fyrir ofan laxastiga sem hann vildi fara ofan í, ég var hinsvegar á annarri skoðun og reyndi að koma í veg fyrir það með þessum afleiðingum.
Veiðin er alltaf skemmtileg. Ég á svo dag hér í Ölfusá í næstu viku sem ég hlakka til.
Íslandus ísbar er á fljúgandi siglingu. Þar er mikið að gera og oftar en ekki er fullt út úr dyrum. Allar áætlanir sem við gerðum eru að standast og sumsstaðar gott betur.
Á morgun verður fjallaferðin sem við höfum stefnt að í langan tíma. Við förum ásamt fríðum hópi vina og vandamanna. Það er góð veðurspá fyrir morgundaginn og Nyrðri fjallabaksleið ætti að skarta sínu fegursta. Landmannalaugar eru einstök náttúruperla sem verður enn fallegri í veðurblíðu. það verður grillað í Landmannalaugum og svo er ætlunin að stoppa oft, teygja úr skönkum og skoða fallega staði.
Hver á sér fegra föðurland.....? Njótum íslenska sumarsins og landsins sem er engu líkt.
Veiðin er alltaf skemmtileg. Ég á svo dag hér í Ölfusá í næstu viku sem ég hlakka til.
Íslandus ísbar er á fljúgandi siglingu. Þar er mikið að gera og oftar en ekki er fullt út úr dyrum. Allar áætlanir sem við gerðum eru að standast og sumsstaðar gott betur.
Á morgun verður fjallaferðin sem við höfum stefnt að í langan tíma. Við förum ásamt fríðum hópi vina og vandamanna. Það er góð veðurspá fyrir morgundaginn og Nyrðri fjallabaksleið ætti að skarta sínu fegursta. Landmannalaugar eru einstök náttúruperla sem verður enn fallegri í veðurblíðu. það verður grillað í Landmannalaugum og svo er ætlunin að stoppa oft, teygja úr skönkum og skoða fallega staði.
Hver á sér fegra föðurland.....? Njótum íslenska sumarsins og landsins sem er engu líkt.
laugardagur, júlí 10, 2010
Veiðin...
...byrjaði seint þetta árið og alls ekki nógu vel heldur. Við Danni fórum í hálendisferð og reyndum að veiða í Kvíslarveitum og fleiri vötnum á hálendinu en afraksturinn var ekki til að hrópa húrra yfir. Þetta var samt skemmtun eins og svona flækingur er alltaf. Núna veit ég t.d. hvernig umhverfið lítur út þarna norðurfrá sem ég vissi ekki áður. Íslensk fjallafegurð er engri lík og jafnast fátt á við íslenskar sumarnætur á hálendinu. Það var reyndar fullhvasst á okkur og má segja að það sem hélt litla kúlutjaldinu frá því að fjúka vorum við sjálfir sofandi í látunum þar sem allar festingar voru búnar að slíta sig lausar.
Afraksturinn voru fimm fiskar..... Jú það er nóg á grillið. Hugmyndin er samt að fara fljótt aftur á veiðar.... þarf að bæta á matarforðann.
Íslandus ísbar hefur farið afar vel af stað. Við nálgumst mánaðarafmælið sem verður á mánudaginn. Það eru spennandi tímar framundan, lífið er skemmtilegt og um að gera að njóta þess, sumarið er stutt og því afar hentugt að nota það vel. Fjallaferð er í pípunum og allskonar aðrir skemmtilegir hlutir.
Njótið daganna gott fólk.
Afraksturinn voru fimm fiskar..... Jú það er nóg á grillið. Hugmyndin er samt að fara fljótt aftur á veiðar.... þarf að bæta á matarforðann.
Íslandus ísbar hefur farið afar vel af stað. Við nálgumst mánaðarafmælið sem verður á mánudaginn. Það eru spennandi tímar framundan, lífið er skemmtilegt og um að gera að njóta þess, sumarið er stutt og því afar hentugt að nota það vel. Fjallaferð er í pípunum og allskonar aðrir skemmtilegir hlutir.
Njótið daganna gott fólk.
laugardagur, júlí 03, 2010
Jákvæðni er dyggð
Marga hittir maður á lífsgöngunni sem á einhvern veg hitta mann svo þægilega að maður man eftir þeim. Jafnmarga... eða fleiri rekst maður á sem skilja líka eftir sig spor en ekki eins þægileg og jákvæð. Ég hef rekist á hvorttveggja.
Mér finnst miklu betra að umgangast fólk sem er jákvætt og bjartsýnt að eðlisfari en bölsýnisfólk. Það veitir mér innblástur að umgangast fólk sem glitrar af hugmyndaauðgi og framkvæmdakrafti. Á sama hátt dregur það úr mér vígtennurnar að umgangast fólk sem finnur foráttu í öllum hlutum.
Þess vegna er ég svona sérlega ánægður með alla þá sem fyrrtöldu kostina prýða. Þeir eru sem betur fer ófáir.
Mér finnst miklu betra að umgangast fólk sem er jákvætt og bjartsýnt að eðlisfari en bölsýnisfólk. Það veitir mér innblástur að umgangast fólk sem glitrar af hugmyndaauðgi og framkvæmdakrafti. Á sama hátt dregur það úr mér vígtennurnar að umgangast fólk sem finnur foráttu í öllum hlutum.
Þess vegna er ég svona sérlega ánægður með alla þá sem fyrrtöldu kostina prýða. Þeir eru sem betur fer ófáir.
laugardagur, júní 26, 2010
ís, ís, ís og aftur ís....
Það eina sem þú hugsar um er bara ííís. Lífið er ekki plokkfiskur, nei lífið er ís. það hefur heldur betur vantað alvöru ísbúð hér á suðurlandið, miðað við aðsóknina hjá okkur. Bara gott um það að segja þó vaktin sé farin að lengjast í annan endann hjá okkur hjónakornunum.
Við sitjum þó heima þessa stundina og treystum starfsfólkinu til að stýra fleyinu. Það gengur bara vel. Við erum líka svo stutt frá að það tekur aðeins fimm mínútur að bregðast við ef eitthvað kemur upp á sem þau ráða ekki við.
Ég kom því loksins í verk að slá garðinn..... hann hefur aldrei áður orðið eins loðinn og núna frá því við komum hingað. Sjálf sláandi garðar fást víst ekki. Bændur hefðu verið í essinu sínu að fá að slá hjá mér. Ég varð að slá allt með orfinu, þar sem sláttuvélin réð ekki alveg við þetta magn. Svo þarf auðvitað að koma heyinu í hlöðu, eða Sorpu.... já þetta er ill meðferð á góðum heyfeng! Svona breytast tímarnir, þetta hefðu verið dýrmæt strá fyrir hundrað árum þegar við áttum allt undir að ná saman nægum heyforða til að lifa af vetrarharðindin. Mér líður betur með garðinn minn nýsleginn, hann ber eiganda sínum nefnilega vitni, bæði fjölskyldu- og vinagarðurinn og þessi kringum húsið.
Núna er ég að sannfæra Erluna um það mikilvæga atriði að ég þurfi að veiða nóg til að þreyja þorrann í vetur. Ég stend á þröskuldi þess að vera engan veginn að standa mig sem veiðimaður fjölskyldunnar. Ef ég fer ekki að bæta úr þessu veiðileysi þá líst mér ekki á veturinn.
Svo þar fyrir utan held ég að Þórisvatnið t.d. sé orðið mjög undrandi að sjá mig ekki. Þannig er augljóst að ég verð að fara að koma mér af stað.....!
Nú er samt best að fara að kíkja í búðina og sjá hvort ekki sé allt í stakasta lagi. Veit ekki hvað varð um mínar háleitu hugmyndir að ef ég setti búð á laggirnar fyrir Erlu gæti ég eytt meiri tíma í veiðarnar. Einhversstaðar hefur eitthvað klikkað hjá mér í þessu.
Njótið daganna gott fólk og..... fáið ykkur ís.
Við sitjum þó heima þessa stundina og treystum starfsfólkinu til að stýra fleyinu. Það gengur bara vel. Við erum líka svo stutt frá að það tekur aðeins fimm mínútur að bregðast við ef eitthvað kemur upp á sem þau ráða ekki við.
Ég kom því loksins í verk að slá garðinn..... hann hefur aldrei áður orðið eins loðinn og núna frá því við komum hingað. Sjálf sláandi garðar fást víst ekki. Bændur hefðu verið í essinu sínu að fá að slá hjá mér. Ég varð að slá allt með orfinu, þar sem sláttuvélin réð ekki alveg við þetta magn. Svo þarf auðvitað að koma heyinu í hlöðu, eða Sorpu.... já þetta er ill meðferð á góðum heyfeng! Svona breytast tímarnir, þetta hefðu verið dýrmæt strá fyrir hundrað árum þegar við áttum allt undir að ná saman nægum heyforða til að lifa af vetrarharðindin. Mér líður betur með garðinn minn nýsleginn, hann ber eiganda sínum nefnilega vitni, bæði fjölskyldu- og vinagarðurinn og þessi kringum húsið.
Núna er ég að sannfæra Erluna um það mikilvæga atriði að ég þurfi að veiða nóg til að þreyja þorrann í vetur. Ég stend á þröskuldi þess að vera engan veginn að standa mig sem veiðimaður fjölskyldunnar. Ef ég fer ekki að bæta úr þessu veiðileysi þá líst mér ekki á veturinn.
Svo þar fyrir utan held ég að Þórisvatnið t.d. sé orðið mjög undrandi að sjá mig ekki. Þannig er augljóst að ég verð að fara að koma mér af stað.....!
Nú er samt best að fara að kíkja í búðina og sjá hvort ekki sé allt í stakasta lagi. Veit ekki hvað varð um mínar háleitu hugmyndir að ef ég setti búð á laggirnar fyrir Erlu gæti ég eytt meiri tíma í veiðarnar. Einhversstaðar hefur eitthvað klikkað hjá mér í þessu.
Njótið daganna gott fólk og..... fáið ykkur ís.
sunnudagur, júní 20, 2010
Tíminn flýgur
Vorannir hafa tekið óvenju langan tíma þetta árið hjá okkur hér í sveitinni. Prófin stóðu óvenju lengi yfir og síðan tók við innréttingavinna á Austurveginum. Það var heilmikið at þar sem við tókum við húsinu algerlega óinnréttuðu. Þremur vikum síðar opnuðum við svo búðina. Það má segja að þetta hafi hitt í mark þar sem troðið hefur verið út úr dyrum síðan við opnuðum. Selfyssingar hafa tekið þessu framtaki afar vel og hefur verið uppörvandi að fá svona mörg og góð komment frá þeim um staðinn.
það er mikil vinna að starta rekstri sem þessum en við gerum ráð fyrir að hún muni minnka og jafnast smátt og smátt eftir því sem aðstaðan batnar og starfsfólkið þjálfast.
Annar viðburður var í gær hjá okkur en þá útskrifaðist Íris okkar með mastersgráðu í lögfræði. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel í náminu og fékk fyrstu einkunn út úr lokaprófunum. Karlott á mikið hrós skilið fyrir elju og þolinmæði þessi fimm ár sem þetta hefur tekið og má því segja að þetta sé sameiginleg uppskeruhátíð.
Til hamingju enn með þetta.
Það skal viðurkennast að eftir þessa törn er ég orðinn langeygður eftir smá fríi með Erlunni minni, í kofanum eða annarsstaðar. Allt hefur sinn tíma - það kemur að því.
Njótið íslenska sumarsins og fáið ykkur ís
það er mikil vinna að starta rekstri sem þessum en við gerum ráð fyrir að hún muni minnka og jafnast smátt og smátt eftir því sem aðstaðan batnar og starfsfólkið þjálfast.
Annar viðburður var í gær hjá okkur en þá útskrifaðist Íris okkar með mastersgráðu í lögfræði. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel í náminu og fékk fyrstu einkunn út úr lokaprófunum. Karlott á mikið hrós skilið fyrir elju og þolinmæði þessi fimm ár sem þetta hefur tekið og má því segja að þetta sé sameiginleg uppskeruhátíð.
Til hamingju enn með þetta.
Það skal viðurkennast að eftir þessa törn er ég orðinn langeygður eftir smá fríi með Erlunni minni, í kofanum eða annarsstaðar. Allt hefur sinn tíma - það kemur að því.
Njótið íslenska sumarsins og fáið ykkur ís
laugardagur, júní 05, 2010
Jæja
Eins og sést af skrifleysi hér á síðunni hefur verið virkilega annasamur tími undanfarið. Sem er gott því fátt er verra en aðgerðaleysi. Hér eins og annarsstaðar á suðurlandi hefur ekki mátt hreyfa vind án þess að dragi fyrir sól með öskuryki. Í gær var þetta sérlega slæmt en það var dimmt hér yfir allan daginn en..... samt var heiðskýrt. Gosið hefur sínar afleiðingar. Þetta á eftir að vera vandamál lengi því þetta hættir ekki fyrr en grær yfir öskuna.
Annirnar hafa sínar afleiðingar, t.d hefur garðurinn minn ekki verið sleginn ennþá. Það er komin þessi fína slægja og ekki komist hjá því að hefja... allavega fyrri slátt.
Ísbúðarverkefnið gengur á áætlun. Búið er að setja upp alla innveggi og pípulögn er lokið og rafmagn nánast. Helgin verður notuð til að mála. Ísvélarnar koma í hús á mánudaginn aðrar vélar eru komnar flestar. Framkvæmdin hefur vakið talsverða athygli í bæjarfélaginu og virðist vera á hvers manns vörum. Við fáum bara mjög jákvæð viðbrögð.
Málningardagur í dag og á morgun svo helgin er ekki letitími. Ég verð að segja að ég hlakka til að opna búðina.
Hafið það gott í dag.
Annirnar hafa sínar afleiðingar, t.d hefur garðurinn minn ekki verið sleginn ennþá. Það er komin þessi fína slægja og ekki komist hjá því að hefja... allavega fyrri slátt.
Ísbúðarverkefnið gengur á áætlun. Búið er að setja upp alla innveggi og pípulögn er lokið og rafmagn nánast. Helgin verður notuð til að mála. Ísvélarnar koma í hús á mánudaginn aðrar vélar eru komnar flestar. Framkvæmdin hefur vakið talsverða athygli í bæjarfélaginu og virðist vera á hvers manns vörum. Við fáum bara mjög jákvæð viðbrögð.
Málningardagur í dag og á morgun svo helgin er ekki letitími. Ég verð að segja að ég hlakka til að opna búðina.
Hafið það gott í dag.
laugardagur, apríl 24, 2010
Öskufall
Eldgosafréttir eru víst orðnar hversdagslegar hjá okkur hér á Fróni. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er ég samt ekki enn orðinn þreyttur á þeim og sýg í mig hverja nýja vitneskju. Við höfum sloppið ótrúlega vel hér vestan við gosstöðvarnar. Ríkjandi sunnan- og suðaustan áttin sem er hér alla jafna var greinilega upptekin í einhverju öðru meðan mesti öskumökkurinn streymdi upp úr toppgýgnum á Eyjafjallajökli, til ama fyrir Eyfellinga sem hafa þurft að hýrast í híbýlum sínum í svartamyrkri um miðjan dag vegna öskunnar.
Ég komst að því í gærkvöldi hversu ótrúlega lánsöm við erum hérna megin fjallsins. Austlæga áttin er komin úr fríinu sínu og blés yfir okkur mekkinum hérna megin. Til allrar lukku stendur mökkurinn varla undir nafni lengur og því var öskufallið bara smá sáldur.... en nóg fyrir mig til að sjá hvað þetta er mikill skemmdarvargur, smýgur allsstaðar, mjög fínkornótt.
Ég er sem sagt á Föðurlandi þessa stundina. Það er enginn vandi að detta inn í heimspekilegan þankagang um lífsins veg sitjandi hér inni við arineld í austanvindi og öskufalli. Hér innandyra er rólegheita andrúm. Ég sötra morgunkaffið mitt sokkinn í sófann og hlusta á vindinn og leyfi gömlu klukkunni minni að trekkja upp nostalgískar minningar um líf í sveit þar sem tíminn er afstæður og veröldin falleg og umfaðmandi. Ég virði fyrir mér hálffullt glas af ösku sem ég tók af rúðinni á bílnum mínum. Þessi fínkornótti sandur sem á eftir að verða söluvara fyrir túrista sem vilja taka með sér smá minningarbrot með sér heim eftir Íslandsdvöl. Kannski verður hægt að breyta sandinum í gull. Það væri svolítið skemmtileg uppskrift.
Ég sat í síðasta fyrirlestri laganámsins í gær. Það var svolítið skrítin tilfinning að labba út úr skólanum vitandi að ég á ekki eftir að sitja fleiri fyrirlestra þar. Tilfinningin er svolítið eins og ég sé að klára námið en það er þó ekki svo. Ég á eftir að skrifa mastersritgerðarskömmina. Ég er að vona að ég geti byrjað á henni í sumar því þá verður auðveldara að vinna með henni næsta vetur.
Ég ætla að nota helgina hér til að lesa undir prófin sem eru framundan.... og njóta tilverunnar í leiðinni.
Skora á þig..... gjör slíkt hið sama!
Ég komst að því í gærkvöldi hversu ótrúlega lánsöm við erum hérna megin fjallsins. Austlæga áttin er komin úr fríinu sínu og blés yfir okkur mekkinum hérna megin. Til allrar lukku stendur mökkurinn varla undir nafni lengur og því var öskufallið bara smá sáldur.... en nóg fyrir mig til að sjá hvað þetta er mikill skemmdarvargur, smýgur allsstaðar, mjög fínkornótt.
Ég er sem sagt á Föðurlandi þessa stundina. Það er enginn vandi að detta inn í heimspekilegan þankagang um lífsins veg sitjandi hér inni við arineld í austanvindi og öskufalli. Hér innandyra er rólegheita andrúm. Ég sötra morgunkaffið mitt sokkinn í sófann og hlusta á vindinn og leyfi gömlu klukkunni minni að trekkja upp nostalgískar minningar um líf í sveit þar sem tíminn er afstæður og veröldin falleg og umfaðmandi. Ég virði fyrir mér hálffullt glas af ösku sem ég tók af rúðinni á bílnum mínum. Þessi fínkornótti sandur sem á eftir að verða söluvara fyrir túrista sem vilja taka með sér smá minningarbrot með sér heim eftir Íslandsdvöl. Kannski verður hægt að breyta sandinum í gull. Það væri svolítið skemmtileg uppskrift.
Ég sat í síðasta fyrirlestri laganámsins í gær. Það var svolítið skrítin tilfinning að labba út úr skólanum vitandi að ég á ekki eftir að sitja fleiri fyrirlestra þar. Tilfinningin er svolítið eins og ég sé að klára námið en það er þó ekki svo. Ég á eftir að skrifa mastersritgerðarskömmina. Ég er að vona að ég geti byrjað á henni í sumar því þá verður auðveldara að vinna með henni næsta vetur.
Ég ætla að nota helgina hér til að lesa undir prófin sem eru framundan.... og njóta tilverunnar í leiðinni.
Skora á þig..... gjör slíkt hið sama!
fimmtudagur, apríl 22, 2010
Fraus saman
Ég var kominn á ról upp úr klukkan sjö í morgun. Svo sem ekki nýtt að gamli fari snemma á fætur, morgun gen sem valda því. Það hjálpar reyndar til að ég er að vinna verkefni í "kaup- og sölu fyrirtækja" og það er að hrella mig hvað ég á mikið eftir - á að skila því á morgun. Vel á minnst á morgun er síðasti kennsludagur minn í þessu námi mínu. Ekki þannig þó að ég sé búinn eins og ég sagði ykkur í síðasta pistli, ég á eftir að skrifa ritgerðina mína en öll fög verða búin eftir morgundaginn, bara próftörn eftir.
Nú er komið sumar. Veturinn er liðinn og orðið bjart langt fram á nætur. Sumarið verður gott, annasamt og skemmtilegt.
Eftir síðasta próf verð ég að leggja nótt við dag til að opna ísbúðina. Það er verið að vinna við húsnæðið og ég hef verið að vinna að ýmsum málum varðandi undirbúning með skólanum. Allt er á áætlun. Erla er líka á fullu í þessu enda verður hún rekstrarstjórinn, hún er sérstaklega að skoða minjagripabúðina. Það verður að vera svolítil breidd í því.
Gosið... ég þarf ekki að segja ykkur neitt um það sem þið vitið ekki nema kannski að það var svolítið sérstakt að vera í Fljótshíðinni í kofanum á laugardaginn var, þegar gosið var í sem mestum ham og allt var lokað. Við fórum í bíltúr inn að Fljótsdal og skoðuðum verksummerkin eftir flóðið. Þar sá ég hvað fréttaflutningur er bæði ónákvæmur og ýktur á köflum. Þar sem Háamúlagarðurinn liggur og fréttamenn sögðu að væri við það að gefa undan flóðinu sá ég á verksummerkjum að flóðið var uppi á miðjum garði - ekki meira, sem getur vel gerst í venjulegum flóðum í Markarfljóti - þó af stærri gerðinni.
En það fyrirgefst eins og annað. Við horfðum á gosið af Fitinni í stúkusæti. það var eiginlega engu líkt. Ótrúlegt að sjá þessa krafta hamast þarna við túnfótinn okkar. Þetta fjall sem ásamt öðrum eldfjöllum stóð vörð um æsku mína var allt í einu orðið að forynju sem enginn mannlegur máttur gat haft áhrif á. Svona er lífið margbreytilegt.
Vorhljóðin vekja mig orðið á morgnana. Gæsirnar eru komnar í hólmann, ég heyri það á værðarhljóðunum í þeim á næturnar. Nína og Geiri líka, þau eru búin að snurfusa hreiðrið sitt frá í fyrra. Við urðum aftur vitni að því þegar þau kíktu á hvernig þetta kæmi undan vetri, munaði einum degi, já þau eru nákvæm. Eg sagði ykkur frá þessu í fyrra, það má kíkja á það hér. Það er gaman að þessu. Núna horfi ég út um gluggann minn á skrifstofunni og sé bara friðsæld og ró. Áin er sallaróleg og sólin skín í heiði. Sakleysislegur gosstrókur upp úr fjalli í fjarska, snjóhvítur og fallegur eins og í ævintýrunum - en ekki allur sem hann er séður.... Það er vorlegt yfir að líta. Það er bara hitamælirinn minn sem mótmælir þessum vorhugleiðingum mínum, hann segir að það sé fjögurra gráðu frost. Það er allt í lagi með það, það er rétt hjá honum en það veit á gott eftir gömlu þjóðtrúnni. Ég hef nú kannski ekki mjög mælanlega trú í þeim efnum en er bjartsýnn á snjólétt sumar.
Gleðilegt sumar vinir mínir, gerið eins og ég og njótið þess út í æsar
Nú er komið sumar. Veturinn er liðinn og orðið bjart langt fram á nætur. Sumarið verður gott, annasamt og skemmtilegt.
Eftir síðasta próf verð ég að leggja nótt við dag til að opna ísbúðina. Það er verið að vinna við húsnæðið og ég hef verið að vinna að ýmsum málum varðandi undirbúning með skólanum. Allt er á áætlun. Erla er líka á fullu í þessu enda verður hún rekstrarstjórinn, hún er sérstaklega að skoða minjagripabúðina. Það verður að vera svolítil breidd í því.
Gosið... ég þarf ekki að segja ykkur neitt um það sem þið vitið ekki nema kannski að það var svolítið sérstakt að vera í Fljótshíðinni í kofanum á laugardaginn var, þegar gosið var í sem mestum ham og allt var lokað. Við fórum í bíltúr inn að Fljótsdal og skoðuðum verksummerkin eftir flóðið. Þar sá ég hvað fréttaflutningur er bæði ónákvæmur og ýktur á köflum. Þar sem Háamúlagarðurinn liggur og fréttamenn sögðu að væri við það að gefa undan flóðinu sá ég á verksummerkjum að flóðið var uppi á miðjum garði - ekki meira, sem getur vel gerst í venjulegum flóðum í Markarfljóti - þó af stærri gerðinni.
En það fyrirgefst eins og annað. Við horfðum á gosið af Fitinni í stúkusæti. það var eiginlega engu líkt. Ótrúlegt að sjá þessa krafta hamast þarna við túnfótinn okkar. Þetta fjall sem ásamt öðrum eldfjöllum stóð vörð um æsku mína var allt í einu orðið að forynju sem enginn mannlegur máttur gat haft áhrif á. Svona er lífið margbreytilegt.
Vorhljóðin vekja mig orðið á morgnana. Gæsirnar eru komnar í hólmann, ég heyri það á værðarhljóðunum í þeim á næturnar. Nína og Geiri líka, þau eru búin að snurfusa hreiðrið sitt frá í fyrra. Við urðum aftur vitni að því þegar þau kíktu á hvernig þetta kæmi undan vetri, munaði einum degi, já þau eru nákvæm. Eg sagði ykkur frá þessu í fyrra, það má kíkja á það hér. Það er gaman að þessu. Núna horfi ég út um gluggann minn á skrifstofunni og sé bara friðsæld og ró. Áin er sallaróleg og sólin skín í heiði. Sakleysislegur gosstrókur upp úr fjalli í fjarska, snjóhvítur og fallegur eins og í ævintýrunum - en ekki allur sem hann er séður.... Það er vorlegt yfir að líta. Það er bara hitamælirinn minn sem mótmælir þessum vorhugleiðingum mínum, hann segir að það sé fjögurra gráðu frost. Það er allt í lagi með það, það er rétt hjá honum en það veit á gott eftir gömlu þjóðtrúnni. Ég hef nú kannski ekki mjög mælanlega trú í þeim efnum en er bjartsýnn á snjólétt sumar.
Gleðilegt sumar vinir mínir, gerið eins og ég og njótið þess út í æsar
sunnudagur, apríl 11, 2010
Nína og Geiri og fleiri skemmtilegheit
Við Erlan sáum þau í gær að snudda í kringum óðalið sitt. Það var alger endurtekning frá því í fyrra. Þau eru yfirveguð og pollróleg, eins og fyrri daginn líkt og enginn sé morgundagurinn. Það gladdi að sjá þau því við vorum ekki viss um framhaldið eftir að þeim mistókst að koma upp ungum í fyrra.
Vorið er góður tími. Það bankar stöðugt í öxlina á mér þegar ég þarf að vera að lesa undir próf á þessum tíma. Sveitamaðurinn í mér vill komast út í vorið.
Ég er að ljúka síðustu fögum námsins. Síðustu önn námsins (fram að jólum) verð ég bara að skrifa mastersritgerðina mína. Það verður léttara að eiga við það en þessi massívu fög.
Ég er núna á kafi í ritgerð sem ég þarf að skila á fimmtudaginn, hún snýst um fyrningarleið stjórnvalda á veiðiheimildum (kvóta), efni sem ég hef ekki haft mikla þekkingu á en það hefur breyst við þessa ritgerðarsmíð. Er bara orðinn nokkuð vel að mér í því.
Við fórum "út að borða" í gærkvöldi. Þannig lagað - inn í stofuna okkar. Það er til siðs á þessum bæ að ef við viljum gera vel við okkur í mat þá förum við þá leið að kaupa gott hráefni og matreiða sjálf. Oft tekst það svo vel til að matsölustaðirnir fá, á okkar skala, ekkert hærri einkunn.
Við höfðum hvítlauksgrillaðan humar í smjöri í forrétt ásamt hvítu brauði og rótsterkri hvítlauksdressingu a´la Erla (12 rif í eina litla skál) og primeribs nautasteik í aðalrétt ásamt smjörsteiktu brokkoli og sveppum og rjómaostasósu og ofnbakaða kartöflubáta í hvítlauk. Með þessu höfðum við svo gott rauðvín. Svona gerum við máltíð sem kostar innan við þriðjung af því sem við myndum borga á veitingastað - og ég veit ekki hvort þeir séu eins flinkir við matseldina hehe ;0)
Svo er það bara staðurinn, það er svo notalegt að búa til svona móment undir árnið og vorhljóðunum sem fylgja ánni. Svo þar að auki erum við hálfgerðir nautnaseggir þegar kemur að mat. Þegar öllu þessu er safnað saman, kemur út..... dekur.
Frúin er að rumska svo ég verð að þykjast vera að skrifa ritgerð. Fór snemma á fætur til þess.
Njótið daganna vinir.
Vorið er góður tími. Það bankar stöðugt í öxlina á mér þegar ég þarf að vera að lesa undir próf á þessum tíma. Sveitamaðurinn í mér vill komast út í vorið.
Ég er að ljúka síðustu fögum námsins. Síðustu önn námsins (fram að jólum) verð ég bara að skrifa mastersritgerðina mína. Það verður léttara að eiga við það en þessi massívu fög.
Ég er núna á kafi í ritgerð sem ég þarf að skila á fimmtudaginn, hún snýst um fyrningarleið stjórnvalda á veiðiheimildum (kvóta), efni sem ég hef ekki haft mikla þekkingu á en það hefur breyst við þessa ritgerðarsmíð. Er bara orðinn nokkuð vel að mér í því.
Við fórum "út að borða" í gærkvöldi. Þannig lagað - inn í stofuna okkar. Það er til siðs á þessum bæ að ef við viljum gera vel við okkur í mat þá förum við þá leið að kaupa gott hráefni og matreiða sjálf. Oft tekst það svo vel til að matsölustaðirnir fá, á okkar skala, ekkert hærri einkunn.
Við höfðum hvítlauksgrillaðan humar í smjöri í forrétt ásamt hvítu brauði og rótsterkri hvítlauksdressingu a´la Erla (12 rif í eina litla skál) og primeribs nautasteik í aðalrétt ásamt smjörsteiktu brokkoli og sveppum og rjómaostasósu og ofnbakaða kartöflubáta í hvítlauk. Með þessu höfðum við svo gott rauðvín. Svona gerum við máltíð sem kostar innan við þriðjung af því sem við myndum borga á veitingastað - og ég veit ekki hvort þeir séu eins flinkir við matseldina hehe ;0)
Svo er það bara staðurinn, það er svo notalegt að búa til svona móment undir árnið og vorhljóðunum sem fylgja ánni. Svo þar að auki erum við hálfgerðir nautnaseggir þegar kemur að mat. Þegar öllu þessu er safnað saman, kemur út..... dekur.
Frúin er að rumska svo ég verð að þykjast vera að skrifa ritgerð. Fór snemma á fætur til þess.
Njótið daganna vinir.
mánudagur, apríl 05, 2010
Vindgnauð á glugga
Veðrið um páskahelgina hefur verið rólegt ef frá er talið augnablikin sem við vorum uppi á Mýrdalsjökli. Við höfum verið í sveitinni í kofanum okkar alla helgina og notið í æsar rólegheitanna hér. Kamínan hefur haft nóg að gera allan tímann. Hún hefur verið tendruð á morgnana og ekki fengið frí fyrr en hún hefur lognast út af eftir miðnættið.
Helgin var viðburðarík. Við erum búin að fara tvisvar að Einhyrningi, einu sinni í flug yfir gosstöðvarnar (ég, Íris og Karlott) og svo fórum við í jeppaferð yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum. Veðurspáin var mjög góð fyrir svæðið nánast logn og létt yfir. Ég skrifa ekki undir að við höfum farið óvarlega og ekki skoðað verðurspá, hún einfaldlega stóðst ekki spáin. Við sáum gosið í ljósaskiptunum sem var mikið sjónarspil og tignarlegt að sjá. Við hrepptum svo, þrátt fyrir góða veðurspá, versta veður á jöklinum á heimleið svo við snerum við, keyrðum til baka að gosstöðvunum og fengum leyfi til að fara Fimmvörðuhálsinn til baka niður að Skógum. Erlan komst að því eftir ferðina að hún væri búin að yfirvinna goshræðsluna sem hefur hrjáð hana frá því 1980 - veit ekki afhverju? Svo nú langar hana aftur á gosstöðvarnar, yfir jökul og allt (og brosir nú kallinn breitt).
Við fórum í heimsóknir til vina og ættingja í sveitinni og fengum einnig góðar heimsóknir.
Fjölskyldan hittist svo öll hér í kofanum nema Eygló, Bjössi, Erla Rakel og Örnudætur og við borðuðum saman grillað páskalamb. Hrund var líka auðvitað fjarverandi en við heyrðum í henni á páskadag frá Vatikaninu í Róm þar sem hún var að hlusta á Páfann flytja páskamessuna sína.
Núna erum við hér ein eftir Erlan og ég á Fitinni og það er byrjað að hvessa. Það er bara notalegra hér innan dyra ef veðrið byrstir sig eitthvað. Vindgnauðið róar. Erlan er niðursokkin í bók og vellíðanin skín af henni eins og sólin í heiði. Kamínan sér um að halda heitu og ferst það verk vel úr hendi. Klukkan gamla vinnur sitt verk líka vel. Hún býr til sérlega gamaldagsrólegheitamóment sem ég held að séu alltof hverfandi gæði.
Það er til þess vinnandi að skapa sér svona umhverfi til að stilla taktinn annað slagið. Það eru lífsgæði.
Ég þakka öllum fyrir komuna um helgina og gott samfélag - og frábærar gosferðir.
Helgin var viðburðarík. Við erum búin að fara tvisvar að Einhyrningi, einu sinni í flug yfir gosstöðvarnar (ég, Íris og Karlott) og svo fórum við í jeppaferð yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum. Veðurspáin var mjög góð fyrir svæðið nánast logn og létt yfir. Ég skrifa ekki undir að við höfum farið óvarlega og ekki skoðað verðurspá, hún einfaldlega stóðst ekki spáin. Við sáum gosið í ljósaskiptunum sem var mikið sjónarspil og tignarlegt að sjá. Við hrepptum svo, þrátt fyrir góða veðurspá, versta veður á jöklinum á heimleið svo við snerum við, keyrðum til baka að gosstöðvunum og fengum leyfi til að fara Fimmvörðuhálsinn til baka niður að Skógum. Erlan komst að því eftir ferðina að hún væri búin að yfirvinna goshræðsluna sem hefur hrjáð hana frá því 1980 - veit ekki afhverju? Svo nú langar hana aftur á gosstöðvarnar, yfir jökul og allt (og brosir nú kallinn breitt).
Við fórum í heimsóknir til vina og ættingja í sveitinni og fengum einnig góðar heimsóknir.
Fjölskyldan hittist svo öll hér í kofanum nema Eygló, Bjössi, Erla Rakel og Örnudætur og við borðuðum saman grillað páskalamb. Hrund var líka auðvitað fjarverandi en við heyrðum í henni á páskadag frá Vatikaninu í Róm þar sem hún var að hlusta á Páfann flytja páskamessuna sína.
Núna erum við hér ein eftir Erlan og ég á Fitinni og það er byrjað að hvessa. Það er bara notalegra hér innan dyra ef veðrið byrstir sig eitthvað. Vindgnauðið róar. Erlan er niðursokkin í bók og vellíðanin skín af henni eins og sólin í heiði. Kamínan sér um að halda heitu og ferst það verk vel úr hendi. Klukkan gamla vinnur sitt verk líka vel. Hún býr til sérlega gamaldagsrólegheitamóment sem ég held að séu alltof hverfandi gæði.
Það er til þess vinnandi að skapa sér svona umhverfi til að stilla taktinn annað slagið. Það eru lífsgæði.
Ég þakka öllum fyrir komuna um helgina og gott samfélag - og frábærar gosferðir.
þriðjudagur, mars 30, 2010
Páskafrí
Verð samt að hengslast til að skrifa ritgerð sem ég verð að vera búinn með 15. apríl. Þau togast á um tímann minn búðin og skólinn þessa dagana. Vinnan við undirbúning búðarinnar gengur vel. Kláraði viðskiptaáætlunina í morgun og fór með hana í bankann. Vinnan við húsnæðið gengur vel svo þetta er allt á áætlun.
Ég ætla að koma mér nær gosinu á Fimmvörðuhálsi um páskana. Óróinn í beinum mínum þarf útrás. Kannski flýg ég þangað eða fæ mér göngutúr eða jafnvel bíltúr, fékk reyndar slæmar fréttir af færð á jöklinum, skoða það betur. Er ákveðinn í að taka Erluna með ;o)
Svo ætla ég að njóta þess að vera til og eiga samfélag við skemmtilegt fólk.
Lífið er gott, það er gefið okkur til að njóta þess.
Ég ætla að koma mér nær gosinu á Fimmvörðuhálsi um páskana. Óróinn í beinum mínum þarf útrás. Kannski flýg ég þangað eða fæ mér göngutúr eða jafnvel bíltúr, fékk reyndar slæmar fréttir af færð á jöklinum, skoða það betur. Er ákveðinn í að taka Erluna með ;o)
Svo ætla ég að njóta þess að vera til og eiga samfélag við skemmtilegt fólk.
Lífið er gott, það er gefið okkur til að njóta þess.
miðvikudagur, mars 24, 2010
Að grípa gæsina....
Er ekki lífið fullt af tækifærum? Ég tók þau orð upp í mig eftir hrun að kreppuumhverfið fæli í sér tækifæri. Ég vonaði í leiðinni að ég þyrfti ekki að éta þau orð þversum ofan í mig aftur. Ég held, líkt og máltækið segir: "Oft ratast kjöftugum rétt á munn" að þetta hafi ekki verið ofsagt.
Það má til dæmis nefna að bankarnir eiga núna fyrirtæki á kippum sem þeir vilja svo gjarnan koma frá sér til einstaklinga sem geta og vilja reka þau. Þessi fyrirtæki eru á lágmarksverði, nánast á brunaútsölu miðað við hvað í þeim býr.
Það eru líka tækifæri núna sem voru ekki í þenslunni til að starta rekstri sjálfur. Kosturinn við það er að þá er hægt að velja sér hvaða svið menn vilja hasla sér völl á. Fyrir hrun var allt í boði og yfirleitt var offramboð á öllum hlutum. Það er yfirleitt ekki lengur.
Okkur Erlunni bauðst loksins húsnæði á frábærum stað hér við Austurveg á Selfossi til að opna rekstur. Þar verður glæsileg ísbúð þar sem fólk getur sest niður og notið þess að borða ísinn sinn í notalegu umhverfi. Svo verður minjagripaverslun og internetkaffi í sama húsnæði með opið á milli.
Við teljum eftir mikla rannsóknarvinnu að þetta muni bera sig vel. Þetta er líka tækifæri fyrir Erlu að vinna á staðnum en hún hefur keyrt til vinnu í Reykjavík síðan við fluttum austur. Erla verður rekstrarstjóri yfir þessu og mun stýra daglegum rekstri.
Ég fer svo auðvitað bara að veiða og svoleiðis..... held ég. Hugsanlega skoða ég hvort ég sinni einhverri lögfræðiþjónustu hér fyrir austan eftir nám. Hvert formið verður er ekki enn ákveðið.
En ég hlakka til að fá ykkur í ísbúðina okkar - þangað verða allir velkomnir.
Það má til dæmis nefna að bankarnir eiga núna fyrirtæki á kippum sem þeir vilja svo gjarnan koma frá sér til einstaklinga sem geta og vilja reka þau. Þessi fyrirtæki eru á lágmarksverði, nánast á brunaútsölu miðað við hvað í þeim býr.
Það eru líka tækifæri núna sem voru ekki í þenslunni til að starta rekstri sjálfur. Kosturinn við það er að þá er hægt að velja sér hvaða svið menn vilja hasla sér völl á. Fyrir hrun var allt í boði og yfirleitt var offramboð á öllum hlutum. Það er yfirleitt ekki lengur.
Okkur Erlunni bauðst loksins húsnæði á frábærum stað hér við Austurveg á Selfossi til að opna rekstur. Þar verður glæsileg ísbúð þar sem fólk getur sest niður og notið þess að borða ísinn sinn í notalegu umhverfi. Svo verður minjagripaverslun og internetkaffi í sama húsnæði með opið á milli.
Við teljum eftir mikla rannsóknarvinnu að þetta muni bera sig vel. Þetta er líka tækifæri fyrir Erlu að vinna á staðnum en hún hefur keyrt til vinnu í Reykjavík síðan við fluttum austur. Erla verður rekstrarstjóri yfir þessu og mun stýra daglegum rekstri.
Ég fer svo auðvitað bara að veiða og svoleiðis..... held ég. Hugsanlega skoða ég hvort ég sinni einhverri lögfræðiþjónustu hér fyrir austan eftir nám. Hvert formið verður er ekki enn ákveðið.
En ég hlakka til að fá ykkur í ísbúðina okkar - þangað verða allir velkomnir.
mánudagur, mars 22, 2010
Jökullinn gýs
Mér er minnisstætt úr uppvextinum að afi sagði stundum frá gosinu í Eyjafjallajöki 1821. Ekki þannig að hann hafi verið fæddur þá heldur voru þetta lýsingar munnmæla sem hann hafði heyrt þegar hann sjálfur var krakki. Lýsingarnar voru af öskufalli og drunum og dynkjum.
Nú gýs hann aftur. Í mínum huga var gos í Eyjafjallajökli alltaf eitthvað mikið og stórfenglegt. Þetta gos er afar langt frá mínum hugmyndum um það. Af fréttamyndum að dæma hefur mér fundist þetta helst líkjast ágætri áramótabrennu.
Við Erlan fórum í gær að skoða þetta. Með því að fara áleiðis upp í Tindfjöll kemst maður á mjög fínan útsýnisstað. Ég verð að viðurkenna að þetta bjargaði heilmiklu. Þetta er ekki lengur gamlársbrenna.
Eldarnir voru mjög tignarlegir og teygðu sig langt í loft upp, margir mjög efnismiklir og flottir.
Það kitlar mig alltaf þegar gýs, get ekki að því gert. það á vafalítið rætur að rekja til uppvaxtaráranna minna. Þegar ég var 3ja ára 1963 byrjaði Surtseyjargosið sem blasti við út um herbergisgluggann minn. Myndin af risa gosstrók og eldingum og dynkjum er enn fersk, það gos varði í 4 ár. Svo gaus Hekla 1970. Ég sá augnablikið þegar gosstrókurinn kom upp fyrir brúnir Þríhyrnings, hljóp inn og tilkynnti að Hekla væri byrjuð að gjósa. Svo var farið á staðinn - og skoðað, ég man enn eftir dynkjunum úr gosinu, eins og járnbrúsum væri slegið saman. Síðan gaus í Vestmannaeyjum þremur árum seinna. Nóttina sem það byrjaði vorum við vakin upp kl. 6 með þeim fréttum að eyjarnar væru sprungnar og væru að sökkva í sæ. Það sem blasti við í myrkrinu var eins og blóðrautt sólarlag, risaeldur, allur himininn logaði og hugsunin um að fólkið í Eyjum væri að farast var yfirþyrmandi og til að undirstrika kraftinn í gosinu þá heyrðust miklar drunur og dynkir og það hrikti í gluggum og hurðum hjá okkur. Það fór sem betur fer vel eins og allir vita. Gosið var ótrúlega tilkomumikið og magnað.
Mývatnseldar byrjuðu svo 1975 með mörgum eldgosum á 9 ára tímabili. Við Erla komumst í mikið návígi við gosið 1980...hmm tölum ekki nánar um það. Hekla gaus líka 1980. Við brunuðum þangað um leið og fréttist af gosinu og vorum þar um nóttina í návígi við gríðarlegt gos. Aftur gaus Hekla 1990 og enn árið 2000. Öll þessi gos hef ég séð og alltaf fundið fyrir einhverri lotningu gagnvart þeim.
Það er kannski ekki furða þó eldgos hafi skipað sér stóran sess í mínum huga. Mér sýnist nú Erlan hafa smitast talsvert af mér, allavega var hún búin að vera á refresh takkanum á skjálftavaktinni fram að gosi núna og uppfærði mig reglulega.
Það var gaman að sjá þetta í gærkvöldi og upplifa að þetta er alvöru eldgos sem er þarna á ferðinni á Fimmvörðuhálsi. Hugmyndin var að ganga hálsinn í sumar, við sjáum til með það. kannski verður það bara enn meira spennandi ef hægt verður að skoða gos í návígi í leiðinni :o)
Nótið daganna.
Nú gýs hann aftur. Í mínum huga var gos í Eyjafjallajökli alltaf eitthvað mikið og stórfenglegt. Þetta gos er afar langt frá mínum hugmyndum um það. Af fréttamyndum að dæma hefur mér fundist þetta helst líkjast ágætri áramótabrennu.
Við Erlan fórum í gær að skoða þetta. Með því að fara áleiðis upp í Tindfjöll kemst maður á mjög fínan útsýnisstað. Ég verð að viðurkenna að þetta bjargaði heilmiklu. Þetta er ekki lengur gamlársbrenna.
Eldarnir voru mjög tignarlegir og teygðu sig langt í loft upp, margir mjög efnismiklir og flottir.
Það kitlar mig alltaf þegar gýs, get ekki að því gert. það á vafalítið rætur að rekja til uppvaxtaráranna minna. Þegar ég var 3ja ára 1963 byrjaði Surtseyjargosið sem blasti við út um herbergisgluggann minn. Myndin af risa gosstrók og eldingum og dynkjum er enn fersk, það gos varði í 4 ár. Svo gaus Hekla 1970. Ég sá augnablikið þegar gosstrókurinn kom upp fyrir brúnir Þríhyrnings, hljóp inn og tilkynnti að Hekla væri byrjuð að gjósa. Svo var farið á staðinn - og skoðað, ég man enn eftir dynkjunum úr gosinu, eins og járnbrúsum væri slegið saman. Síðan gaus í Vestmannaeyjum þremur árum seinna. Nóttina sem það byrjaði vorum við vakin upp kl. 6 með þeim fréttum að eyjarnar væru sprungnar og væru að sökkva í sæ. Það sem blasti við í myrkrinu var eins og blóðrautt sólarlag, risaeldur, allur himininn logaði og hugsunin um að fólkið í Eyjum væri að farast var yfirþyrmandi og til að undirstrika kraftinn í gosinu þá heyrðust miklar drunur og dynkir og það hrikti í gluggum og hurðum hjá okkur. Það fór sem betur fer vel eins og allir vita. Gosið var ótrúlega tilkomumikið og magnað.
Mývatnseldar byrjuðu svo 1975 með mörgum eldgosum á 9 ára tímabili. Við Erla komumst í mikið návígi við gosið 1980...hmm tölum ekki nánar um það. Hekla gaus líka 1980. Við brunuðum þangað um leið og fréttist af gosinu og vorum þar um nóttina í návígi við gríðarlegt gos. Aftur gaus Hekla 1990 og enn árið 2000. Öll þessi gos hef ég séð og alltaf fundið fyrir einhverri lotningu gagnvart þeim.
Það er kannski ekki furða þó eldgos hafi skipað sér stóran sess í mínum huga. Mér sýnist nú Erlan hafa smitast talsvert af mér, allavega var hún búin að vera á refresh takkanum á skjálftavaktinni fram að gosi núna og uppfærði mig reglulega.
Það var gaman að sjá þetta í gærkvöldi og upplifa að þetta er alvöru eldgos sem er þarna á ferðinni á Fimmvörðuhálsi. Hugmyndin var að ganga hálsinn í sumar, við sjáum til með það. kannski verður það bara enn meira spennandi ef hægt verður að skoða gos í návígi í leiðinni :o)
Nótið daganna.
laugardagur, mars 20, 2010
Laglína
Ég er grasekkill. Hvaðan sem það orð er nú ættað. Erlan er í sumarbústað með saumaklúbbnum sínum sem ég held að eigi orðið nærri tuttugu ára sögu, ágætis líftími það. Þær fóru af stað í gærkvöldi með viðkomu í Menam hér í bæ. Mér skildist að það væri nauðsynlegt til að hrista hópinn saman í byrjun ferðar. Þær kunna á nótnaborðið í lífinu þessar elskur.
Er þetta kannski þannig? Er vöggugjöfin okkar allra nótnaborð en engar nótur til að spila eftir? Uppvaxtarárin æfingatími undir leiðsögn og svo spilar hver eftir sínu eyra. Ætli laglínurnar okkar séu svona misjafnar þessvegna. Hver er sinnar gæfu smiður gæti þá hljómað - hver er sinna nótna smiður.
Sónatan mín er allavega ljúf þessa dagana þó ég geti auðvitað kveinað yfir lærdómnum, annað væri ekki búmannlegt. Enginn er búmaður nema hann barmi sér.....!
Það getur samt verið erfitt að vera kvartandi búmaður í þessu umhverfi sem mér hefur verið plantað í. Þessi reitur hér er sá besti á jarðarkúlunni fyrir okkur. Hér við bæjardyrnar verð ég vitni að fegurstu tónum tilverunnar á hverju vori þar sem náttúran sjálf spilar tónverkið. Ég horfi hér á sköpunarverkið í beinni - þessa ótrúlegu smíð sem virkar frá smæstu mögulegu einingum upp í tröllslegar víddir. Allt vaknar til lífsins og endurnýjast. Maður stendur hjá, opinmynntur og langeygur, hvaða ógnar hugsun er á bak við þetta allt. Ég hef ekki svarið en nýt þess bara að fylgjast með.
Ég..... átti að vera heima og læra. Er auðvitað löngu vaknaður og búinn að sjá maganum fyrir sínum morgunskammti því hann er ekki skemmtilegur félagi ef hann fær ekki sitt.
Íris er á leiðinni hingað. Hún ætlar að fara í kofann okkar til að finna ró og næði til ritgerðarskrifa. Gott hjá henni. Hún er að útskrifast í vor með mastersgráðuna sína og svo get ég sagt ykkur með stolti að hún er búin að fá fastráðningu sem lögfræðingur hjá skattinum í Hafnarfirði - litla krílið, ég er ánægður með hana.
Ég held það sé vissara að ég snúi mér líka að lærdómnum svo ég útskrifist einhverntíman líka.
Njótið daganna gott fólk, við búum í landi tækifæranna - ekki gleyma því.
Er þetta kannski þannig? Er vöggugjöfin okkar allra nótnaborð en engar nótur til að spila eftir? Uppvaxtarárin æfingatími undir leiðsögn og svo spilar hver eftir sínu eyra. Ætli laglínurnar okkar séu svona misjafnar þessvegna. Hver er sinnar gæfu smiður gæti þá hljómað - hver er sinna nótna smiður.
Sónatan mín er allavega ljúf þessa dagana þó ég geti auðvitað kveinað yfir lærdómnum, annað væri ekki búmannlegt. Enginn er búmaður nema hann barmi sér.....!
Það getur samt verið erfitt að vera kvartandi búmaður í þessu umhverfi sem mér hefur verið plantað í. Þessi reitur hér er sá besti á jarðarkúlunni fyrir okkur. Hér við bæjardyrnar verð ég vitni að fegurstu tónum tilverunnar á hverju vori þar sem náttúran sjálf spilar tónverkið. Ég horfi hér á sköpunarverkið í beinni - þessa ótrúlegu smíð sem virkar frá smæstu mögulegu einingum upp í tröllslegar víddir. Allt vaknar til lífsins og endurnýjast. Maður stendur hjá, opinmynntur og langeygur, hvaða ógnar hugsun er á bak við þetta allt. Ég hef ekki svarið en nýt þess bara að fylgjast með.
Ég..... átti að vera heima og læra. Er auðvitað löngu vaknaður og búinn að sjá maganum fyrir sínum morgunskammti því hann er ekki skemmtilegur félagi ef hann fær ekki sitt.
Íris er á leiðinni hingað. Hún ætlar að fara í kofann okkar til að finna ró og næði til ritgerðarskrifa. Gott hjá henni. Hún er að útskrifast í vor með mastersgráðuna sína og svo get ég sagt ykkur með stolti að hún er búin að fá fastráðningu sem lögfræðingur hjá skattinum í Hafnarfirði - litla krílið, ég er ánægður með hana.
Ég held það sé vissara að ég snúi mér líka að lærdómnum svo ég útskrifist einhverntíman líka.
Njótið daganna gott fólk, við búum í landi tækifæranna - ekki gleyma því.
föstudagur, mars 12, 2010
Afmæli
Þegar ég lít yfir farinn veg og skoða hvar helst er ástæða til að staldra við, kemst ég að því að skrefin mín upp traðir Sunnuhlíðar forðum skilja eftir sig þau spor sem mér þykir mest til um á lífsleiðinni. Þann dag skildi ég eftir spor í sögunni minni sem aldrei gleymast.
Þann dag hitti ég heiðurshjón Ellu og Bigga. Þar hófust kynni í ætt við gull... það hefur aldrei fallið á þau.
Þá var Ella 36 ára, um helmingi yngri en hún er í dag svo okkar samferð spannar hálfa ævina hennar. Hún fær í mínum huga stimpilinn - heil í gegn.... úr gulli.
Það má enda segja að það þurfti góð gen þeirra beggja til að geta af sér dótturina sem varð minn lífsförunautur. Þau örlög sem ófu lífsvefinn minn þennan dag sem ég gekk á fund foreldra hennar, eru æðri máttar - sagt og skrifað.
Ella mín - í tilefni dagsins langar mig að þakka þér fyrir vegferðina öll árin og fyrir að vera sú manngerð sem þú ert. Ekki síst hvað þú ert mikill örlagavaldur í mínu lífi sem best sést á stækkandi ættleggnum okkar Erlu.
Til hamingju með daginn.
Þann dag hitti ég heiðurshjón Ellu og Bigga. Þar hófust kynni í ætt við gull... það hefur aldrei fallið á þau.
Þá var Ella 36 ára, um helmingi yngri en hún er í dag svo okkar samferð spannar hálfa ævina hennar. Hún fær í mínum huga stimpilinn - heil í gegn.... úr gulli.
Það má enda segja að það þurfti góð gen þeirra beggja til að geta af sér dótturina sem varð minn lífsförunautur. Þau örlög sem ófu lífsvefinn minn þennan dag sem ég gekk á fund foreldra hennar, eru æðri máttar - sagt og skrifað.
Ella mín - í tilefni dagsins langar mig að þakka þér fyrir vegferðina öll árin og fyrir að vera sú manngerð sem þú ert. Ekki síst hvað þú ert mikill örlagavaldur í mínu lífi sem best sést á stækkandi ættleggnum okkar Erlu.
Til hamingju með daginn.
miðvikudagur, mars 03, 2010
Hraunið
Var á Litla Hrauni í dag. Það tengdist afbrotafræðikúrs í skólanum. Margrét Frímannsdóttir fylgdi okkur um allt fangelsið, gegnum allar deildir og sýndi okkur allan aðbúnað fanga og fangavarða. Við þurftum að votta trúnaðaryfirlýsingu áður en við fórum inn svo það er betra að segja frá passlega miklu hér á veraldarvefnum. Það var magnað að sjá hvað hún er búin að gera góða hluti þarna. Öryggisfangelsi orðið að betrunarvist á mörgum sviðum sem var ekki fyrir aðeins örfáum árum. Það var gaman að tala við fangana og heyra hvað þeir eru ánægðir með þær breytingar sem orðið hafa. Samt eru reglur sem er fylgt fast eftir.
Mér varð samt hugsað til þess þegar ég gekk út úr fangelsinu hvað það hlýtur að vera mikil áraun að ganga þarna inn vitandi að þaðan verður ekki snúið fyrr en eftir par ár.
Það að sitja hér á skrifstofunni minni og hafa morgundaginn nánast í hendi mér svo langt sem það nær er - verðmæti.
Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil....... Það er meira en margur.
Ég er þakklátur fyrir það líf sem ég á.
Mér varð samt hugsað til þess þegar ég gekk út úr fangelsinu hvað það hlýtur að vera mikil áraun að ganga þarna inn vitandi að þaðan verður ekki snúið fyrr en eftir par ár.
Það að sitja hér á skrifstofunni minni og hafa morgundaginn nánast í hendi mér svo langt sem það nær er - verðmæti.
Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil....... Það er meira en margur.
Ég er þakklátur fyrir það líf sem ég á.
sunnudagur, febrúar 28, 2010
Enn hristist
Jörð skelfur í Chile. Var að kíkja á fréttir á veraldarvefnum. Það varð sem betur fer nánast ekkert úr þessari flóðbylgju sem beðið var eftir. Það var eins gott, hún hefði getað drepið mun fleiri en skjálftinn sjálfur.
Skjálftinn í Chile var um 900 sinnum sterkari en skjálftinn á Haiti um daginn. Þarna kemur í ljós gildi þess að byggja sterk hús. Í Chile eru hús jarðskjálftahönnuð eins og hér á landi. Chile er víst eitt mesta jarðskjálftaland í heiminum, miklu verra en hér.
Ég horfi út um gluggann minn á Eyjafjallajökul sem kúrir þarna í fjarska. Þar er eitthvað að gerast. Kvikuinnskot er þar í gangi sem þýðir ekki endilega gos en allt eins. Landið lyftist og skríður til. Það hafa mælst nokkrir millimetrar á viku undanfarið sem er mjög mikið.
Það er ekki von á miklum hamförum ef Eyjafjallajökull gýs en..... hann hefur oft vakið Kötlu af sínum væra svefni ef hann hefur farið af stað og hún á til að fara hamförum. Jarðvísindamenn tala um að gos í Eyjafjallajökli taki í gikkinn á Kötlu. Spennandi að fylgjast með.
Við fórum í leikhús í gærkvöldi. Það er alltaf gaman. Við sáum Fjölskylduna, drama um allskyns fjölskylduleyndarmál og endalausar uppákomur. Flott verk.
Í dag ætlum við enn að bregða undir okkur betri fætinum og skreppa í bæinn. Eygló og Arna halda upp á 29 ára afmælið þeirra saman.
Hlakka til að hitta fólkið mitt.
Njótið dagsins vinir.
Skjálftinn í Chile var um 900 sinnum sterkari en skjálftinn á Haiti um daginn. Þarna kemur í ljós gildi þess að byggja sterk hús. Í Chile eru hús jarðskjálftahönnuð eins og hér á landi. Chile er víst eitt mesta jarðskjálftaland í heiminum, miklu verra en hér.
Ég horfi út um gluggann minn á Eyjafjallajökul sem kúrir þarna í fjarska. Þar er eitthvað að gerast. Kvikuinnskot er þar í gangi sem þýðir ekki endilega gos en allt eins. Landið lyftist og skríður til. Það hafa mælst nokkrir millimetrar á viku undanfarið sem er mjög mikið.
Það er ekki von á miklum hamförum ef Eyjafjallajökull gýs en..... hann hefur oft vakið Kötlu af sínum væra svefni ef hann hefur farið af stað og hún á til að fara hamförum. Jarðvísindamenn tala um að gos í Eyjafjallajökli taki í gikkinn á Kötlu. Spennandi að fylgjast með.
Við fórum í leikhús í gærkvöldi. Það er alltaf gaman. Við sáum Fjölskylduna, drama um allskyns fjölskylduleyndarmál og endalausar uppákomur. Flott verk.
Í dag ætlum við enn að bregða undir okkur betri fætinum og skreppa í bæinn. Eygló og Arna halda upp á 29 ára afmælið þeirra saman.
Hlakka til að hitta fólkið mitt.
Njótið dagsins vinir.
miðvikudagur, febrúar 24, 2010
"Ólympíuleikar eiginkvenna"
Ég las hreint ágæta grein á visir.is eftir Önnu Margréti Björnsson um aðþrengdar eiginkonur. Greinina má nálgast -hér -
Þar sem ég tilheyri þeim hverfandi hópi íslenskra karlmanna sem láta tískustrauma lönd og leið hef ég látið afskiptalausa daga eins og konudaginn og þetta nýja fyrirbæri valentínusardaginn.
Þessir dagar sem eru einungis til vegna markaðssetningar fyrirtækjaeigenda sem vilja selja vörurnar sínar hafa gert að verkum að karlar "eiga" að sanna ást sína á konunni sinni með því að versla það sem til er ætlast á þessum dögum. Verð þó að játa að ég dáist að markaðssetningunni sem slíkri. Ég gef hinsvegar lítið fyrir gildi þessara daga fyrir ástina - hún verður aldrei markaðssett svona.
Það stendur eðli mínu nær að gera alla daga að konudegi. Konur eru það yndislegasta sem til er og eiga allt dekur karlsins skilið. Konur eru hornsteinar hvers þjóðfélags með móðurhlutverkið í fararbroddi. Það er í eðli kvenna að gjalda líku líkt. Það ættu fleiri karlar að gera sér grein fyrir að um leið og þeir eru góðir við konuna sína og dekra hana eru þeir komnir í bullandi samkeppni við hana. Hún mun alltaf gjalda líku líkt og einu skrefi lengra.
Íslenskir karlmenn ættu að hafa þor til að hætta að hlaupa eftir amerískum mýtum og sýna og sanna ást sína með einhverju öðru en að fljóta með tískustraumum.
Ég er sammála Önnu Margréti - þessir valentínusar og konudagskarlar eru metró.
Þar sem ég tilheyri þeim hverfandi hópi íslenskra karlmanna sem láta tískustrauma lönd og leið hef ég látið afskiptalausa daga eins og konudaginn og þetta nýja fyrirbæri valentínusardaginn.
Þessir dagar sem eru einungis til vegna markaðssetningar fyrirtækjaeigenda sem vilja selja vörurnar sínar hafa gert að verkum að karlar "eiga" að sanna ást sína á konunni sinni með því að versla það sem til er ætlast á þessum dögum. Verð þó að játa að ég dáist að markaðssetningunni sem slíkri. Ég gef hinsvegar lítið fyrir gildi þessara daga fyrir ástina - hún verður aldrei markaðssett svona.
Það stendur eðli mínu nær að gera alla daga að konudegi. Konur eru það yndislegasta sem til er og eiga allt dekur karlsins skilið. Konur eru hornsteinar hvers þjóðfélags með móðurhlutverkið í fararbroddi. Það er í eðli kvenna að gjalda líku líkt. Það ættu fleiri karlar að gera sér grein fyrir að um leið og þeir eru góðir við konuna sína og dekra hana eru þeir komnir í bullandi samkeppni við hana. Hún mun alltaf gjalda líku líkt og einu skrefi lengra.
Íslenskir karlmenn ættu að hafa þor til að hætta að hlaupa eftir amerískum mýtum og sýna og sanna ást sína með einhverju öðru en að fljóta með tískustraumum.
Ég er sammála Önnu Margréti - þessir valentínusar og konudagskarlar eru metró.
miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Vinna vinna
Það er þannig. Búið að vera ótrúlega mikið að gera undanfarið. Hver segir að skóli sé ekki vinna?
Praktíkin allsráðandi í verkefnum annarinnar.
Njótið daganna....
Praktíkin allsráðandi í verkefnum annarinnar.
Njótið daganna....
mánudagur, febrúar 01, 2010
Föðurland og Mýrdalur
Ég var á Föðurlandi um helgina, einn -grasekkjumaður fram á sunnudag. Ég notaði tímann til að lesa námsefnið. Ég skrapp líka í myndatökutúr inn í Fljótshlíð. Fljótshlíðin er endalaust myndefni enda fallegasta sveit á Íslandi. Ég set tvær hér að gamni, svo eru þrjár nýjar á Flickr síðunni minni. Ég hefði getað skroppið á þorrablót í Goðaland en ég nennti ekki konulaus. Við Erlan höfum oft talað um að gaman væri að skreppa, sérstaklega fyrir mig og hitta sveitungana. Það er alger snilld að vera í kofanum - einn eða fleiri.
Efri myndin er tekin við Bleiksá og sú neðri er tekin af hrafntinnustein fyrir utan bústaðinn, speglunin í steininum er af umhverfinu.
Erlan fór í húsmæðraorlof austur í Mýrdal. Ein skólasystir hennar úr Árbæjarskóla bauð þeim nokkrum skólasystrum í heimsókn en hún rekur bændagistingu á bænum Steig í Mýrdal. Þær skemmtu sér vel við upprifjun gamalla minninga.
Erla kom svo á Föðurland seinnipart sunnudags og svo keyrðum við saman heim um kvöldið.
Skólinn fór af stað með gauragangi og eins og við var að búast hefur verkefnavinnan komið á færibandi síðan. Helgin var góð hjá okkur báðum.
Hafið það gott vinir í íslensku veðursældinni.
Efri myndin er tekin við Bleiksá og sú neðri er tekin af hrafntinnustein fyrir utan bústaðinn, speglunin í steininum er af umhverfinu.
Erlan fór í húsmæðraorlof austur í Mýrdal. Ein skólasystir hennar úr Árbæjarskóla bauð þeim nokkrum skólasystrum í heimsókn en hún rekur bændagistingu á bænum Steig í Mýrdal. Þær skemmtu sér vel við upprifjun gamalla minninga.
Erla kom svo á Föðurland seinnipart sunnudags og svo keyrðum við saman heim um kvöldið.
Skólinn fór af stað með gauragangi og eins og við var að búast hefur verkefnavinnan komið á færibandi síðan. Helgin var góð hjá okkur báðum.
Hafið það gott vinir í íslensku veðursældinni.
sunnudagur, janúar 24, 2010
Plús átta
Það er hressandi fyrir sálartetrið að hafa svona einstaka tíð eins og nú er. Að horfa út um gluggann hér á skrifstofunni minni er ekki eins og hefðbundið janúarútsýni, miklu frekar eins og apríl. Allt marautt og ekki frost í jörð. Það liggur við að maður komist í vorfíling en það væri auðvitað bara plat.
Við vorum í árlegu þorrablóti fjölskyldunnar í gærkvöldi, núna hjá Hlyn og Gerði. þau gerðu þetta vel og maturinn var frábær, svo sem eins og venjulega. Hann er þó misgóður. Við systkinin höfum viðhaft þennan sið í 33 ár sem er alveg ótrúlegt því ég man svo vel eftir fyrsta skiptinu, um það leyti sem ég var að koma með Erluna inn í ættina. Lengst af vorum við með krakkana okkar með eða þangað til húsin okkar dugðu ekki lengur fyrir allan fjöldann og við færðum þetta til upphafsins og hittumst nú bara systkini og makar. Það er samt synd eins og mamma hefði sagt. Tilhugsunin um að þetta hverfi með okkur er ekki góð. Það þarf að viðhalda svona góðum sið, finnum aðferð til þess...!
Þeim leiddist ekki konunum í fjölskyldunni að tala um Boston ferðir. Þær fóru allar þangað í fyrra í ferð sem virðist hafa verið frekar skemmtileg af hlátrasköllunum að dæma. Betra að vera ekki fyrir þegar þær komast á flug í endurminningunum...! Það er gott að hafa góðar minningar til að skemmta sér yfir - ekkert nema gott um það að segja.
Framundan er svo annað þorrablót í Erlu fjölskyldu. Það vantar ekki að maður hafi möguleikana til að fitna þótt talað sé um kreppu. Maður ætti kannski að fara að skoða líkamsræktarprógrömmin....?
Í bili ætla ég samt bara að halda áfram með skólaskylduna, er að lesa sakamálasögu núna - bara gaman.
Í bili ætla ég samt bara að halda áfram með skólaskylduna, er að lesa sakamálasögu núna - bara gaman.
Njótið daganna gott fólk.
þriðjudagur, janúar 19, 2010
Boston var það....
..... í tilefni fimmtugsafmælis Erlunnar minnar. Þó hún beri það ekki með sér þá varð hún fimmtug þann 14. janúar sl. Við ákváðum að hafa eina veislu og eina reisu í tilefni afmælanna okkar, það er styttra á milli okkar í aldri en sýnist.
Ferðin var afar góð. Boston er öðruvísi amerísk borg en ég hef séð áður. Falleg, hrein og skemmtileg. Með urmul af góðum matsölustöðum og margt fallegt að skoða.
Eins og nærri má geta er ekki erfitt að dekra þessa konu. Hún ber bara með sér þannig persónuleika að annað er ekki hægt.
Við eyddum afmælisdeginum í ýmislegt skemmtilegt m.a. settumst við niður á Cheers barnum fræga, kíktum aðeins í búðir skoðuðum falleg hús og margt fleira.
Fimmtug.... varla, hlýtur að vera vitlaus kennitala.
Við enduðum svo daginn á glæsilegum veitingastað uppi á 52. hæð, með glæsilegu útsýni yfir Boston. Lukkan var með okkur því þjónninn tjáði okkur að þeir ættu Vagyu naut, besta nautakjöt veraldar sem væri mjög erfitt að fá. Það þurfti ekki að dekstra okkur með það. Kjötið var.... og nú vantar nógu sterk lýsingarorð, himneskt, kemst kannski næst því. Algjört lostæti, steikingin fullkomin, kryddunin líka og meðlætið. Ég ætlaði að panta bragðmikið spánskt rauðvín Marqués de Riscal með en það leist þjóninum ekki á og vildi velja fyrir okkur vín sem hæfði þessu kjöti, það var látið eftir þrátt fyrir hjáróma mótmælanöldur úr vasanum mínum, veskið lætur stundum svona. Ég sá ekki eftir því að láta hann velja - þetta var nálægt fullkomnun. Eftirrétturinn var franskur Créme brulée, líka alveg eins og hann á að vera. Topp topp toppp...staður! Afar rómantískur með ofboðslega flottu útsýni. Sælkerarnir við, vorum í essinu okkar þarna.
Við höfðum ákveðið að þetta yrði ekki verslunarferð -alveg satt, Erla jú hún var líka með í ráðum...! Hinsvegar ætluðum við að nota tímann og prufa veitingastaði, við erum svoddan matarunnendur og nutum þess í tætlur. Fundum æðislegan ítalskan stað í ítalska hverfinu þar sem við borðuðum snilldar pastarétti. Fórum á Cheesecake factory og brögðuðum frægu ostakökurnar þeirra - skildi þá hversvegna þeir eru frægir fyrir þær ...yummy. Hafnarsvæðið er líka gríðarlega fallegt, gamlar byggingar og sagan allsstaðar.
Ánægjulegast við þetta allt var samt samfélagið við þessa yndislegu konu sem ég var svo lánsamur að finna fyrir meira en þrjátíu árum. Erlan hefur öll árin staðið hjarta mínu næst og gengið þétt við hlið mér hvernig sem hefur árað hjá okkur - gegnum súrt og sætt eins og sagt er. Hún er minn besti vinur og alger sálufélagi.
Ljúf og góð ferð. Það er von mín og bæn til Guðs að við fáum að ganga saman í þessum góða takti þangað til sólin okkar rennur í hinsta sinn.
Það er óhætt að segja að þessi Bostonferð hafi birt mér nýja sýn á Bandaríkin. Það hefur ekki verið efst á vinsældarlistanum hingað til að fara vestur um haf.
Erlan er engri lík.
Ferðin var afar góð. Boston er öðruvísi amerísk borg en ég hef séð áður. Falleg, hrein og skemmtileg. Með urmul af góðum matsölustöðum og margt fallegt að skoða.
Eins og nærri má geta er ekki erfitt að dekra þessa konu. Hún ber bara með sér þannig persónuleika að annað er ekki hægt.
Við eyddum afmælisdeginum í ýmislegt skemmtilegt m.a. settumst við niður á Cheers barnum fræga, kíktum aðeins í búðir skoðuðum falleg hús og margt fleira.
Fimmtug.... varla, hlýtur að vera vitlaus kennitala.
Við enduðum svo daginn á glæsilegum veitingastað uppi á 52. hæð, með glæsilegu útsýni yfir Boston. Lukkan var með okkur því þjónninn tjáði okkur að þeir ættu Vagyu naut, besta nautakjöt veraldar sem væri mjög erfitt að fá. Það þurfti ekki að dekstra okkur með það. Kjötið var.... og nú vantar nógu sterk lýsingarorð, himneskt, kemst kannski næst því. Algjört lostæti, steikingin fullkomin, kryddunin líka og meðlætið. Ég ætlaði að panta bragðmikið spánskt rauðvín Marqués de Riscal með en það leist þjóninum ekki á og vildi velja fyrir okkur vín sem hæfði þessu kjöti, það var látið eftir þrátt fyrir hjáróma mótmælanöldur úr vasanum mínum, veskið lætur stundum svona. Ég sá ekki eftir því að láta hann velja - þetta var nálægt fullkomnun. Eftirrétturinn var franskur Créme brulée, líka alveg eins og hann á að vera. Topp topp toppp...staður! Afar rómantískur með ofboðslega flottu útsýni. Sælkerarnir við, vorum í essinu okkar þarna.
Við höfðum ákveðið að þetta yrði ekki verslunarferð -alveg satt, Erla jú hún var líka með í ráðum...! Hinsvegar ætluðum við að nota tímann og prufa veitingastaði, við erum svoddan matarunnendur og nutum þess í tætlur. Fundum æðislegan ítalskan stað í ítalska hverfinu þar sem við borðuðum snilldar pastarétti. Fórum á Cheesecake factory og brögðuðum frægu ostakökurnar þeirra - skildi þá hversvegna þeir eru frægir fyrir þær ...yummy. Hafnarsvæðið er líka gríðarlega fallegt, gamlar byggingar og sagan allsstaðar.
Ánægjulegast við þetta allt var samt samfélagið við þessa yndislegu konu sem ég var svo lánsamur að finna fyrir meira en þrjátíu árum. Erlan hefur öll árin staðið hjarta mínu næst og gengið þétt við hlið mér hvernig sem hefur árað hjá okkur - gegnum súrt og sætt eins og sagt er. Hún er minn besti vinur og alger sálufélagi.
Ljúf og góð ferð. Það er von mín og bæn til Guðs að við fáum að ganga saman í þessum góða takti þangað til sólin okkar rennur í hinsta sinn.
Það er óhætt að segja að þessi Bostonferð hafi birt mér nýja sýn á Bandaríkin. Það hefur ekki verið efst á vinsældarlistanum hingað til að fara vestur um haf.
Erlan er engri lík.
laugardagur, janúar 09, 2010
pakkað saman
Jólunum pakkað ofan í kassa. Það verður alltaf hálftómlegt þegar öllu jóladótinu er komið í geymsluna aftur. Samt er líka alltaf gott þegar þetta er búið og nýja árið heldur af stað með hversdagsleikann sinn og dagarnir fljóta framhjá eins og áin hér fyrir neðan. Veit ekki hvort þeirra fer hraðar. Áin er tímalaus, hefur haldið þessari ferð sinni áfram í árþúsundir. Löngu áður en nokkur maður hafði stigið fæti sínum hér á landi. Dagarnir enn tímalausari. Það er bara hjá okkur mannfólkinu sem tíminn er til og skiptir máli.
Árið byrjar allavega fallega og ekki er kuldanum fyrir að fara lengur. Hiti eins og í maí. Skólinn byrjar eftir helgina, væntanlega með látum. Síðasta ár námsins að hefjast.
Er strax farinn að hlakka til vorsins það er besti tími ársins.
Árið byrjar allavega fallega og ekki er kuldanum fyrir að fara lengur. Hiti eins og í maí. Skólinn byrjar eftir helgina, væntanlega með látum. Síðasta ár námsins að hefjast.
Er strax farinn að hlakka til vorsins það er besti tími ársins.
laugardagur, janúar 02, 2010
Meðalhiti þessa árs...
...er mínus átta gráður sem komið er og verður að teljast til kaldari meðalhita. Nýja árið heilsaði með fallegum frostmorgni og stillu. Bærinn var iðandi af lífi enda allt okkar fólk hér sem er eins og flestir lesendur síðunnar vita, orðin hálfgerð ætt. Þetta minnir mig á þá tíma þegar við vorum ótrúlega mörg saman í Kotinu í gamla daga. Við borðuðum saman á gamlárskvöld og skutum svo upp fyrir börnin. Það er fölskvalaus ánægja sem skín úr andlitum barnanna þegar púðrið brennur með fallegum blossum. Skrítið hvað þetta breytist með aldrinum. Flugeldar áttu alla mína athygli þegar ég var krakki. Í dag finnst mér þetta allt í lagi. Best ef nágrannarnir skjóta miklu upp þá get ég notið en þeir borga - mjög kreppuvænt.
Íris og Karlott eru hér enn, þau gistu aftur í nótt enda verður veisla hér í dag, árlegt pálínuboð ættarinnar minnar hér í Húsinu við ána. Ég veit ekkert hvað koma margir en síðustu tvö árin hafa verið hér milli 50 og 60 manns.
Það er gott að koma svona saman og styrkja ættarbönd sem vilja trosna ef ekki er hugsað um að viðhalda þeim.
Ég er sagður bjartsýnismaður, það er rétt, ég hallast yfirleitt frekar að bjartari tónum tilverunnar. Ég vil samt frekar kalla mig jákvæðan raunsæismann. Sú skoðun mín byggir á því að yfirleitt eru tvær hliðar á teningnum og önnur bjartari en hin. Oftast er svo valkostur hvora maður aðhyllist.
Ég vel t.d. í byrjun þessa árs að horfa á heiðan himin milli skýjabólstranna og trúa því að með tímanum fjúki bólstrarnir burt í stað þess að halda að þeir þykkni út í það endalausa og hér verði almyrkvi og ólífvænlegt að búa, það viðhorf hef ég heyrt hjá fólki sem hefur leyft fröken svartsýni að setjast á öxlina á sér.
Ég held að hún sé leiðinlegur lífsförunautur.
Ég vona að þið lesendur síðunnar minnar njótið daganna og lítið björtum augum til framtíðar.
Ég ætla að fara að undirbúa komu ættingja minna.
Íris og Karlott eru hér enn, þau gistu aftur í nótt enda verður veisla hér í dag, árlegt pálínuboð ættarinnar minnar hér í Húsinu við ána. Ég veit ekkert hvað koma margir en síðustu tvö árin hafa verið hér milli 50 og 60 manns.
Það er gott að koma svona saman og styrkja ættarbönd sem vilja trosna ef ekki er hugsað um að viðhalda þeim.
Ég er sagður bjartsýnismaður, það er rétt, ég hallast yfirleitt frekar að bjartari tónum tilverunnar. Ég vil samt frekar kalla mig jákvæðan raunsæismann. Sú skoðun mín byggir á því að yfirleitt eru tvær hliðar á teningnum og önnur bjartari en hin. Oftast er svo valkostur hvora maður aðhyllist.
Ég vel t.d. í byrjun þessa árs að horfa á heiðan himin milli skýjabólstranna og trúa því að með tímanum fjúki bólstrarnir burt í stað þess að halda að þeir þykkni út í það endalausa og hér verði almyrkvi og ólífvænlegt að búa, það viðhorf hef ég heyrt hjá fólki sem hefur leyft fröken svartsýni að setjast á öxlina á sér.
Ég held að hún sé leiðinlegur lífsförunautur.
Ég vona að þið lesendur síðunnar minnar njótið daganna og lítið björtum augum til framtíðar.
Ég ætla að fara að undirbúa komu ættingja minna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)